Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Qupperneq 2
Kostnaður Alþingis vegna aðstoð-
armanna þingmanna nemur um 63
milljónum á ársgrundvelli. Sú upp-
hæð dugir til þess að reka Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja með óskertri
þjónustu í tæpa fjóra mánuði, ef
miðað ef við þann 200 milljóna nið-
urskurð sem stofnunin þarf nú að
taka á sig samkvæmt tilskipun frá
heilbrigðisráðuneytinu.
Greiðslur skattborgara vegna að-
stoðarmanna þingmanna jafngilda
þreföldum útgjöldum ríkisins vegna
verndaðs vinnustaðar á vegum Ör-
yrkjabandalags Íslands og fyrir sömu
upphæð væri hægt að reka rúmlega
fjórar þjónustustofnanir á borð við
Klúbbinn Geysi sem sinnir þjónustu
við geðfatlaða.
Samkvæmt fjárlögum næsta árs
fara rúmar 57 milljónir í eftirlauna-
sjóð aldraðra sem heyrir undir al-
mannatryggingar en þessi upphæð
er litlu minni en árlegur kostnaður
við aðstoðarmenn þingmanna.
40-faldur stuðningur Fjöl-
skylduhjálpar
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar Íslands, segir Fjöl-
skylduhjálp Íslands hafa fengið eina
og hálfa milljón frá ríkinu í fyrra. Það
var í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp-
in fékk fjármagn frá ríkinu. Þeir pen-
ingar nýttust fyrir árið 2008. Á sama
tíma fá aðstoðarmenn þingmanna
63 milljónir í laun á ári. Ásgerður
segir það vera nauðsynlegt fyrir Fjöl-
skylduhjálpina að fá meiri styrk en
eina og hálfa milljón. „Að sjálfsögðu
hefðum við viljað hafa þessa peninga
eða eitthvað brot af þeim til þess að
kaupa matvæli handa fólkinu sem er
í þessari stöðu og hefur verið undan-
fairn tólf ár,“ segir Ásgerður varðandi
þær 63 milljónir sem fara í aðstoðar-
menn ráðherra á ári hverju.
1.700 fjölskyldur á skrá
Ásgerður segir að um 1.700 fjölskyld-
ur séu á skrá hjá hjálparsamtökunum
og þegar nóg sé af mat nái þau að af-
greiða um 250 fjölskyldur á miðviku-
dögum. Þeim fjölskyldum sem þurfa
hjálp mun fjölga mikið í desember en
þá mun jólaaðstoðin bætast ofan á
hina vikulegu aðstoð á miðvikudög-
um. „Fólk hættir ekkert að borða. Þó
að við séum að úthluta matvælum til
jólahalds mun þetta sama fólk þurfa
að koma venjulega á miðvikudögum
allt árið um kring. Þetta verður mjög
mikil úthlutun og mikið álag,“ segir
Ásgerður.
Ásgerður tekur einnig fram að
Fjölskylduhjálpin fái matvæli gefins
frá fyrirtækjum. „Og svo mun Ólaf-
ur Jóhann Ólafsson styðja okkur í ár
eins og hann hefur gert undanfarin
ár,“ segir Ásgerður sem veit ekki hvort
ríkið muni styrkja Fjölskylduhjálpina
á næsta ári. Ásgerður segir að staðan
muni versna mikið á næsta ári.
Aðstoðarmenn óþarfir
Í marsmánuði var samþykkt á Alþingi
frumvarp sem heimilar alþingis-
mönnum að ráða sér aðstoðarmenn.
Þingmenn allra flokka greiddu at-
kvæði með frumvarpinu nema þing-
menn vinstri-grænna sem sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna, Mörður
Árnason þingmaður Samfylkingar,
sat einnig hjá, og Jón Magnússon,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
sem einn greiddi atkvæði á móti.
„Mér finnst þetta óþarfi,“ segir
Jón. „Þarna var algjörlega óskilgreint
til hvers þyrfti að fá aðstoðarmenn,
hvert verksvið þeirra væri og hlut-
verk. Þess vegna gat ég ekki séð að
það væri nokkur glóra í því að sam-
þykkja þetta,“ segir hann.
Í reglum um aðstoðarmenn þing-
manna er lítið fjallað um starfslýs-
inguna. Þar segir þó: „Alþingismað-
ur ræður störfum aðstoðarmanns og
ákveður verkefni hans. Þau skulu vera
í þágu hans sem alþingismanns.“
Fleiri þurfa aðstoð
„Nú eru svo margir að fara niður á
sama stig og öryrkjar og þeir sem
minna mega sín í samfélaginu. Við
erum að fá fullt af nýju fólki,“ seg-
ir Ásgerður sem er ekki viss um að
Fjölskylduhjálpin fái annan styrk
frá ríkinu fyrir árið 2009. Hún tekur
fram að félagsmálaráðuneytið hafi
styrkt hjálparsamtökin um 300 þús-
und krónur aukalega ofan á styrkinn
sem kom frá fjárlaganefnd Alþingis.
„Við sjálfboðaliðarnir þurfum
endalaust að vera á hnjánum þessa
dagana, til þess að fyrirtækin gefi
okkur matvæli,“ segir Ásgerður. Hún
segir að fjölskylduhjálpin þyrfti alla-
vega sex milljónir á næsta ári ef hún
ætti að geta séð eitthvað fyrir öllu því
fólki sem mun sækjast eftir aðstoð.
Hún segir mögulegt að um 700 fjöl-
skyldur muni þurfa á matvælaað-
stoð að halda vikulega. „Ég veit ekki
hvernig við eigum að starfa á næsta
ári miðað við þann fjölda sem verður
í mikilli kreppu þannig að ég sé ekki
fram úr því,“ segir hún.
Fá rúmlega hálfa milljón
Samkvæmt lögum um aðstoðar-
menn þingmanna er alþingismönn-
um úr Norðvestur-, Norðaustur- og
Suðurkjördæmum, auk formönn-
um stjórnmálaflokka, heimilt að
ráða sér aðstoðarmenn.
Laun aðstoðarmanns formanns
stjórnmálaflokks er fullt þingfarar-
kaup, eða 562.020 krónur mánaðar-
lega. Um er að ræða fullt starf.
Agnar Bragi Bragason var aðstoð-
armaður Guðna Ágústssonar, for-
manns Framsóknarflokksins, þar
til hann sagði af sér þingmennsku
fyrir skemmstu. Agnar Bragi fær
því þriggja mánaða uppsagnarfrest
greiddan og er á launum til 1. mars.
Formenn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar eru báðir ráðherrar og
fá því aðstoðarmenn sem slíkir.
54 milljónir í launakostnað
Laun aðstoðarmanns alþingismanns
eru 25 prósent af þingfararkaupi, eða
140.505 krónur á mánuði. Um er að
ræða þriðjungsstarf sem hægt er að
sinna meðfram öðru starfi.
Ármann Ingi Sigurðsson var að-
„Fólk hættir ekkert að borða. Þó að við séum að
úthluta matvælum til jólahalds mun þetta sama
fólk þurfa að koma venjulega á miðvikudögum
allt árið um kring.“
þriðjudagur 25. nóvember 20082 Fréttir
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja gæti haldið úti óskertri þjónustu í fjóra
mánuði fyrir þá upphæð sem árlega fer til aðstoðarmanna þingmanna.
Á ársgrundvelli greiða skattborgarar 63 milljónir vegna þeirra. Þetta
er rúmlega 40 sinnum hærri upphæð en Fjölskylduhjálp Íslands fær á
fjárlögum. Gísla S. Einarssyni, fyrrverandi þingmanni, finnst vel í lagt
að aðstoðarmenn flokksformanna fái rúma hálfa milljón í mánaðar-
laun. Jón Magnússon segir aðstoðarmennina óþarfa.
ÞINGMENN FÁ MEIRI AÐSTOÐ EN HUNGRAÐIR
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Fimmtudagur 29. mars 2007 dagblaðið vísir 33. tbl. – 97. árg. – verð
kr. 235
Láta undan
hávaða
DV-sport fylgir
40 þurfandi
fjölskyldur
fengu ekkert
Fjölskylduhjálpin úthlutaði matargjöFum:
fréttir
Panta far
með dags
fyrirvara
>> Fatlaðir þurfa að hafa fyrrivara
ef þeir þurfa að skreppa.
Plötusnúðar
óskast
Himnesk rödd
>>Cliff Richard olli
ekki vonbrigðum í
Höllinni í gærkvöld.
fréttir
DV Sport
fimmtudagur 29. mars 2007 13
Sport
Fimmtudagur 29. mars 2007
sport@dv.is
Norður-Írar á topp F-riðils.
Íslenska landsliðið beið lægri hlut fyrir spánverjum Í gær. bls. 14-15
„Þetta leit alveg nokkuð vel út en
við gleymdum okkur í smástund og
var refsað. Þannig er þetta bara þeg-
ar leikið er gegn svona sterku liði,”
sagði Ólafur Örn Bjarnason sem
stóð sig vel í leiknum en hann fékk
tækifæri í hjarta varnarinnar í fjar-
veru Hermanns Hreiðarssonar.
„Við getum verið sáttir við okkar
frammistöðu. Það var náttúrulega
við ofurefli að etja allan leikinn. Þeir
komu sérstaklega grimmir í seinni
hálfleikinn og náðu að ýta okkur
aftar og aftar. Þegar maður leit á
klukkuna og sá að það voru fimmtán
mínútur eftir þá áttaði maður sig al-
mennilega á því að þetta væri hægt.”
Ólafur segir að leikmenn Íslands
hafi verið ákveðnir í því fyrir leikinn
að hafa gaman að þessu verkefni og
gefa sig alla í það.
„Menn voru ákveðnir að njóta
þess að spila þennan leik. Það var
alveg vitað mál að Spánn fengi fleiri
færi í leiknum en við ætluðum að
vera skipulagðir og aðstoða hvorn
annan því ef það tekst þá er margt
hægt,” sagði Ólafur Örn.
Hann var heppinn að skora ekki
sjálfsmark í fyrri hálfleiknum en átti
þó einnig skot á hitt markið. „Ég hitti
boltann ágætlega en ætlaði að reyna
að fá snúning á boltann. Snúningur-
inn kom hinsvegar ekkert og það er
kannski ástæðan fyrir því að maður
er í vörninni,” sagði Ólafur á léttu
nótunum.
Allt um leiki
næturinnar í NBA
NBA
Töpuðu
með sTolTi
Við ofurefli að etja
Elvar GEir MaGnússon
skrifar frá Spáni
>> DV heldur áfram umfjöllun
um óbærilegan hávaða á
leikskólum og grunnskólum.
150 fjölskyldur leituðu til
fjölskylduhjálparinnar í von um
matargjafir fyrir páskana. 110
fengu en fjörutíu fengu ekkert
þar sem maturinn kláraðist.
Prentað í morgun
föstudagur 7. desember 20076
Fréttir DV
Sandkorn
Egill Gillzenegger yfirhnakki
náði að skrifa þannig á internet-
inu í vikunni að kært var til lög-
reglu. Egill
hefur átt
marga góða
vini í gegn-
um tíðina,
þar á meðal
Össur Skarp-
héðinsson
iðnaðarráð-
herra. Össur
fór fögrum orðum um Gillzinn í
mars í fyrra og sagði hann vera
bæði sólbrúnan og flottan. Ráð-
herrann lýsti þó áhyggjum sín-
um af viðhorfum hnakkans til
kvenna og taldi þau sambærileg
viðhorfum Geirs Haarde, þegar
forsætisráðherrann sagði: „Mað-
ur getur ekki alltaf farið með sæt-
ustu stelpuna heim af ballinu en
stundum kannski eitthvað sem
gerir sama gagn.“
Nafni Gillza, Egill Helgason,
hefur einnig verið sakaður um
karlrembuviðhorf. Hann var
nýlega klag-
aður fyrir
að velja ekki
nógu marg-
ar konur til
þess að ræða
málin í þætti
sínum Silfri
Egils. Í kjölfar
þessa höfn-
uðu nokkrar konur boði um að
stija fyrir svörum hjá Agli. Nú
eru sættir í sjónmáli, því undir
vikulokin sást til Egils á kaffihúsi
ásamt þeim Katrínu Önnu Guð-
mundsdóttur, Drífu Snædal og
Sóleyju Tómasdóttur. Þetta þótti
benda sterklega til þess að kon-
um myndi fjölga í þætti Egils svo
um munar. Í gær sagði svo Egill á
vefnum að sér ofbyði sá óhróður
og ónefni sem femínistum eru
valin í bloggheimum.
Vinsældir rjúpna á íslenskum
veisluborðum um hátíðarnar
hafa ekki dvínað þótt veiðin hafi
verið dræm.
Þrátt fyrir
tveggja ára
sölubann á
innlendum
rjúpnaaf-
urðum eru
þeir til, bæði
veiðimenn
og mat-
gæðingar, sem vilja kaupa og
selja rjúpur. Með takmörkuðu
framboði er verðið á fjallarjúp-
unni komið í hæstu hæðir, eða
fimm til sjö þúsund krónur fyrir
stykkið. Í hópi veiðimanna hafa
heyrst þau tíðindi að fjármála-
stofnun ein hafi lýst sig tilbúna
til þess að greiða eina milljón
króna fyrir tvö hundruð rjúpur.
Ætlunin var sögð vera að skaffa
jólaglaðning fyrir yfirmenn og
millistjórnendur.
sigtryggur@dv.is
Þúsundir íslenskra barna upplifa
vanlíðan yfir jólahátíðina. Sökum
áfengis- eða vímuefnaneyslu for-
eldra, fátæktar eða langvinnra veik-
inda ná börnin ekki að njóta þessar-
ar hátíðar barnanna sem jólin eru.
Svo dæmi séu tekin áætlar Fjöl-
skylduhjálp Íslands að á meðal
þeirra sem samtökin aðstoða í jóla-
mánuðinum séu að minnsta kosti
fimm þúsund börn. Allt í allt eru það
í kringum 1.400 barnafjölskyldur
sem leita aðstoðar samtakanna ár-
lega. Samkvæmt könnun SÁÁ frá því
í fyrra kom í ljós að tæplega 90 pró-
sent svarenda eiga einhvern mjög
nákominn sem glímir við áfengis-
sýki. Þessu til viðbótar dvelur yfir
tugur veikra barna á deildum Barna-
spítala Hringsins yfir hátíðarnar.
Forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar
Íslands óttast að hópurinn verði fjöl-
mennari í ár heldur en í fyrra og því
hafa samtökin tvöfaldað afgreiðslu-
tíma sinn í jólamánuðnum.
Komast ekki heim til sín
Auður Ragnarsdóttir, deildarstjóri
á Barnaspítala Hringsins, segir fjölda
barna sem dvelji yfir jólin mismun-
andi milli ára. Hún hefur á síðustu
þremur áratugum margoft haldið
jólin hátíðleg með sjúklingum sín-
um. „Á vökudeild eru ungbörn yfir
jólin og það er alltaf erfitt fyrir fjöl-
skyldur þeirra. Almennt leyfum við
öllum þeim börnum sem mögulega
geta farið heim að gera það. Það eru
hins vegar alltaf börn sem ekki geta
farið heim og þá leyfum við fjölskyld-
um þeirra að koma til þeirra yfir há-
tíðirnar,“ segir Auður.
Ásgerður J. Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar Íslands, undirbýr
sig nú undir verulega aukna eftir-
spurn sem hún óttast að verði meðal
þeirra sem leiti sér aðstoðar á næst-
unni. „Ég áætla að í fyrra hafi þetta
verið nærri 16 þúsund munnar sem
við gáfum að borða. Nú höfum við
aukið afgreiðslutímann mjög mik-
ið því við eigum von á því að eftir-
spurnin verði mun meiri í ár. Við vilj-
um vera tilbúin undir það því það er
alltaf sárt að þurfa að vísa einhverj-
um frá,“ segir Ásgerður.
Vanlíðan víða
Guðrún Brynjólfsdóttir sinnir
ráðgjöf í áfengisfræðum, meðal ann-
ars inni á vefsvæði femin.is, og hef-
ur orðið vör við vaxandi vanda barna
inni á heimilum vegna áfengisneyslu
foreldra. Henni verður mikið hugsað
til barna inni á heimilum drykkju-
sjúklinga yfir jólahátíðina. „Gleði
á jólum er ekki sjálfgefin og virkur
alkóhólismi kemur allt of oft í veg
fyrir gleði barna. Það er mjög sárt
og erfitt fyrir alla þá, ekki
síst börn, sem búa með
einstaklingi sem er undir
áhrifum yfir jólin. Bæði
getur þetta birst þannig
að ekki sé hreinlega
hugsað fyrir neinu
eða boðið sé upp á
jólahefðirnar ef for-
eldri er of drukkið
til að sinna börn-
unum,“ segir Guð-
rún.
„Jólin eru hátíð
barnanna en allt
of mörg þeirra ná
ekki að njóta þeirra. Þetta er að mínu
mati algengara en margur heldur
og í dag er þetta ennþá einn stærsti
felusjúkdómur landsins. Mér finnst
svo sárt að hugsa til barnanna sem
hnipra sig saman af því að pabbi eða
mamma eru ekki að virka um jólin.“
Gleyma erfiðleikunum
Aðspurð segir Auður starfsfólk
Barnaspítalans leggja sig fram við að
gera jólalegt og hátíðlegt hjá þeim
börnum sem ekki komast heim til
sín yfir hátíðirnar. „Við bjóðum upp
á hefðbundinn jólamat og gerum allt
mjög jólalegt í kringum okkur. Spít-
alinn gefur að sjálfsögðu jólagjafir
og jólasveinn- inn líka.
Við gerum
alltaf
okkar
besta til að börnunum líði vel yfir
hátíðirnar og aðstandendur og ætt-
ingjar koma líka færandi hendi. Mín
upplifun er sú að hjá okkur náum við
miklum hátíðleika fram þannig að
börnin gleymi sínum erfiðleikum og
veikindum rétt á meðan,“ segir Auð-
ur.
Ásgerður segir nauðsynlegt að
ræða vanlíðan barna hér á landi og
undrast hina miklu stéttaskiptingu
sem orðin sé staðreynd á Íslandi.
„Ég upplifi mikla þöggun í samfélag-
inu um fátæktina. Það er eins og það
megi ekki ræða þetta og það er lát-
ið líðast að þúsundir fjölskyldna séu
látnar lifa í skugga fátæktar ár eft-
ir ár. Allt þetta yfirríka fólk á Íslandi
er búið að gleyma rótum sínum
og getur varla séð af pening-
um til fátækra sem þurfa að
velta fyrir sér hverri krónu.
Því miður eru núna allt of
mörg börn sem eiga um
sárt að binda fyrir jólin,“
segir Ásgerður.
jólin
Ekki hátíð
allra barna
Ásgerð-
ur J. Flosadóttir
TrausTi haFsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Það er eins og það
megi ekki ræða þetta
og það er látið líðast að
þúsundir fjölskyldna
séu látnar lifa í skugga
fátæktar ár eftir ár.“
Barnaspítali hringsins tugur barna
dvelur á deildum barnaspítala
Hringsins yfir jólin.
sumum líður illa Þúsundir barna þjást yfir jólin
sökum þess að foreldrar þeirra sinna þeim ekki sem
skyldi eða hafa ekki burði til þess sökum fátæktar.
aFGreiðsluTími FJölsKyldu-
hJÁlparinnar í desemBer:
mánu-, þriðju- og miðvikudagar kl. 13–17
Úthlutanir fjölskylduhjálparinnar:
12., 19. og 20. desember
reikningsnúmer fjölskylduhjálparinnar:
101-26-66090
Kt. 660903-2590
Ásgerður J.
Flosadóttir
formaður fjölskyldu-
hjálparinnar telur að
samtökin þurfi að
hjálpa mun fleirum í
ár miðað við í fyrra.
Hún segir allt of
mörg börn líða skort
um jólin.
Hrollvekjandi
spennusaga
um fegurðar-
dýrkun nútímans.
Allir skulu fara
í skurðaðgerð!
Í fyrra kom
Ljót (Uglies).
Nú kemur
framhaldið
Lagleg (Pretties).
Hrikaleg spenna.
www.tindur.is
tindur@tindur.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
dv.is
besta rannsóknarblaðamennska ársins
Einar Egilsson úr stEEd lord fór bEint
aftur á sjúkrahús þEgar hann snEri
hEim úr tónlEikafErðalagi.
Aftur á
spítAlA
þriðjudagur 19. ágúst 2008 dagblaðið vísir 150. tb
l. – 98. árg. – verð kr. 295
átján ára piltur hEimilislaus í rEykjavík:
blekkingAr á
pAkkningunum
viðskiptavini krón-
unnar brá þEgar
hann kEypti kjúkl-
ingabringurnar.
marsibil sæmundardóttir Er Enn Einn
framsóknarmaðurinn í borgarmálum
sEm hættir að starfa fyrir flokkinn.
flóttinn úr
frAmsókn
M
YN
D
D
V
/
H
ei
ð
a
H
el
g
u
D
ó
tt
irSVELTUR
dogUM
SAMAN
jafntEfli íslEndinga við Egypta í fyrrinótt gEtur rEynst íslEndingum
dýrkEypt því það þýðir að þEir mæta pólvErjum í átta liða úrslitum.
fréttir
fólk
sport
skelfilegir
mótherjar
fréttir
í fullri vinnu en á ekki fyrir heimili
Allsgáður en sefur í yfirgefnum húsum
„fullt af unglingum í sömu aðstöðu og ég“
Kona ein sem leitaði til
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur nú
fyrir jólin segir það sem henni hafi
verið úthlutað fjarri því að vera nóg.
Hún hugðist bjóða uppkomnum
börnum sínum í mat um jólin og
er ekki alls kostar sátt við að hafa
ekki fengið matinn í jólaboðið hjá
Mæðrastyrksnefnd. Hún er heldur
ekki sátt við þá bið sem fór í að
sækja um hjá nefndinni og þann
tíma sem hún þurfti að bíða í röð
eftir úthlutun.
Konan sagðist í samtali við
DV hafa fengið svínahnakka,
kjúkling, klósettrúllur, tvo lítra af
kóki, ávexti, haframjöl, litla dollu
af ís, kíló af kartöflum og dós af
grænum baunum. Auk þess fékk
hún inneignarmiða í Bónus fyrir
5.000 krónur. Eftir þetta leitaði
konan til Fjölskylduhjálparinnar
þar sem hún fékk restina af því sem
hana vantaði. Hún segist ekki skilja
hvers vegna Fjölskylduhjálpin og
Mæðrastyrksnefnd starfi hvor í sínu
lagi. „Mig langar bara að hafa börnin
í mat einu sinni á ári,“ sagði konan.
Úthlutað eftir fjölda í forsjá
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir,
formaður Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur, segir nefndina gjarnan
vilja geta orðið við öllum óskum
hvað aðstoð varðar. Hins vegar eru
reglurnar þær að úthlutað er eftir
fjölda barna sem eru í forsjá viðkom-
andi aðila. Því var konunni úthlutað
sem einstaklingi. „Við reynum að gera
okkar besta en við ráðum ekki við að
úthluta öllum fjölskyldustærðum,“
segir Ragnhildur.
Ragnhildur segir marga hafa
leitað aðstoðar mæðrastyrksnefndar
nú fyrir jólin. Hún segir úthlutunina
hafa gengið vel, en þar séu
ómetanlegir sjálfboðaliðar að
störfum. Mæðrastyrksnefnd er í sam-
starfi við Íslandsdeild Rauða krossins
og Hjálparstarf kirkjunnar nú fyrir
jólin. Í dag er síðasti afgreiðsludagur
mæðrastyrksnefndar fyrir jólin, en
skrifstofa hennar í Hátúni verður
opin frá klukkan tíu til ellefu.
Aðspurð hvort kröftum Fjöl-
skylduhjálparinnar og Mæðrastyrks-
nefndar yrði betur varið með sam-
einingu, bendir Ragnhildur á að
nefndin byggist á gömlum grunni sjö
kvenfélaga og að hún starfi á þeim
forsendum. Eitt fyrsta verkefni nefnd-
arinnar var að vinna að því að allar
einstæðar mæður fengju rétt til að fá
greidd meðlög með börnum sínum.
Jafnframt var unnið að því að þær
fengju mæðralaun sem nægðu til
að tryggja afkomu heimilanna. Nú
til dags eru verkefni nefndarinnar af
ýmsum toga og eru það ekki einungis
konur sem leita aðstoðar hennar,
heldur er nokkuð um að karlmenn
geri það einnig. Þá hefur öryrkjum
og eldri borgurum fjölgað mikið í
hópnum síðustu árin.
roberthb@dv.is
Þetta helst
föstudagur 21. desember 20072
Fréttir DV
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
Forsvarsmenn Ríkisút-
varpsins fundu loksins
kaupanda að dýrasta aug-
lýsingaplássi Íslandssög-
unnar, þriggja milljóna
króna mínútu í Áramótaskaup-
inu. Fasteignasölukeðjan Remax
keypti auglýsingaplássið sem
hefur valdið svo miklum deilum.
„Ég segi nú bara eins og biskup-
inn, er ekkert heilagt lengur? Nú
er spurning hvort samviska þjóð-
arinnar leyfi það að Skaupið sé til
sölu,“ sagði Guðmundur Oddur
Magnússon, prófessor við Lista-
háskóla Íslands. Forsvarsmenn
Stöðvar 2 hafa kvartað til ríkis-
endurskoðanda undan sölunni
en Páll Magnússon útvarpsstjóri gaf lítið fyrir það. „Menn verða að átta sig á því að RÚV er í samkeppni, mótherj-arnir verða að ganga uppréttir og hætta þessu væli.“
skaupið selt JÓLABÆKURNAR DÆMDARöfundarins jóns kalmans stefánssonar, fær fimm stjörnur. 12 síðna sérblað um bækur, stútfullt af bókadómum fylgir dv í dag. í blaðinu er líka að finna tvo fyrstu kaflana í bókinni Harðskafa eftir metsöluHöfundinn arnald indriðason.nýjustu sTvær matreiðslubækur eru gagnrýndarog þá geta lesendur lesið tvo fyrstukafla Harðskafa, nýjustu bókarArnaldar Indriðasonar, á bak-síðu blaðsins. Eftir Arnar Eggert Thoroddsenog Einar BárðarsonUmboðs-maðurÍslandsEftir Sigmund Erni RúnarssonGuðni - af lífi og sál
TÆKIN TEKIN AF JARÐVÉLUM
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 19. desember 2007 dagblaðið vísir 212. tbl. – 97. árg. – verð kr. 295
dýrasta auglýsingapláss íslandssögunnar vekur harðar deilur:
>> Óþolandi, ofvirkt, léttleikandi tæknitröll er besta lýsingin sem Hermann Hreiðarsson kann á sjálfum sér. Nýkrýndur knattspyrnumaður ársins kynnist því nú í fyrsta sinn í langan tíma að sitja á bekknum og ætlar sér ekki að venjast því hlutskipti.
LéttLeikandi
tæknitröLL
>> Starfsmenn fjármögnunar-fyrirtækja hafa tekið margarvinnuvéla Jarðvéla vegna skulda. Þetta bætist ofan á vandræði fyrirtækisins sem hefur ekki staðið skil á launum og þarf að borga dagsektir til Vegagerðarinnar vegna tafa á tvöföldun Reykjanesbrautar.
>> Arsenal tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins með 3–2
sigri á Blackburn í framlengdum leik. Tottenham er einnig komið áfram eftir
2–0 sigur á Manchester City í Manchester.
ARsENAL áFRAM
skaupið selt
remax keypti
fréttir
dv sport
Karl Bjarni Guðmundsson,
fyrsta Idol-stjarnan, hefði
hugsanlega getað sloppið
við fangelsisvist fyrir fíkni-
efnasmygl. Hann sagðist
vera burðardýr fyrir þá sem
stæðu að smyglinu en neitaði að
segja hverjir það væru. „Dómur-
inn hefði minnkað um meira en
helming. Hann hefði líklega bara
fengið sex mánuði og hugsanlega
sloppið með skilorðsbundinn
dóm,“ sagði Atli Gíslason hæsta-
réttarlögmaður um hvað hefði
gerst ef Kalli Bjarni hefði sagt alla
sólarsöguna. „Enginn í fjölskyld-unni okkar væri á lífi í dag ef hann hefði sagt frá þeim sem stóðu að smyglinu,“ sagði Sveinbjörg Karlsdóttir, móðir Kalla Bjarna.
Gat sloppið við fanGelsi
Gat
sloppið
við fanGelsi
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
mánudagur 17. desember 2007 dagblaðið vísir 210. tbl. – 97. árg. – verð kr. 295
Kalli Bjarni vildi
eKKi Segja til
eiturlyfjaKóngS:
>> Davíð Oddsson skipaði svo marga nýja
sendiherra að vandræði voru með að finna þeim
verkefni. Þess vegna var gerður starfslokasamn-
ingur við tvo starfsmenn með áratuga reynslu.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins neitar að
borga samkvæmt samningnum.
Skipaði
of marga
Falsaði aFsökunarbréF
Brynjólfur Árnason, sveitarstjóri Grímseyjarhrepps,
er Grunaður um að hafa falsað afsökunarBréf frÁ
endurskoðanda hreppsins. endurskoðendur Gerðu
athuGasemd við kaup Brynjólfs Á skotBómulyftara.
fréttir
idol-stjarnan fékk tveGGja Ára fanGelsi fyrir
tvö kíló af kókaíni. seGist vera BurðardÝr.
löGmenn seGja að hann hefði Getað fenGið
skilorð með Því að seGja alla söGuna. sjÁ Bls. 4.
ali bestur
voru Óðals- og Nóatúnshryggirnir.
baráttan
harðnar
manchester united vann
liverpool 1–0 Á anfield.
arsenal er Þó enn í efsta sæti
eftir 1–0 siGur Á chelsea.
dv sport
2
Fulltrúar Háskólavalla
gengu á fund Íbúða-
lánasjóðs og fóru fram
á lánveitingu. Lánið
hugðust þeir nota til að
borga hluta af kaupverð-
inu fyrir íbúðirnar á gamla varn-
arsvæðinu sem þeir keyptu af
ríkinu. „Verkefnið er stór pakki
og við viljum auðvitað leita
hagstæðra lána,“ sagði Þorgils
Óttar Mathiesen, einn kaup-
endanna og bróðir fjármála-
ráðherra. „Auðvitað finnst mér
það skondið að þessir einkaað-
ilar, sem eru að kaupa af ríkinu,
leiti í fyrstu atrennu til ríkisins
til að fjármagna kaupin,“ sagði
Grétar Mar Jónsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins.
bað ríkið um lán
bað ríkið um lán til að borga
ríkinu
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjudagur 18. desember 2007 dagblaðið vísir 211. tbl. – 97. árg. – verð kr. 295
>> Mugison, Sprengjuhöllin,Jakobínarína, Sign og Dr. Spockeru meðal þeirra sem koma fram á jólatónleikum Xins. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Fjölskylduhjálpar Íslands. „Allar hljómsveitirnar gefa vinnu sína og þetta er alltaf stærsti viðburður ársins hjá Xinu,“ segir Þorkell Máni Pétursson, dagskrárstjóri Xins.
SnúiSt
gegn blaði>> „Ég myndi ekki segja að þættirnir sem slíkir taki afstöðu, en þeir segja söguna frá sjónar-horni gulu pressunnar,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri sjónvarpsþáttanna Pressu. Gul pressa, dularfullt mannshvarf og það hvernig samfélag-ið snýst gegn umdeildu blaði eru meginþemun í þáttunum sem verða frumsýndir í árslok.
Rokka fyrir fátæka
>> Hermann Hreiðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnufólk ársins í leikmannavali
KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen var í öðru sæti hjá körlunum og
Hólmfríður Magnúsdóttir í öðru sæti
hjá konunum. Þá var
Kaka valinn besti
knattspyrnumaður í
heimi.
fólk
þoRgils óttaR mathiesen og félagaR leituðu til íbúðalánasjóðs:
dv sport
Knattspyrnufólk
ársins
forsvarsmenn háskóla-valla leituðu til íbúðalána-sjóðs í von um að tryggja sér lán til að greiða fyrir
fasteignir á gamla varnar-liðssvæðinu. leitum
hagstæðra lána, segir þorgils óttar mathiesen. skondið að einkaaðilar sem kaupa af ríkinu vilji lán frá ríkinu, segir grétar mar jónsson. sjá bls. 2.
talað í níu mínútur
>> Herdís Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði skemmst allra þingmanna á haustþinginu, í aðeins níu mínútur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf-ingarinnar - græns framboðs, talaði meira en hundrað sinnum lengur en hún úr ræðustóli Alþingis. Einn þingmaður fór aldrei í ræðupúlt til að tala um einstaka málefni.
á þremur mánuðum3
Fékk ekki úthlutað
Fyrir jólamatarboðið
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
hitt málið
Frá Fjölskylduhjálpinni margir
hafa leitað aðstoðar fjölskylduhjálp-
arinnar og mæðrastyrksnefndar.
Malt og appelsín mæðrastyrks-
nefnd leitast við að aðstoða sem
flesta en getur ekki séð um matinn í
jólaboð fyrir uppkomin börn
efnalítils fólks.
29. mars 2007 7. desember 2007 21. desember 2007 19. ágús 2008 17. október 2008
þriðjudagur 19. ágúst 20082
Fréttir
„Þegar ég kom úr meðferð í janúar
á þessu ári komu handrukkararn-
ir strax á eftir mér. Þeir fóru með
mig upp í Heiðmörk þar sem ég
var barinn í klessu og skilinn eftir,“
segir Baldvin, 18 ára heimilislaus
piltur í Reykjavík.
Á götunni
Baldvin vinnur 150 prósent
vinnu á skemmtistað í miðborg
Reykjavíkur og gistir í yfirgefnu
húsi á Seltjarnarnesi. Þegar hann
kom úr meðferð biðu fíkniefna-
skuldir hans og félaganna. „Það
var alltaf ég sem keypti efnið af
dópsölunum og lét vini mína hafa
svo ég bar í raun ábyrgð á skuld-
um okkar. Auk þess eru æskuvinir
mínir enn í neyslu og hafa engan
möguleika á að verjast handrukk-
urum. Þeir hafa líka hótað því að
fara í fjölskylduna mína, þessum
mönnum er algjörlega alvara,“ seg-
ir hann. Samanlögð skuld þeirra
félaga var 1,5 milljónir króna en
fíkniefnasalinn seldi þá skuld
til handrukkara sem tvöfölduðu
hana í kjölfarið.
Ein máltíð á dag
Nú þegar hefur honum tekist
að borga 1,2 milljónir af skuld-
inni en öll launin hans fara í það.
„Ég er í góðri vinnu og fæ vel út-
borgað. Þeir vita af því og sitja fyr-
ir mér um hver mánaðamót. Ég
læt þá hafa allt sem ég á. Það var
ég sem kom mér í þessa skuld og
ég verð að greiða hana. Auk þess
vil ég koma mér út úr þessum að-
stæðum eins fljótt og ég get,“ segir
hann. Þegar allir peningarnir eru
farnir upp í skuldina stendur ekki
mikið eftir og Baldvin viðurkenn-
ir að hann svelti oft heilu og hálfu
hungri. „Ég skrifa á mig mat einu
sinni á dag í vinnunni og læt það
duga. Stundum borða ég ekki svo
dögum skiptir,“ segir hann.
Erfiðleikar í æsku
Baldvin ólst upp í Grafarvogin-
um hjá mömmu sinni en var í engu
sambandi við pabba sinn. Þegar
hann var átta ára flutti fósturpabbi
hans inn á heimilið. Það hafði
mikil áhrif á Baldvin og í kjölfarið
hófst einelti sem fylgdi mikil van-
líðan. Þegar hann var 13 ára byrj-
aði hann að reykja hass með félög-
um sínum úr skólanum. Fljótlega
fór hann út í harðari neyslu en
fékk nóg undir lok síðasta árs. „Ég
var gjörsamlega kominn í andlegt
þrot og sagði félögum mínum að
ég gæti ekki meira. Í framhaldinu
fór ég í meðferð á Vogi og á Stað-
arfell eftir það. Ég er mjög trúaður
eftir þessa reynslu og þakka guði
fyrir að vera á lífi. AA-samtökin og
æðruleysisbænin hafa líka hjálp-
að mér í gegnum þetta allt,“ segir
hann.
Fær enga aðstoð frá
yfirvöldum
Baldvin er í mestu sambandi
við tvær stelpur sem eru einnig
fyrrverandi fíklar. „Ég þekki tvær
stelpur sem gista yfirleitt í Konu-
koti. Það eina sem er í boði fyrir
karlmenn er Gistiskýlið og það er
mjög erfitt að komast þar að. Það
er ætlað fyrir rónana en ekki okkur
sem höfum þó vinnu. Þess vegna
eru þær í töluvert betri aðstöðu en
ég,“ segir hann.
Baldvin hefur einnig leitað til
félagsmálayfirvalda en þau geta
ekki boðið honum upp á neitt þar
sem hann hefur vinnu og telst því
ekki standa illa. Heimilislausum
unglingum stendur til boða að
fara inn á sérstök heimili en þar
sem hann er orðinn 18 ára stend-
ur það ekki til boða. „Ég hef kynnst
fullt af unglingum sem hafa kom-
ið út úr meðferð í alveg sömu að-
stæðum og ég. Flest þeirra endast
Hundalíf á götunni
lilja guðmundsdóttir
blaðamaður skrifar lilja@dv.is
„Það er mikilvægt að átta sig
á skilgreiningunni hverjir eru
heimilislausir og hverjir ekki.
Samkvæmt tillögu að skilgrein-
ingu frá árinu 2005 eru heimilis-
lausir utangarðsfólk sem er búið
að brenna flestar brýr að baki sér.
Þeir eiga ekki tryggt húsaskjól
og hafa ekki bjargir til að verða
sér úti um húsnæði af ýmsum
ástæðum,“ segir Ellý Þorsteins-
dóttir, skrifstofustjóri á velferð-
arsviði Reykjavíkurborgar. Það
felur í sér að þeir sem hafa góð-
ar tekjur falla ekki undir þá skil-
greiningu.
Félagsþjónusta borgarinnar
býður heimilislausum aðstöðu
í Gistiskýlinu sem er bráða-
birgðahúsnæði fyrir 20 heimil-
islausa karlmenn. Auk skýlisins
hefur borgin tvö sambýli á sín-
um snærum þar sem samtals 16
karlmenn dvelja í lengri tíma. „Á
þessum heimilum eru karlmenn
sem hafa dvalið langdvölum í
Gistiskýlinu og ekki hefur tekist
að aðstoða þannig að þeir geti
búið sjálfstætt,“ segir hún. Önn-
ur líknarfélög reka einnig heimili
af svipuðu tagi en Rauði krossinn
rekur Konukot fyrir heimilislaus-
ar konur í neyslu og þar er pláss
fyrir átta í einu.
Eitt af þessum félögum er SÁÁ
sem rekur áfangaheimili á Miklu-
braut fyrir þá sem eru að koma
úr meðferð og eiga erfitt með að
fóta sig. Það er ekki gert ráð fyrir
að menn dveljist þar lengi í einu,
en þar er pláss fyrir tuttugu og yf-
irleitt fullt. „Mér finnst skrítið að
þetta ungur maður sé húsnæðis-
laus, það hljómar ekki kunnug-
lega í mínum eyrum. Hins vegar
fáum við stundum fólk sem eng-
inn vill eiga og fyrir því er yfir-
leitt einhver ástæða úr fortíðinni.
Vissulega vantar samt peninga
og fólk sem er tilbúið að styrkja
unglingasambýli fyrir fólk sem
er í þessari stöðu,“ segir Þórarinn
Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.
liljag@dv.is
Fólk sem enginn vill eiga
Þórarinn tyrfingsson „það vantar
peninga og fólk sem er tilbúið að
styrkja unglingasambýli.“
í tvær vikur á götunni en svo sækja
þau aftur í neysluna. Þetta er algjört
hundalíf,“ segir hann.
sefur í yfirgefnum húsum
„Það er mjög misjafnt hvar ég
gisti og það kemur fyrir að ég geti
reddað mér gistingu því ég á mjög
góða vini sem hafa stundum bjarg-
að mér. Yfirleitt skríð ég samt inn í
eitthvert yfirgefið hús nálægt mið-
bænum. Þar er auðvitað skítkalt
og erfitt að sofna þó ég klæði mig
í öll fötin mín. Ég get ekki sagt að
ég hlakki til vetrarins,“ segir Bald-
vin sem segist þekkja til rúmlega
hundrað manns á götunni. Að und-
anförnu hefur hann oftast gist í bíl
vinkonu sinnar eða í yfirgefnu húsi
á Seltjarnarnesi.
Kerfið getur ekki hjálpað
Baldvin er staðráðinn í að fara
ekki aftur í neyslu þó lífið sé hart.
Einn af gististöðunum
Baldvin vinnur myrkranna á milli til að borga
handrukkurum gamlar fíkniefnaskuldir.
mYnd dV / HEiða HElgudóttir
Yfirgefið hús á seltjarnar-
nesi Heimilislausir koma sér
fyrir í yfirgefnum húsum í leit
að einhverri hlýju.
mYnd dV / HEiða HElgadóttir
„Stundum borða ég ekki
svo dögum skiptir.“
„Ég bjóst ekki við að
það tæki svona lang-
an tíma að fá einhvers
staðar inni. “
þriðjudagur 19. ágúst 2008 3
Fréttir
„Ég bjóst ekki við að það tæki
svona langan tíma að fá einhvers
staðar inni. Maður heldur að þjóð-
félagið sé ekki svona en þetta er
staðreynd. Það eru ekki til nein
langtímaúrræði sem styrkja ungl-
inga í sömu stöðu og ég er í. Ég hef
rætt við félagsráðgjafa og vegna
þeirra tekna sem ég hef er kerfið
ekki tilbúið að hjálpa mér neitt,“
segir hann.
Heimilislausir fá stundum að
sofa á lögreglustöðinni í miðbæn-
um en Baldvin hefur ekki þann
möguleika vegna þess að lögreglan
vill geta fullvissað sig um að hann
geti ekki snúið aftur heim til sín.
„Pabbi hefur ekki haft neitt sam-
band við mig síðan ég var pínulítill
og ástandið heima hjá mömmu er
þannig að ég get ekki snúið þangað
aftur. Þetta er svakalegt ástand en
svona er þetta bara, ég gerði slæma
hluti þegar ég var í neyslu og þetta
tekur allt tíma. Auðvitað vona ég
að sambandið lagist eftir því sem
ég er lengur edrú,“ segir hann.
Ríkir handrukkarar
Upp á síðkastið hafa handrukk-
ararnir slakað örlítið á og eru farn-
ir spjalla þegar þeir taka við mán-
aðarlegu greiðslunum. „Þeir hafa
aðeins slakað á við mig upp á síð-
kastið og spjalla því þeir vita að ég
stend við mitt. Þeir græða mikið
á því sem þeir gera og eiga nóg af
peningum,“ segir Baldvin. Það er
þekkt að þeir sem skulda mikið í
fíknefnaheiminum samþykki að
vera notaðir sem burðardýr til að
freista þess að borga upp skuldina
á einu bretti. „Ég átti aldrei mögu-
leika á því en ég hefði ekki hikað
við að taka þá áhættu í stað þess
að lifa því lífi sem ég lifi í dag. Það
er alls staðar talað við mig eins og
dópistaræfil,“ segir hann.
„Við göngum á milli ættingja í
von um aðstoð en við getum ekki
borgað til baka,“ segir ein þriggja
kvenna sem eru í ítarlegu viðtali
við DV um fátækt. Í viðtalinu sem
birtist í DV á morgun segja kon-
urnar þrjár frá raunum sínum.
„Við leitum alls staðar í von
um hjálp,“ segir ein konan. Kon-
urnar þrjár, sem allar búa á höf-
uðborgarsvæðinu, kalla eftir að-
stoð, hvaða aðstoð sem er. Segja
að fleiri séu í þeirra sporum, eiga
ekki í sig og á. Geta ekki fram-
fleytt sér og sínum, segjast nánast
á áskriftarlista hjá Intrum og líf-
ið sem blasir við þeim á hverjum
einasta morgni sé ömurlegt. Svo
ömurlegt að ein þeirra vill frekar
fara yfir móðuna miklu en lifa.
Konurnar segja frá hryllileg-
um raunum sínum en allar eru
þær öryrkjar. Örorkubæturnar
dugi hins vegar skammt. Tvær
þeirra eiga börn sem eru að byrja
í skóla á ný en mæðurnar eiga
ekki fyrir skólaútgjöldum. Þær
eiga í stökustu vandræðum með
að fá nægan mat. Þær vilja ekki
dreifa huganum í verslunarmið-
stöðvum vegna matarlyktarinnar
þar inni og segja að aðstoðin sem
þær fá dugi ekki til að ná endum
saman.
Ein konan er lungnasjúklingur
og heyrnardauf. Maðurinn henn-
ar er sjúklingur. „Við ráðum eng-
an veginn við allan þennan kostn-
að. Leigan, lyfin, heimsóknirnar
á spítalann. Við bara náum ekki
endum saman,“ segir hún með
tárin í augunum.
Ítarlegt viðtal í DV á morgun.
Dauðinn skárri en örbirgðin
Eiga ekki fyrir nauðsynjum
Konurnar þrjár kannast allar við að geta
ekki keypt í matinn eða leyst út lyf sín.
30. október 2008
föstudagur 17. október 20086
Fréttir
Sandkorn
Búast má við að það verði
mikið um að vera hjá Jóni
Baldvini Hannibalssyni og
Bryndísi Scram um helgina.
Þau hafa hóað saman gömlu
alþýðuflokksfólki til skrafs og
ráðagerða
á heim-
ili þeirra í
Mosfells-
bæ. Þau
eru reyndar
ekki ein um
skipulagn-
inguna því
Pétur Jóns-
son, fyrrverandi borgarfulltrúi
og formaður Alþýðuflokksfé-
lags Reykjavíkur, og Margrét
S. Björnsdóttir, fyrrverandi
formaður Félags frjálslyndra
jafnaðarmanna, standa líka að
samkomunni. Gömlu kratarnir
ætla að ræða landsins gagn og
nauðsynjar í miðri kreppu og
spurning hvort þeir finni svörin
sem hafa hingað til farið fram-
hjá fólki.
En eðalkratafundurinn í
Mosfellsbænum er ekki eina
uppákoman sem Jón Baldvin
Hannibals-
son tekur
þátt í þessa
helgina.
Hann verður
á súpufundi
hjá Lands-
sambandi
kvenna í
Frjálslynda
flokknum í Skúlatúni 4 í hádeginu
á laugardag. Þar fjalla hann og
Skúli Thoroddsen, framkvæmda-
stjóri Starfsgreinasambandsins,
um Ísland og Evrópusambandið
og kosti og galla sem finna má á
tengslum þeirra á milli. Jón Bald-
vin ræðir málin almennt en Skúli
fjallar sérstaklega um fiskveiði-
stefnu Evrópusambandsins. Þó
fundurinn sé haldinn af konum
í Frjálslynda flokknum eru bæði
konur og karlar velkomin og það
hvort sem viðkomandi er flokks-
bundinn eða ekki.
Eiður Smári Guðjohnsen varð
í landsleiknum á miðvikudag
fyrir því óláni að togna aftan í
læri og mun að lík dum missa
af næsta leik með Barcelona.
Eiður Smári virtist ekki sérlega
ánægður með dómaratríóið í
leiknum í gær, enda var hann
argoft dæmdur rangstæður.
Í eitt skiptið, þeg r flaggið kom
upp, fannst honum svo freklega
á sér brotið að hann varð bók-
staflega hoppandi illur. Við það
féll hann fremur klaufalega til
jarðar en um þremur mínútum
síðar fór hann haltrandi af velli.
Eiður þvertók, eftir leikinn, fyrir
það að hafa meiðst við fallið
en hvað sem því líður sannast
hið fornkveðna að ekki þýðir að
deila við dómarann.
„Þetta er bara lýsandi dæmi um
það hvað er að gerast með krónuna,“
segir Brjánn Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Sólsteina, en hann
er byrjaður að senda granítplötur
út til Noregs. „Ég var að senda út
fyrstu sendinguna í [gær]morgun
sem á sennilega eftir að verða fram-
hald á. Þeir höfðu samband við mig
að fyrra bragði og spurðu hvort það
væri möguleiki að ég gæti selt þeim
granít,“ segir Brjánn en bendir á að
þetta sé ekki neyðarútsala á lager-
vörum.
„Ég er að græða á þessu, því ég
sel þetta á sama verði og hér á Ís-
landi. Ég verð að sinna öllum við-
skiptavinum, hvar sem þeir eru, á
meðan efnahagsmálin eru svona
höldum við þessu áfram.“
Sólsteinar eru alhliða stein-
smiðja sem býður upp á borðplötur,
flísar og legsteina sem dæmi. Brjánn
er bjartsýnn á framhaldið og seg-
ir að fyrirtækið sé í góðum málum
núna. „Við erum í góðum málum,
það er náttúrlega fullt af fólki sem
er að klára húsin sín og við kom-
um mjög seint inn í vinnuferlið þar
sem borðplöturnar eru yfirleitt með
því síðasta sem fer inn í húsið,“ seg-
ir Brjánn og bendir á að viðskipta-
tengsl við Noreg séu ekki vitlaus
.„Ég er svona að byrja bara á þessu,
veit ekkert hvað verður úr þessu en
það er alls ekkert vitlaust að tala við
Noreg,“ segir Brjánn og bendir á að
ríkisstjórnin ætti jafnvel að einbeita
sér að viðræðum við Noreg fremur
en Rússland.
Flytur granít til Noregs
Brjánn Guðjónsson
sólsteinar flytja
granítplötur til Noregs.
Mynd RÓBERT REynISSOn
„Á miðvikudaginn var leituðu
hingað hvorki fleiri né færri en 190
fjölskyldur og þá tölu má marg-
falda með 2,5 til að sjá hversu
margir einstaklingar eru að með-
altali að baki,“ segir Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálpar Íslands. Metfjöldi leitaði
sér aðstoðar hjá samtökunum á
miðvikudaginn var. Ásgerður á von
á því að ástandið eigi bara eftir að
versna og einstaklingum og fjöl-
skyldum sem leiti til Fjölskyldu-
hjálpar eigi aðeins eftir að fjölga.
Matvælin kláruðust
„Þetta var metdagur, á þess-
um árstíma í það minnsta. Fyr-
ir jól- in fer
fjöldinn alveg upp í 250 fjölskyld-
ur,“ segir Ásgerður Jóna. Hún seg-
ir að Fjölskylduhjálpin sé opin alla
miðvikudaga og allajafna leiti um
135 fjölskyldur til samtakanna.
„Það var orðið lítið eftir hjá okkur
þegar þeir síðustu komu. Mjólkin
og brauðið var búið en við náðum
að tryggja að enginn fór algjörlega
tómhentur heim.“
Á bara eftir að versna
Ásgerður segir að gríðarlegt
magn af matvælum hafi farið út
á miðvikudaginn og nefnir sem
dæmi að 200 kíló af ömmufarsi
sem keypt höfðu verið kláruðust.
„Sumar fjölskyldur þurfa meira en
aðrar. Þetta var mjög stór dagur hjá
okkur en ég hef grun um að svona
muni þetta aukast jafnt og þétt al-
veg fram að jólum og áfram,“ seg-
ir Ásgerður og minnist sérstaklega
á það að fólk hafi verið alveg mið-
ur sín. „Þetta á bara eftir að versna
til muna. Það eru mjög margir nýir
sem koma hingað á miðvikudög-
um, fólk sem kemur í fyrsta skipti.
Ástandið er alveg hræðilegt og
fólkið er miður sín yfir ástand-
inu. Það er varla hægt að lýsa því
öðruvísi en sem hreinni ang-
ist.“
Hver króna vel nýtt
Fjölskylduhjálp Íslands get-
ur annað um 250 fjölskyldum
á dag hvað varðar mannafla
enda er starfsemin vel skipu-
lögð. Kostnaðurinn er mikill
þrátt fyrir að allir sem að henni
koma vinni óeigingjarnt sjálboða-
starf. Frjáls framlög ein-
staklinga og velgjörðar-
manna hafa hingað til
fleytt þeim langt, auk
þess sem Alþingi
styrkti Fjölskyldu-
hjálpina um eina
og hálfa milljón
í fyrra. Ásgerður
segir að sá styrk-
ur hafi gert
gæfumuninn
og óskað hafi verið eftir öðru eins
í ár. „Þessar krónur sem við höfum
til ráðstöfunar nýtast afar vel því
margfeldisáhrifin eru svo mikil. Ég
efast um að ríkisvaldið fái nokkurs
staðar jafnmikið fyrir peninginn og
í svona starfi.“
Hefur þraukað þar til nú
„Matvöruverðið er að byrja að
hækka og fólk er bara miður sín.
Fólkið sem hingað leitar kemur
úr öllum þrepum þjóðfélagsstig-
ans. Þetta er fólk sem hefur getað
þraukað hingað til en sér sér það
ekki fært lengur. Það getur ekki tal-
ist í lagi að það bíði 190 fjölskyld-
ur í biðröð hjá okkur klukkan tvö
og við opnum klukkan þrjú. Fólk
var farið að mæta tveimur tímum
fyrr. Það er rosaleg angist hjá fólki
og því líður mjög illa. Maður finnur
það og það er kannski ekki skrítið
miðað við hvernig ástandið er hjá
svo mörgum,“ segir Ásgerður Jóna
að lokum.
„Þetta er fólk sem hefur getað þraukað hing-
að til en sér sér það ekki fært lengur. Það get-
ur ekki talist í lagi að það bíði 190 fjölskyldur
í biðröð hjá okkur klukkan tvö og við opnum
klukkan þrjú.“
SIGuRðuR MIkaEl jÓnSSOn
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
ÞETTA Á EFTIR AÐ
VERSNA TIL MUNA
Á eftir að versna Ásgerður Jóna segir að
ástandið eigi aðeins eftir að versna til muna.
fjölskylduhjálpin standi hins vegar vaktina vel
og hver króna sé fullnýtt til góðra verka.
Metfjöldi 190
fjölskyldur leituðu til
fjölskylduhjálpar
Íslands á miðvikudag-
inn var. að baki liggja
hátt í fimm hundruð
einstaklingar.
Mynd SIGTRyGGuR aRI
20 % afmælisafsláttur
af öllum hefðbundnum
myndatökum og stækkunum
í október.
Nú er um að gera að panta stax
Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 www.ljosmynd.is
fimmtudagur 30. október 20082
Fréttir
ÓTTI, SKÖMM OG REIÐI
Ás-
gerður Jóna Flosadóttir
Fólk var örvæntingarfullt, margir bug-
aðir en aðrir áttu hreinlega enga aðra
möguleika í stöðinni. Þetta er eina að-
stoðin sem þeim stendur til boða. Hátt
í tvö hundruð fjölskyldur voru saman-
komnar fyrir utan húsnæði Fjölskyldu-
hjálpar Íslands í Eskihlíðinni í gær.
Á miðvikudögum er matvöru og
fatnaði úthlutað til þeirra sem eru í
brýnustu neyð. Hingað kemur enginn
nema allar aðrar leiðir séu fullreynd-
ar. Eins og DV greindi frá um miðjan
mánuð leituðu 190 fjölskyldur á náðir
Fjölskylduhjálparinnar 15. þessa mán-
aðar. Það var metdagur hjá samtök-
unum á þessum árstíma. Í gær slagaði
talan langleiðina í það.
Hafði ekki átt mat í mánuð
„Það kemur stundum til ryskinga
milli fólks þar sem það stendur hér
og bíður. Örvæntingin grípur fólk og
margir þora ekki að hreyfa sig úr and-
dyrinu þar sem þeir eru hræddir um
að allt verði búið þegar að því kemur.
Það er kannski kalt í veðri en það er
hiti í sumum,“ segir Anna Auðunsdótt-
ir, ein af sjálfboðaliðunum sem starfa
hjá Fjölskylduhjálp, eftir að hafa þurft
að stilla til friðar í biðstofunni þar sem
tugir einstaklinga biðu eftir mat til að
færa heim í búið. Einn einstakling-
anna sem stóð og beið í röðinni fyrir
utan höfuðstöðvar samtakanna sagð-
ist vona að eitthvað gott væri í boði í
dag. Sjálfur hefði hann ekki átt mat í
heilan mánuð.
175 fjölskyldur í gær
„Það voru 175 fjölskyldur sem
komu hingað í dag (gær),“ segir Ás-
gerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl-
skylduhjálpar Íslands. Hún segir alla
hafa fengið sinn skammt og allt hafi
gengið vel þrátt fyrir örlitla hnökra á
úthlutuninni í dag. „Mjólkursendingin
tafðist þannig að fólk var orðið frekar
órólegt þar sem við gátum ekki opnað
fyrr en tuttugu mínútur í fjögur.“
Ekki borðað svo vikum skipti
Ásgerður segir að sem fyrr hafi
mikið verið af nýjum andlitum að
leita á náðir Fjölskylduhjálparinnar í
gær. „Það var mikil angist og fólki leið
rosalega illa. Það kom hingað mað-
ur sem hafði ekki borðað í mánuð
og við gerðum rosalega vel við hann.
Hann tjáði okkur að þriggja ára sonur
hans hefði fengið að borða hjá móð-
ur sinni, þannig að við leystum hann
út með töluvert af gjöfum fyrir barn-
ið. Hann fékk marga poka, við fórum
í varalagerinn okkar og hann fékk
meira vegna ástandsins sem hann
var í. Og hann hafði aldrei heyrt um
Fjölskylduhjálpina fyrr en hann
kom,“ segir Ásgerður og bætir við að
í gær hafi komið kona í sambærilegri
aðstöðu. Hafði ekki átt mat svo vik-
um skipti.
Fólk má ekki við óvissunni
„Þetta er alls konar fólk sem hing-
að leitar, eldri borgarar, öryrkjar, út-
lendingar og allt þar á milli. Neyðin
er mikil hjá fólki og það veit ekkert
um sína framtíð. Óvissan í þjóðfé-
laginu er gríðarleg og þetta fólk má
ekki við því,“ segir Ásgerður Jóna að
lokum.
Þórhildur Kjærnested er 48 ára
fjögurra barna móðir. Hún sækir
aðstoð sína til Fjölskylduhjálpar Ís-
land frá Grindavík og útlitið er ekki
bjart að hennar mati.
„Ég er að koma hingað í annað
skipti að sækja matarskammt. Ég
kom í síðasta mánuði og núna. Ég
er að kaupa hús í Grindavík, mað-
urinn minn er að missa vinnuna
þannig að ég veit eiginlega ekki
hvað maður á að gera. Það er ekki
bjart myndi ég segja,“ segir Þórhild-
ur. „Ég leita hingað í minni brýn-
ustu neyð. Maður myndi nú ekki
gera það ef svo væri ekki. Manni
finnst hálfleiðinlegt að fá svona
aðstoð,“ segir Þórhildur. Hún seg-
ir það mikla skömm að þurfa að
þiggja aðstoð en ástandið sé bara
orðið það slæmt.
Hún segir marga vera bugaða og
gjörsamlega miður sín yfir ástand-
inu í dag. „Maður reynir að halda
í vonina, það er lítið annað hægt.
Maður verður að vera duglegur.
sérstaklega þegar maður á fjögur
börn.“
Eins og áður segir á Þórhild-
ur fjögur börn, tvo unglinga og
tvö yngri. Hún segir unglingana á
heimilinu vera atvinnulausa þannig
að það sé ansi þröngt í búi. „Ég er
ekki bjartsýn á komandi mánuði
en maður verður að halda í vonina.
Það er engin uppgjöf í kortunum
en eins og þetta blasir við manni er
þetta ekki mjög gott, það er allt að
hækka.“ segir Þórhildur að lokum.
mikael@dv.is
Heldur í vonina
fyrir börnin
Segir útlitið svart Þórhildur kjærne-
sted er fjögurra barna móðir sem
sækir aðstoð til fjölskylduhjálpar
Íslands frá grindavík. Þar var hún að
kaupa hús ásamt eiginmanni sínum
sem er að missa vinnuna. Hún segir
útlitið svart.
Mynd Gunnar GunnarSSon
SiGurður MikaEl JónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
Áslaug Jónsdóttir er fimmtug
einstæð móðir með uppkomin
börn. Hún neyðist til að sækja að-
stoð til Fjölskylduhjálpar Íslands
alla leið frá Grindavík þar sem hún
býr með 84 ára móður sinni sem
er lömuð. Hún segist neyðast til að
sækja aðstoð til Reykjavíkur þar sem
slíkt bjóðist henni ekki í Grindavík.
Hún á engra annarra kosta völ því
hún eigi ekki fyrir mat. Það er orðið
of dýrt að kaupa í matinn.
„Ég er búin að þvælast í sex ár
á milli staða, Hveragerðis, Reykja-
víkur, Kópavogs og lenti nú síðast
í Grindavík þar sem ég bý núna og
borga 120 þúsund krónur í húsa-
leigu á mánuði, fyrir utan rafmagn
og hita.“ segir Áslaug um raunir sín-
ar. Þegar búið er að greiða leiguna
sé lítið eftir fyrir nauðsynjum.
„Ég hef komið hingað mjög
lengi. Og ef ekki væri fyrir þetta fólk
hér væri ég komin á götuna fyrir lif-
andis löngu, sveltandi.“ segir Áslaug
og segist afar þakklát fyrir það starf
sem unnið er hjá Fjölskylduhjálp-
inni.
„Það er tekið svo vel á móti
manni hérna að maður á ekki til
orð. Maður tárast þegar maður sér
þetta góða fólk sem gefur hér vinnu
sína. Þau eru að úthluta okkur mat
og við skiljum það nánast ekki, við
getum ekkert gefið þeim á móti.
Nema bros, hlátur og kærleika. Það
er það eina sem við eigum. En þau
eru að gefa okkur allt.“
„Ég er ekki reið“ segir Áslaug
þegar hún er spurð út í ástandið.
„Ég hef engu að tapa því ég á ekki
neitt, nema fjölskyldu mína sem
ég er mjög glöð að eiga og vinafólk
mitt.“ Ólíkt mörgum sem leita á
náðir Fjölskylduhjálparinnar seg-
ist Áslaug ekki upplifa skömm fyrir
að leita sér aðstoðar. „Ég skamm-
ast mín ekki fyrir að leita á náðir
Fjölskylduhjálpar því ég þarf á því
að halda. Ef ég á ekki peninga kem
ég hingað. Og ég kem ekki hingað
nema í brýnustu neyð og ég kem
oft. Ég skammast mín ekki fyrir að
segja það því þjóðfélagið er að fara
niður í núll og nix,“ segir Áslaug og
bætir við að á þeim tíma sem hún
hafi leitað til Fjölskylduhjálpar hafi
hún tekið eftir óþægilegri þróun.
„Ég hef séð marga sem koma hing-
að sem hafa ekki drukkið, en eru
farnir að drekka. Fólk er farið að
drekka sig frá ástandinu. Sjálf drekk
ég ekki en neyðin er orðin mikil og
er að verða verri eftir því sem líður á
dagana núna.“ mikael@dv.is
Áslaug Jónsdóttir
„við getum ekkert
gefið nema bros“
Hefur engu að tapa Áslaug
Jónsdóttir leigir húsnæði í grindavík
ásamt 84 ára lamaðri móður sinni. Hún
segir að hún væri sveltandi á götunni
ef ekki væri fyrir fjölskylduhjálp.
Mynd Gunnar GunnarSSon
„Þetta er alls konar fólk sem hingað leitar,
eldri borgarar, öryrkjar, útlendingar og allt
þar á milli. Neyðin er mikil hjá fólki og það veit
ekkert um sína framtíð. Óvissan í þjóðfélaginu
er gríðarleg og þetta fólk má ekki við því.“
Þar sem neyðin er stærst
fjölmenni var fyrir utan
fjölskylduhjálp Íslands í gær.
fimmtudagur 30. október 2008 3
Fréttir
I,
Kvöldmaturinn klár Hermann
ragnarsson er einn af mörgum
sem glaðir gefa vinnu sína hjá
fjölskylduhjálp. Hér sýnir hann
kvöldmatinn. kartöflur og lifur.
Þröngt á þingi fólk bíður eftir
úthlutun, hundruð einstaklinga
og fjölskyldna leita á náðir
fjölskylduhjálpar í hverri viku.
Myndir Gunnar Gunnarsson
Pálmi Haraldsson
ursula Bresemann
KjafTShÖGG PálMa
Viðskiptamaðurinn Pálmi Har-
aldsson tapaði að öllum líkindum
tugum milljarða með gjaldþroti
Sterlings. Fregnir af gjaldþrotinu
bárust aðfaranótt miðvikudags
þrátt fyrir að Pálmi hefði aðeins
tveimur vikum áður neitað sögu-
sögnum af því. Talið er að hundr-
uð ef ekki þúsundir ferðlanga
séu strandaglópar um víða ver-
öld vegna gjaldþrotsins. Önnur
flugfélög reyndu að leggja hönd
á plóg í gær og koma þeim heim.
Formaður starfsmannafélags
Sterlings, sem DV ræddi við, sagði
að starfsmenn hefðu fengið smá-
skilaboð um nóttina þess eðlis að
fara ekki til vinnu né klæðast ein-
kennisbúningum Sterlings. Það
var gert til þess að tryggja öryggi
þeirra gagnvart fyrirsjáanlegri
reiði ferðalanga.
Fallhlífarlausir starfsmenn
„Við erum vön erfiðleikum, en
við höfum aldrei séð annað eins,“
segir Ursula Bresemann, formað-
ur starfsmannafélags flugliða
Sterlings sem er í eigu Pálma Har-
aldssonar auk Jóhannesar Krist-
inssonar. Alls eru ellefu hundr-
uð störf í uppnámi eftir að félag
Fons og Sunds, Northern Travel
Holding, óskaði eftir gjaldþroti
Sterlings í fyrrinótt. Ursula sagði
að starfsmenn væru í miklu upp-
námi, það væri hins vegar von
handan við hornið, þótt þeim hafi
verið næstum kastað falllhlífar-
lausum út úr flugvélinni. Fréttir
bárust í gær um að norska flug-
félagið Norwegian væri tilbúið að
kaupa hluta af Sterling, þar með
bjarga hluta af starfsfólkinu. Talið
er að ábyrgðarsjóður launa í Dan-
mörku muni borga laun starfs-
manna þótt það verði hugsanlega
ekki nú um mánaðamótin.
neitaði gjaldþroti
Fyrir tveimur vikum birtist frétt
í Jótlandspóstinum þar sem Pálmi
sagði allt í lukkunnar velstandi hjá
Sterling. Félagið skuldaði engum
nema honum. Það eina sem þeir
þyrftu að kaupa væri aðföng og
því væri framtíðin björt þrátt fyr-
ir gríðarlega erfitt árferði hér á Ís-
landi. Síðast birtist frétt í Markaði
Fréttablaðsins sama dag og gjald-
þrot félagsins var kunngert. Þar
var því haldið fram að bindandi
kauptilboð væri komið í Sterling.
Það reyndist ekki rétt, félagið fór
snögglega í gjaldþrot þannig að
það hefur bein áhrif á þúsundir
ferðalanga víðs vegar um heim-
inn. Nokkur flugfélög unnu að því
í gær að koma strandaglópum aft-
ur heim.
Hringekja sterlings
Tilurð þess að Sterling var í
eigu Fons, félags Pálma, er ævin-
týri líkust. Í mars árið 2005 keypti
Fons flugfélagið fyrir fimm millj-
arða króna. Það var svo í júní
sama ár sem Fons yfirtók flugfé-
lagið Maersk og var það sameinað
Sterling. FL Group tók svo Sterl-
ing yfir í árslok 2006 og greiddi
fyrir það 15 milljarða króna.
En þá var hringekjunni ekki
lokið. Um síðustu áramót seldi FL
Group Sterling til Northern Travel
Holding, sem er í eigu Fons, fyr-
ir 20 milljarða króna. Í rauninni
seldi Pálmi á fimm milljarða og
keypti að lokum aftur á 20 millj-
arða. Að auki lagði hann félaginu
til marga milljarða króna til að
reyna að snúa taprekstri félags-
ins við.
Óhjákvæmileg brotlending
„Ég er búinn að kaupa 450
milljónir danskar krónur á síð-
ustu sextíu dögum. Fyrir ári hefði
það kostað mig um fimm millj-
arða en núna kostar það níu millj-
arða. Það segir sig sjálft að slíkt
er erfitt,“ sagði Pálmi í viðtali við
Vísir.is í gær um þær björgunar-
tilraunir sem höfðu verið reyndar
undanfarið. En allt kom fyrir ekki,
brotlending var óhjákvæmileg.
Flugfélagið þurfti að staðgreiða öll
aðföng eins og eldsneyti og fleira
sem varð félaginu ofviða. Sjálfur
telur Pálmi að ástæðan sé hrein-
lega sú að íslenskir viðskipta-
menn séu rúnir trausti vegna
efnahagshrunsins hér á landi.
„Þetta eru mestu vonbrigð-
in á viðskiptaferli mínum,“ sagði
Pálmi í viðtali við Vísir.is í gær.
Hann svaraði ekki símhringing-
um blaðamanns DV.
reiðir starfsmenn
Mikil óvissa myndaðist um far-
þega á vegum Sterling í gær auk
þess sem starfsmenn biðu í mik-
illi óvissu. Ursula telur að íslensku
auðmennirnir muni hverfa frá
Danmörku og skilja starfsfólkið
eftir án aðstoðar.
„Það er mikil reiði hjá starfs-
mönnunum,“ sagði Ursula í við-
tali við DV. Hún sagði að send
hefðu verið út smáskilaboð á alla
starfsmenn Sterling og þeim sagt
að mæta ekki til vinnu og sleppa
því að vera í einkennisbúning-
um. Það hafi verið gert til þess
að tryggja öryggi þeirra gagnvart
reiðum ferðalöngum.
Þegar DV ræddi við sérfróða
menn um stöðu Pálma í viðskipta-
lífinu var sagt að gjaldþrot Sterl-
ings væri risakjaftshögg á Pálma.
Aftur á móti væri óvíst hvað verð-
ur um Iceland Express en Matthí-
as Imsland sagði félagið í góðum
málum í fjölmiðlum í gær. Einnig
á Pálmi sænsku ferðaskrifstofuna
Ticket og meirihluta í breska flug-
félaginu Astreus.
valur Grettisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
„Þetta eru mestu
vonbrigðin á
viðskiptaferli
mínum.“
Hringekja
Sterling
2005 fons kaupir félagið á 5
milljarða króna
2005 fL group kaupir félagið á 15
milljarða króna
2006 Northern travel Holding
kaupir félagið á 20 milljarða
króna
2008 fons eignast Northern travel
Holding í heild sinni
2008 Sterling fer á hausinn
Pálmi Haraldsson Pálmi í
fons er einn af fjölmörgum
föllnum auðkýfingum sem
hafa farið halloka í kreppunni.
sterling Störf ellefu hundruð manns eru í uppnámi
vegna gjaldþrots Sterlings auk þess sem þúsundir
ferðalanga eru strandaglópar víðs vegar um heiminn.
Óttast að allt klárist anna
auðunsdóttir gefur vinnu sína í
eskihlíðinni. Hún þurfti að stilla til
friðar í dag og segir að margir óttist
að allt klárist áður en að þeim kemur.
ErlA hlynSdóttir oG
Jón bJArki MAGnúSSon
blaðamenn skrifa: erla@dv.is og jonbjarki@dv.is