Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Side 3
þriðjudagur 25. nóvember 2008 3Fréttir
stoðarmaður Bjarna Harðarsonar,
fyrrverandi þingmanns Framsókn-
arflokksins. Ármann fær greiddan
þriggja mánaða uppsagnarfrest og er
á laun um til 1. mars.
Núna eru 19 þingmenn með að-
stoðarmenn sem Alþingi greiðir
laun. Þar til viðbótar koma laun Ár-
manns Inga. Tveir formenn stjórn-
málaflokka stjórnarandstöðunnar
hafa aðstoðarmenn en einnig fær
fyrrverandi aðstoðarmaður Guðna
Ágústssonar greidd laun.
Þrír aðstoðarmenn formanna
stjórnmálaflokka fá því mánaðarlega
samtals greiddar 1.686.060 krónur
frá Alþingi. Tuttugu aðstoðarmenn
þingmanna fá samtals 2.810.100
krónur greidd- ar mán-
aðarlega. Alls
greiðir Al-
þingi laun að upphæð 4.496.160
krónur á mánuði til aðstoðarmanna
samkvæmt því frumvarpi sem sam-
þykkt var í mars.
Yfir árið eru þetta tæpar 54 millj-
ónir í launakostnað.
Þegar bætt er við rekstrarkostnaði
að upphæð 420 þúsund yfir árið og
fimm þúsund króna styrk vegna far-
símanotkunar fyrir tuttugu og einn
aðstoðarmann sem er starfandi, eru
þetta alls tæpar 63 milljónir yfir árið.
Þurfa ekki starfslýsingu
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akra-
nessbæjar, var þingmaður Vestur-
landskjördæmis árin 1993 til 2003.
„Mér finnst full ástæða
til að þingmenn í
stóru kjördæm-
unum hafi að-
stoðarmenn í
hlutastarfi.,“
segir hann.
Gísli
er þó ekki
jafnhlynnt-
ur gildandi
launakjör-
um aðstoð-
armanna og
þá sér í lagi launum aðstoðarmanna
flokksformanna. „Ég hef ákveðnar
efasemdir um þann þátt. Mér finnst
vel í lagt að vera með aðstoðarmann
á fullu þingfararkaupi,“ segir hann.
DV hafði samband við alla starf-
andi aðstoðarmenn þingmanna. Tólf
þeirra svöruðu spurningum DV sem
þýðir að tæpur helmingur þeirra sá
sér ekki fært að svara spurningum
blaðamanns um starfið sem þeir
sinna á launum frá skattgreiðendum.
Aðstoðarmennirnir voru spurðir
í hverju starfið felist. Lýsingar flestra
eru áþekkar. Þeir segjast skipuleggja
fundi, afla upplýsinga fyrir þing-
manninn, ferðast um kjördæmið,
eiga samskipti við fólk í kjördæminu.
Engum þeirra fannst skorta á starfs-
lýsingu vegna þess hversu margþætt
og síbreytilegt starfið er.
Gert er ráð fyrir að aðstoðarmenn
þingmanna sinni starfinu að jafnaði
í þrettán klukkustundir vikulega en
margir segjast vinna mun meira en
það. Aðstoðarmenn flokksformanna
eru í fullu starfi.
DV lagði fram fyrirspurn á skrif-
stofu Alþingis um heildarkostnað við
aðstoðarmenn þingmanna en fékk
þau svör að kostnaðurinn hefði ekki
verið tekinn saman.
Laun Og HLunnindi aðSTOðarmanna
Laun aðstoðarmanns formanns þingflokks, fullt þingfararkaup: 562.020 krónur
Laun aðstoðarmanns þingmanns, 25 prósent af þingfararkaupi: 140.505 krónur
auk fastra launa fá aðstoðarmenn:
– Styrk vegna farsímakostnaðar. 60 þúsund krónur á ári sem jafngildir 5 þúsund
krónum mánaðarlega.
– greiðslu fyrir útlögðum rekstrarkostnaði: Hámark 420 þúsund krónur á ári sem
jafngildir 35 þúsund krónum mánaðarlega.
– greiðslu fyrir ferðakostnaði, að hámarki sem samsvarar 6 þúsund kílómetrum
á ári samkvæmt akstursbók. endurgreiðsluna má nýta að hluta til flug- eða
ferjuferða.
aðstoðarmaður fær endurgreiddan kostnað við kaup á farsíma þegar hann
hefur störf: Hámark 25.000 krónur
aðstoðarmaður fær fartölvu að láni frá alþingi ef hann óskar. aðstoðarmaður
formanns velur hvort hann hefur borðtölvu eða fartölvu á skrifstofu sinni.
Hundruð leita aðstoðar Í dag
leita 250 manns hjálpar á
hverjum miðvikudegi. viðbúið
er að þeim eigi eftir að fjölga.
Mynd Gunnar Gunnarsson
aðstoðarmaður Þingmaður svöruðu
anna blöndal Kristján þór júlíusson x
Árni rúnar þorvaldsson Lúðvík bergvinsson x
einar þór bárðarson Kjartan ólafsson
eydís aðalbjörnsdóttir Herdís þórðardóttir x
Finnur ulf dellsén Steingrímur j. Sigfússon x
guðrún vala elísdóttir guðbjartur Hannesson
guðrún maría óskarsdóttir grétar mar jónsson x
gunnar ragnar jónsson arnbjörg Sveinsdóttir x
gunnar bragi Sveinsson magnús Stefánsson
Halldór Leví björnsson björk guðjónsdóttir
Hallveig björk Höskuldsdóttir valgerður Sverrisdóttir
Hlédís Sveinsdóttir Karl v. matthíasson x
Huginn Freyr þorsteinsson þuríður backman
Kristín Ágústsdóttir ólöf nordal x
magnús þór Hafsteinsson guðjón a. Kristjánsson x
mínerva björg Sverrisdóttir Höskuldur þórhallsson
ragnheiður eiríksdóttir atli gíslason
Sigríður Finsen Sturla böðvarsson x
Stefán bogi Sveinsson birkir j. jónsson x
Telma magnúsdóttir jón bjarnason
Örlygur Hnefill Örlygsson einar már Sigurðarson x
ÞINGMENN FÁ MEIRI AÐSTOÐ EN HUNGRAÐIR
Aðstoðarmenn þingmanna fá 63 milljónir, aðrir þurfa minna:
Þetta kostar að bjarga þeim
Á móti jón magnússon var eini
þingmaðurinn sem greiddi atkvæði
gegn frumvarpi um aðstoðarmenn
þingmanna. þingflokkur vinstri-grænna
sat hjá auk marðar Árnasonar.
Þurfa aðstoð gísli S. einarsson er
fyrrverandi þingmaður og telur þörf á
aðstoðarmönnum í stærri kjördæmum.
Honum finnst laun aðstoðarmanna
þingflokksformanna þó heldur há.
Fleiri leita aðstoðar Ásgerður
jóna Flosadóttir óttast að fleiri eigi
eftir að þurfa á aðstoð að halda
vegna efnahagskreppunnar.
7 milljónir
Ella dís
ragna erlendsdóttir,
móðir tveggja ára veikrar
stúlku, þurfti að berjast
fyrir 7 milljónum króna
til að borga tilraun til
lífsbjargar dóttur hennar. 21 milljón
Verndaður
vinnustaður
reka mætti þrjá
verndaða vinnustaði
fyrir öryrkja, eins og
þann sem Öryrkja-
bandalagið rekur.
15 milljónir
Þjónusta við geðfatlaða
aðstoðarmenn kosta fjórfalt meira en
framlög ríkisins eru til Klúbbsins
geysis, sem sinnir þjónustu við
geðfatlaða.
57 milljónir
Eftirlaun fyrir aldraða
ríkið borgar minna í eftirlauna-
sjóð aldraðra en aðstoðarmenn
þingmanna fá í laun.
66 milljónir
Heilsugæsla
Halda mætti óskertri
þjónustu hjá Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja í
fjóra mánuði, en nú á
að skera niður þar.