Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2008, Síða 10
þriðjudagur 25. nóvember 200810 Neytendur
Dísilolía
el
d
sn
ey
t
i Gullinbrú verð á lítra 154,5 kr. verð á lítra 182,4 kr.
Skeifunni verð á lítra 148,2 kr. verð á lítra 175,9 kr.
Skógarhlíð verð á lítra 149,5 kr. verð á lítra 179,6 kr.
bensín
Dalvegi verð á lítra 145,9 kr. verð á lítra 173,6 kr.
Fjarðarkaupum verð á lítra 142,5 kr. verð á lítra 170,3 kr.
Fellsmúla verð á lítra 153,2 kr. verð á lítra 181,9 kr.
Skógarseli verð á lítra 153,2 kr. verð á lítra 180,9 kr.
umsjón: baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
Kostnaður við jarðarfarir nemur að lágmarki um 400 þúsund krónum en íburðarmikl-
ar blómaskreytingar og tónlistaratriði geta hæglega aukið þann kostnað upp í hálfa
milljón. Útfararstjórinn Rúnar Geirmundsson segir aðstandendur látinna oftar biðja
um greiðsludreifingu nú en áður. Stórum erfidrykkjum fer fækkandi.
Kreppan Kemur
við syrgjendur
„Já við finnum fyrir kreppunni. Fólk
biður frekar um greiðsludreifingu nú
en áður auk þess sem aðstandendur
leitast í auknum mæli við að draga úr
kostnaði vegna tónlistar í útförinni,“
segir Rúnar Geirmundsson, formaður
Félags íslenskra útfararstjóra, spurður
hvort áhrifa efnahagsástandsins verði
vart á þeirra starfsvettvangi.
Rúnar segir augljóst að þrengra sé
um budduna en áður. „Fólk er farið að
biðja um kvartett í stað kórs eða jafn-
vel bara einsöngvara. Það er ódýrara
en að hafa kór. Þá er fólk einnig farið
að átta sig á því að hefðbundin erfi-
drykkja getur verið mjög kostnaðar-
söm,“ segir hann.
Kórinn dýrastur
Kostnaður vegna útfarar hleypur á
hundruð þúsundum króna. Sam-
kvæmt heimasíðu Útfararstofu Kirkju-
garðanna nemur kostnaðurinn rétt
liðlega 400 þúsund krónum.
Stærstu kostnaðarliðirnir eru sjálf
kistan, sem kostar að lágmarki um 120
þúsund krónur, útfararþjónusta, um
80 þúsund auk þess sem sex manna
kór kostar um 60 þúsund. Þess utan
þarf að greiða kostnað vegna kistu-
skreytingar, líkklæða, sængur, kodda
og blæju, sálmaskrár, kross á leiði,
skiltis á kross, organista, umsjónar-
gjalds, Stefgjalds og blómaskreytinga.
Presturinn fær ákveðna upphæð fyrir
þjónustuna en aðstandendur borga
hana ekki.
Rúnar segir helsta óvissuþáttinn
vera kostnað við tónlist í athöfninni.
„Hver söngvari fær um tíu þúsund
fyrir sönginn en algeng stærð af kór er
tíu manns. Einleikarar og söngvarar
taka um 35 þúsund krónur auk þess
sem taxtinn hjá organistanum hækk-
ar ef um slíkt er að ræða. Þá skiptir
einnig máli hvort organistinn spili við
kistulagningu,“ segir hann.
n Par hafði samband og
vildi lasta santa maria á
laugarvegi. þau
pöntuðu sér meðal
annars tortillur með
kjúklingi. þau sögðu að
kjúklingurinn hafi verið
bæði slepjulegur og
bragðvondur auk þess að vera
eins og mauk. verðið var vissulega
mjög lágt, undir 1000 krónum á rétt,
en maturinn
olli þeim
vonbrigðum.
n ungur maður hringdi og lýsti yfir
ánægju sinni með þjónustuna á Hróa
hetti. Hann pantaði og sótti 12
tommu pitsu. þegar hann
mætti á svæðið fékk hann hins
vegar stóra pitsu í hendurnar
og var sagt að þetta væri bara
svona þennan dag. afgreiðslu-
maðurinn brosti sínu
blíðasta og það gerði
ungi maðurinn líka.
Mikill Sykur í
MorGunkorni
Neytendablaðið birtir í nýjasta
hefti sínu niðurstöður rannsókna
á sykurinnihaldi í morgunkorni. Í
100 grömmum af Lucky Charms
eru 40,7 g af sykri. Litlu minna af
sykri er í Cocoa Puffs en í hverj-
um 100 g eru 40,5 g. Í Guldkorn
eru 35 g, í Coco Pops eru 34 g,
Honey Nut Cheerios 33,9 g og í
Weetos eru 23,5 grömm. Í All-
Bran og Special K eru 17 grömm
af sykri í hverjum 100 g. Solgryn
hefur aðeins 1g, Weetabix 4,4,
og Cheerios 4,5, svo eitthvað sé
nefnt.
SpariSjóðir
lækka vexti
Í gær var sagt frá því að Lands-
bankinn hefði lægstu vextina
fyrir námsmenn en sparisjóðirnir
hæstu. Á föstudaginn gáfu flestir
bankar út nýjar vaxtatöflur. Þar
lækkuðu sparisjóðirnir, Spron
og Byr, vexti af yfirdráttarlánum
vegna námsmanna sem fá lán hjá
LÍN. Spron lækkaði vexti úr 19,25
í 17,50 prósent og Byr úr 18,90
í 17,40 prósent. Landsbankinn,
Glitnir og Kaupþing hafa eftir
sem áður óbreytta yfirdráttarvexti
handa námsmönnum hjá LÍN.
Landsbankinn býður enn lægst,
16,25 prósent.
Líkkistuverðið hækkar
Rúnar segir að vegna gengishruns
krónunnar hafi líkkistur nærri tvö-
faldast í innkaupsverði á hálfu ári.
„Hér hefur verð á kistum verið í takt
við önnur lönd í Evrópu. Þær kosta
um 1000 evrur sem fyrir ári var um
90 þúsund krónur. Núna kostar hún
nærri 170 þúsund krónur,“ segir
Rúnar en bætir við að útfararþjón-
usturnar hafi ekki hækkað verðið á
kistunum sem því nemur. „Hjá okk-
ur kostar kistan með öllu, það er
sæng, kodda og blæju, um 140 þús-
und krónur. Við höfum tekið á okk-
ur hækkunina að mestu leyti,“ segir
Rúnar sem starfar sem útfararstjóri
við Útfararþjónustuna ehf.
Rúnar segir að verð á líkkistum
sé ekki jafnmismunandi og menn
gætu haldið. Í 90 prósent tilvika
verði hefðbundin hvít kista fyrir
valinu. „Við getum ekki boðið upp
á mikla breidd. Árið 2004 voru nýj-
ar Evrópureglur um kistustaðla
samþykktar. Það mega aðeins vera
ákveðið margir naglar í kistunni,
á henni mega ekki vera járnhank-
ar, auk þess sem skraut úr plasti er
ekki leyft. Það gildir einu hvort kist-
an verður síðar grafin í jörðu eða
brennd í líkbrennsluofni,“ segir
hann og bætir því við að þegar um
bálför er að ræða verði eldmatur að
vera til staðar. Þess vegna verði kist-
urnar að vera úr timbri.
Lítið svigrúm til lækkana
Rúnar segir verðsamkeppni ekki
mikla í útfarargeiranum. Það sé vegna
þess að flestir kostnaðarliðir séu að-
keyptir og svigrúm til lækkana því lít-
ið. Hann segir að Útfararstofa Kirkju-
garðanna, sem annast útfarir um
helmings þeirra sem falla frá á höf-
uðborgarsvæðinu, hafi verið leiðandi
hvað verð snertir. Hinar fjórar útfar-
arstofurnar hafi yfirleitt heldur lægri
verðskrá, þótt litlu muni.
Rúnar segir litlu sem engu muna
á verðinu eftir því hvort um hefð-
bundna jarðarför sé að ræða, eða
bálför, þar sem líkið er brennt.
„Þetta er sama ferlið. Við flytjum
hinn látna af dánarstað og í lík-
hús þar sem honum er komið fyrir
í kæli. Það er yfirleitt gert innan sex
klukkutíma frá andláti. Því næst er
haft samband við prest sem ákveð-
ur hvenær kistulagning og jarðar-
för fara fram,“ segir Rúnar en bætir
því við að núorðið taki ferlið yfirleitt
ekki nema viku. Áður hafi það tek-
ið allt að tveimur vikum en vegna
breytinga á þjóðfélaginu, til dæm-
is dreifðari búsetu ættingja, hafi sá
tími styst nokkuð.
Útfararþjónustan sér svo um að
koma hinum látna fyrir í kistunni, í
líkklæðunum, en það er yfirleitt gert
þremur til fimm dögum eftir andlát.
„Síðan kemur að kistulagningunni
þar sem presturinn kemur að, auk
aðstandenda og stundum organista.
Eftir það er kistunni lokað og jarðar-
förin í kirkjunni fer eins fram, hvort
sem um bálför eða hefðbundna
greftrun er að ræða,“ segir hann.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Líkkistur hækka í verði
vegna hruns krónunn-
ar rúnar geirmundsson
útfararstjóri segir fleiri
biðja um greiðsludreif-
ingu nú en áður.
„Rúnar segir að vegna
gengishruns krónunnar
hafi líkkistur nærri
tvöfaldast í innkaups-
verði á hálfu ári.“
Blómaskreytingar geta verið
dýrar Fjögur til fimm hundruð
þúsund kostar að jarða hinn látna.
verðSkrá ÚtFararStoFu
kirkjuGarðanna
Kista 117.418 Sæng koddi blæja 15.594
líkklæði 7.721
Útfararþjónusta 79.942
Sálmaskrá 150 stk. 34.022
Kross á leiði 9.450
Skilti á kross 6.468
Kistuskreyting 24.000 **
Blóm á altari 7.000
Kór við útför (6 manna) 60.598 ***
Organisti við útför 13.852 ****
Kirkjuvörður 3.000
Umsjónargjald 10.845
Stefgjald 3.722
SamtalS 393.632
* algengasta gerðin.
** Fer eFtir umFangi skreytinga.
*** tíu þúsund á Hvern meðlim kórsins.
meira Fyrir einsöngvara.
**** kostar meira eF Hann sPilar við kistulagningu.