Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Blaðsíða 2
þriðjudagur 30. desember 20082 Fréttir Sandkorn n Valgerður Sverrisdóttir, for- maður Framsóknarflokksins, er komin með nýjan aðstoðar- mann. Sem kunnugt er mega þingmenn af landsbyggðinni ráða sér aðstoðarmann í 30 prósenta starf og það gerði Valgerður samvisku- samlega. Formenn stjórnmála- flokka geta hins veg- ar ráðið sér aðstoðarmenn í fullt starf og því var breytinga þörf hjá Valgerði þó ekki verði hún formaður nema fram yfir flokksþing Framsóknarflokks- ins í næsta mánuði. Því varð úr að gamli aðstoðarmaðurinn vék, enda í fullu starfi í álverinu á Reyðarfirði – á tólf tíma vökt- um í senn – og nýr leit dagsins ljós þó ekki hafi það farið hátt. n Nýr aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur er Pétur Gunn- arsson. Hann er þaulreyndur í fjölmiðlum enda hefur hann verið fréttastjóri á Fréttablað- inu og Við- skiptablað- inu auk þess sem hann var fyrsti ritstjórinn á Eyjan.is. Pétur er ekki ókunnugur stjórnmálun- um því hann vann hjá Fram- sóknarflokknum um það leyti sem Halldór Ásgrímsson, þá- verandi formaður flokksins, var forsætisráðherra. Þá var Pétur skrifstofustjóri en nú er hann orðinn aðstoðarmaður flokks- formanns. Starfið er þó ekki til langframa hjá Pétri. Hann er ráðinn til eins mánaðar og nokkrum dögum betur og hætt- ir því þegar Valgerður lætur af formennsku í næsta mánuði. n Og talandi um Framsóknar- flokkinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshag- fræðingur hefur legið undir feldi og hugleitt formannsfram- boð. Nú heyrast þær raddir innan úr Framsóknarflokknum að ekki sé þess langt að bíða að Sigmundur Davíð tilkynni um ákvörðun sína. Líklegast er talið að hann geri það öðru hvor- um megin næstu helgar og er staðhæft að Sigmundur tilkynni um framboð sitt til formanns Framsóknarflokksins. Verða þá alla vega fjórir karlmenn í framboði til formanns. Sama hver þeirra vinnur (eða hvort einhver annar frambjóðandi bætist í hópinn og vinni) er ljóst að framsóknarmenn fá sinn fimmta flokksformann á rúm- um tveimur árum. n Staksteinar �orgunblaðsins hafa hrist upp í forsvarsmönn- um A�X.is og Smugan.is. Staksteinahöfundi varð það á að segja að nýir miðl- ar virtust risnir upp í stað þeirra flokksblaða sem dóu drottni sín- um á tíunda áratug síð- ustu aldar og vísaði þar til A�X og Smugunnar. Staksteinahöf- undur fjallaði um hvernig A�X tengdist þeim hluta Sjálfstæð- isflokksins sem væri harðast- ur gegn Evrópusambandinu og Smugan væri fjármögnuð af vinstri-grænum. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á aðstandendum A�X sem vönduðu Ólafi Step- hensen og hans fólki ekki kveðj- urnar auk þess sem Smuguliðar gerðu grín að �orgunblaðinu. „Ég var með fyrirtæki sem varð gjaldþrota árið 2002 og í kjölfarið missti ég íbúðina mína. Þá var ég búinn að vera edrú í fjórtán ár en síðustu mánuði hef ég komið mér aftur í sama farið og ég var í þegar ég var yngri. Allt í allt hef ég verið dópisti í þrjátíu ár en um áramótin ætla ég að breyta því,“ segir Björg- vin. „Ég keypti húsbílinn fyrir fimm eða sex mánuðum. Hérna er ég með ísskáp og eldavél og allt sem ég þarf. Ég hélt að þetta væri gull- náma þegar ég keypti bílinn en hann reyndist vera gildra. Þetta er náttúrulega ekkert líf,“ segir Björg- vin. Einn í heiminum Björgvin hefur komið víða við á lífsleið sinni. Hann ólst upp í Stykkishólmi og vann meðal ann- ars sem sjómaður og hjá borginni um tíma. „Ég var sjómaður í gamla daga og hef komið víða við en það er alltaf best að vera á Íslandi. Það er svo mikið af fallegu og góðu fólki hér og ég er stoltur af því að vera Íslendingur þrátt fyrir lífið sem ég hef lifað. Foreldrar mínir dóu með þriggja vikna millibili árið 2006. Svona er ástin. Það sýndi mér hvers virði ástin er. Ég á fimm systkini sem tilkynntu mér þá að ég væri ekki æskilegur í fjölskyldunni. Það var mjög sárt og mér fannst ég vera einn í heiminum,“ segir Björgvin sem hefur alltaf verið einhleypur og á engin börn. Kann ekki að deyja Björgvin er á örorkubótum en þær fara allar í rítalínfíkn hans og neyð- ist hann til að stela úr verslunum til að ná endum saman. „Ég stel ekki af fólki úti í bæ. Ég fékk mjög gott uppeldi í Stykkishólmi og ég þekki muninn á réttu og röngu. Ör- orkan fer öll í rítalín en ég er samt alltaf í skuld. Ég er alltaf jafnlam- aður. Ég er kominn í þrældóm. Ég er ofvirkur og ég stoppa ekki allan sólarhringinn ef ég fæ ekki rítal- ín. Það deyfir heilaspinnið. Ef ég fæ ekki rítalín þá er eins og það sé þvottavél í hausnum á mér. Ég stel í búðum til að halda lífi því þetta er spurning um að lifa eða deyja og ég kann ekki að deyja. Ég er svo vitlaus.“ Snýr við blaðinu Planið við Kjarvalsstaði er það fjórða sem Björgvin hefur lagt húsbílnum sínum á en hann hefur verið rekinn í burtu af fyrri plönum. Hann kann vel við sig við �iklatún sem hann kall- ar sjálfur stærsta hlandstað Íslands í góðu gríni. „Hérna koma leigubíl- stjórar til að pissa og margir taka sér göngutúra hér með hundana sína,“ segir Björgvin sem hefur tekið fyrir allar heimsóknir upp á síðkastið. „Ég leyfði stundum götustrákum, svokölluðum djönkurum, að sofa hérna svo þeir þyrftu ekki að sofa úti í frostinu. Gamlir félagar mínir hafa brotist hérna inn nokkrum sinnum til að sprauta sig. Núna ætla ég að snúa við blaðinu og loka á þessa félaga mína. Ég er bara svo meðvirkur og á erfitt með að segja nei en stundum hefur fólk gott af því að vera neitað.“ Nýtt ár – nýr maður „Ég er búinn að vera að trappa mig niður í rítalíninu og ætla að finna mér íbúð um áramótin,“ segir Björgvin sem eyddi jólunum í hús- bílnum og leiddist ekki. „Þetta voru með betri jólum. Þau voru mjög róleg. Ég fékk að borða hjá Samhjálp og fékk líka jólaskraut hjá þeim. Ég væri dauður ef ég fengi ekki að borða þar. Gasið kláraðist reyndar og ég hafði ekki efni á gasi til að hita upp húsbílinn en ég er með nóg af sængum,“ segir Björgvin sem horfir björtum aug- um á framtíðina og ætlar að hefja nýtt ár sem nýr maður. lilja KatríN guNNarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is STELUR TIL AÐ HALDA LÍFI Ýmsu vanur björgvin bjó á götunni í fimm ár þegar hann var tvítugur og hefur hann því lifað tímana tvenna.myndir Heiða Björgvin Þorvarðarson býr í húsbíl sem lagt er við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Björgvin er á örorkubótum sem fara allar í fíkniefnaneyslu hans en hann þjáist af ofvirkni og er háður rítalíni. Á nýju ári ætlar Björgvin að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, fá sér íbúð og reyna að lifa venjulegu lífi. tínir dósir björgvin tínir dósir þegar honum leiðist og fann þessa fallegu jólastjörnu á ferðum sínum. Húfuna fékk hann í samhjálp. Fer illa með sig „Ég fékk mér öll tattúin mín á einu ári. Ég er með svo háan sársaukaþröskuld enda búinn að fara illa með mig,“ segir björgvin sem er með víking á bakinu og þrjú tattú á handleggjunum. Myndarlegt bangsasafn björgvin sankar að sér ýmsu á ferðum sínum og á ansi myndarlegt bangsasafn. MyNdir HEiða HElgadóttir „Ég stel í búðum til að halda lífi því þetta er spurning um að lifa eða deyja og ég kann ekki að deyja. Ég er svo vitlaus.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.