Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Síða 6
„Einhverjir kjarasamningar frá ár-
inu sem nú er að líða eru ófrágengn-
ir. Hins vegar er ljóst að í janúar og
febrúar hefst mikil samningahrina
því á fyrri hluta árs eru allir kjara-
samningar meira eða minna laus-
ir. Fyrstu mánuðir ársins einkennast
mjög af umræðu um kjaramál og þá
fléttast inn í það fjármál ríkis og sveit-
arfélaga. Þá kemur til endurskoðunar
og endurnýjunar samninga og margt
stefnir í það að verkalýðshreyfingin
komi sameinuð að borði,“ segir Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB.
Samstaða í verki
„Ég finn mjög fyrir því innan BSRB
og þar sem ég þekki innan verka-
lýðshreyfingarinnar almennt að fólk
vill standa saman og sýna samstöðu
í þeim erfiðleikum sem við stöndum
frammi fyrir sem þjóð. Ég heyri það í
röðum launafólks að það er eindreg-
inn ásetningur að þétta raðirnar. Í
stað þess að menn horfi núna til auk-
inna kjarabóta verður slagurinn um
það að draga sem kostur er úr skaða
kreppunnar og jafna kjörin í land-
inu,“ segir Ögmundur.
Of snemmt að spá
Ögmundur telur of snemmt að spá
hvernig ástandið verði í byrjun árs í
þessari miklu samningahrinu. Sig-
urður Bessason, formaður Efling-
ar, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al-
þýðusambands Íslands, vilja einnig
lítið spá í spilin að svo stöddu.
„Í byrjun árs verður farið í það
að skoða kjarasamninga á almenna
vinnumarkaðinum og heildarsamn-
inga fyrir vinnumarkaðinn. Í þeirri
vinnu munu koma saman heildar-
samtökin á vinnumarkaðinum og at-
vinnurekendamegin hjá ríki, sveitar-
félögum og Samtökum atvinnulífsins.
Þar verður verkefnið að finna hvernig
hægt verður að fara inn í næsta ár í
ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Það er
alltof snemmt að spá því þessi vinna
er öll eftir en einn fundur verður tek-
inn fyrir áramót,“ segir Sigurður sem
vonar að sjálfsögðu að eitthvað skýr-
ist á þessum eina fundi í lok árs.
Stjórnvöld efna ekki loforð
„Það eru engir kjarasamningar inn-
an okkar raða lausir. Nú erum við að
endurskoða kjarasamninga og þeirri
vinnu á að ljúka fyrir 15. febrúar. Það
hefur verið deila milli okkar og
stjórnvalda meðal annars vegna
fjármálafrumvarpsins og það er
óvissa hvernig framhaldið verð-
ur um það. Það er ekkert hægt
að spá á þessari stundu en það
er ljóst að flestallir kjarasamn-
ingar á opinbera sviðinu, sem
snýr að ríkinu, eru lausir í mars.
Á almenna markaðinum losna
samningar 1. mars ef ekki tekst
að framlengja þá þannig að það
er æðimargt undir,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson hjá ASÍ.
„Við vonum að það gerist eitt-
hvað áður en samningar losna. Mað-
ur tryggir ekki eftir á. Stjórnvöld eru
ekki að efna loforð sem gerð
voru við gerð
kjarasamn-
inga í febrúar
þannig að
það er fátt
sem hjálp-
ar okkur í
þessu,“ segir
Gylfi.
þriðjudagur 30. desember 20086 Fréttir
Sandkorn
n Þá munar ekki um það,
verkalýðsforkólfana á Húsavík,
að hafa stór orð um það þegar
þeir eru ánægðir með störf
ráðherranna. Rétt eins og kröf-
ur þeirra hafa stundum verið
háværar
þegar þeir
hafa verið
ósáttir við
framgöngu
stjórnvalda.
Þannig má
lesa frétt á
vef stéttar-
félaganna
í Þingeyjarsýslum um það að
hækkun atvinnuleysisbóta hafi
verið flýtt. Ekki fer á milli mála
að skrifari, hvort sem það er
Aðalsteinn Baldursson eða
einhver samstarfsmaður hans,
er hæstánægður með þessa
ákvörðun. Enda er fyrirsögnin
einfaldlega: „Jóhanna er bara
frábær ráðherra!“
n Annars er af Aðalsteini Bald-
urssyni, formanni Framsýnar-
stéttarfélags, að frétta að hann
fer í kirkju
á gamlárs-
dag þegar
aftansöng-
ur verður
í Húsavík-
urkirkju.
Slíkt væri
kannski
ekki í frá-
sögur færandi en núna lætur
hann sér ekki nægja að hlýða
á messu heldur flytur hann
hugvekju í tilefni dagsins. Svo
er bara að sjá hverju verka-
lýðsforkólfurinn skeleggi spáir
um atburði næsta árs eftir það
gjörningaveður sem lands-
menn hafa gengið í gegnum
síðustu mánuði. Alla vega má
telja víst að hann megi hafa sig
allan við að halda utan um sitt
fólk á ári sem hefur verið spáð
að verði eitt hið versta um ára-
tugaskeið.
n Rannveig Rist, forstjóri Al-
can á Íslandi, hefur ástæðu
til að brosa þessa dagana.
Hún var valin maður ársins í
íslensku at-
vinnulífi af
dómnefnd
tímaritsins
Frjálsrar
verslun-
ar. Að mati
dómnefnd-
arinn-
ar hefur
Rannveig sýnt mikla leiðtoga-
hæfileika og hæfni við rekstur
álversins í Straumsvík auk
þess að eiga farsælan feril að
baki, hafa verið frumkvöðull
á sviði menntunar í stóriðju
og verið í forystu í málefnum
kvenna í atvinnulífinu um
langt skeið.
Lýðræðið er í hættu
Endalok Ameríku
Frí heimsending
http://www.eshop.is/bendill
Pöntunarsímar:
567-9818 / 897-9818
Allir kjarasamningar í landinu eru meira eða minna lausir á fyrstu mánuðum árs-
ins. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, finnur fyrir því að launafólk vilji þétta
raðirnar og sýna samstöðu í þessum miklu erfiðleikum sem þjóðin gengur í gegnum.
Stjórnvöld efna ekki loforð sem gerð voru við gerð kjarasamninga í febrúar sem gerir
verkalýðsfélögunum erfitt um vik.
Allt í lAusu lofti
Mikil óvissa Flestallir kjarasamningar sem heyra undir ríkið
eru lausir í mars og vilja verkalýðsforkólfarnir ekkert spá um
hvernig fer í þeim málum. LJóSMyndari: Sigtryggur ari JóhannSSOn
LiLJa Katrín gunnarSdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
óánægður með stjórnvöld gylfi
arnbjörnsson er ósáttur við stjórnvöld
sem hafa ekki staðið við loforð sín.
Kjörin jöfnuð Ögmundur jónasson
finnur fyrir mikilli samstöðu í landinu
og telur það helsta baráttumálið á
nýju ári að jafna kjörin í landinu.
Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um veikindi ingibjargar Sólrúnar:
Heilsu ingibjargar ekki hrakað
Skúli Helgason, framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar, segir að heilsu
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, ut-
anríkisráðherra og formanns Sam-
fylkingarinnar, hafi ekki hrakað upp
á síðkastið og að henni heilsist vel.
„Heilsa Ingibjargar er góð,“ segir
Skúli.
Þrálátur orðrómur hefur verið
uppi síðustu daga um að heilsu Ingi-
bjargar Sólrúnar hafi hrakað töluvert
en hún gekkst undir tvær aðgerðir í
september og október í haust eftir
að hún hafði greinst með góðkynja
mein í höfði. Ingibjörg veiktist á Alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna
í lok september og þurfti að hætta
þátttöku á þinginu. Í kjölfarið fannst
meinið við læknisrannsókn á sjúkra-
húsi í New York.
„Það hefur ekki komið neitt bak-
slag í bata Ingibjargar og við höfum
ekki fengið neinar neikvæðar frétt-
ir af heilsufari hennar eftir að hún
gekkst undir aðgerðirnar í haust.
Hún gat auðvitað ekki beitt sér að
fullu strax eftir þær en þetta er allt
að þokast í rétta átt hjá henni,“ seg-
ir Skúli og bætir því við að orðróm-
urinn um hrakandi heilsu Ingibjarg-
ar hafi oftsinnis borist sér til eyrna á
síðustu dögum en að hann viti ekki
hvaðan hann spretti og að hann sé
ekki á rökum reistur.
Skúli segir Ingibjörgu vera eins
og aðra landsmenn og að hún mæti
til vinnu á morgnana og sinni sín-
um störfum. Hann segir að þrátt
fyrir veikindin hafi Ingibjörg unnið
rúmlega fullan vinnudag frá því hún
gekkst undir aðgerðirnar tvær en að
veikindin hafi vissulega haft áhrif á
hana. Skúli segir að auðvitað hefði
verið betra fyrir Ingibjörgu að geta
tekið sér frí frá vinnu eftir aðgerð-
irnar tvær en ástandið í þjóðfélaginu
hafi ekki boðið upp á það.
ingi@dv.is
ingibjörg Sólrún gísla-
dóttir Framkvæmdastjóri
samfylkingarinnar segir
orðróminn um að heilsu
utanríkisráðherrans hafi
hrakað ekki á rökum reistan.