Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Page 50
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 200850 Sport Árið 2008 var ólympíuár þar sem nokkrir einstaklingar stálu senunni. Söguleg úrslit voru í Formúlunni og þá reis gamalt stórveldi upp frá dauðum í NBA-körfuboltanum. Á myndunum má sjá smá brot frá íþróttaviðburð- um á erlendri grundu á árinu 2008. Svipmyndir af erlendum vettvangi Magnaðir leikar Ekkert var til sparað við Ólympíuleik- ana sem fram fóru í Peking í Kína í ár. London er vorkunn að þurfa vera með fyrstu Ólympíuleikana á eftir þessum en gífurlegir fjármunir voru lagðir í leikana í ár. Þá vantaði ekki aðstoð almennings en yfir 400.000 sjálfboðaliðar störfuðu við Ólympíuleikana. Heimsmet Yelena Isinbayeva bætti sitt eigið heimsmet á Ólympíuleikun- um en hún hefur verið gjörsamlega ósigrandi í stangarstökki undanfarin ár. Ómannlegur Michael Phelps tókst það ótrúlega og bætti met landa síns Mark Spitz frá Ólympíuleikunum 1972. Phelps vann til hvorki fleiri né færri en átta gullverðlauna. Hann fékk ekki aðeins nafn sitt grafið í stein íþróttasögunnar með því afreki heldur slétta milljón dollara frá íþróttavöruframleiðandanum Speedo. Fljótastur Það hleypur enginn í heiminum hraðar en Usain Bolt og það sást best á Ólympíuleikunum. Bolt dansaði í mark bæði í 100 og 200 metra hlaupi og setti auðveldlega heimsmet í báðum greinum. Hann bætti met Michaels Johnson í 200 metra hlaupi sem enginn hélt að hægt væri að bæta. Yngstur og bestur Lewis Hamilton gat í fyrra orðið fyrsti nýliðinn til að vinna heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1. Honum tókst það ekki þá en hann gerði það í ár og varð um leið yngsti heimsmeistarinn í sögu íþróttarinnar. Hvort hægt verði að sigra hann á næstu árum er góð spurning. Gladdi hjörtu Það eru margir stuðningsmenn Boston Celtics á Íslandi en þetta NBA-stórveldi hefur mátt muna sinn fífil fegurri undanfarna tvo áratugi. Undir forystu Pauls Pierce, Rays Allen og Kevins Garnett vann Celtic NBA-titilinn á nýjan leik. Risarnir meistarar New England Patriots varð annað liðið í sögunni til að vinna alla leiki sína á tímabilinu í NFL-deildinni. Það komst svo alla leið í úrslitaleikinn mjög auðveldlega en þar stóðu New York Giants uppi sem meistararar. Bræðurnir ósigrandi Báðir Klitscho- bræðurnir, Vladimir og Vitali, lögðu beltin sín að veði á árinu. Þeir unnu báðir í sínum bardögum sannfærandi á rothöggi. Svo sannarlega sterkustu bræður í heimi, alla leið frá Úkraínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.