Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2008, Síða 52
ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 200852 Áramót
Almennt um námið
Námið tekur eina önn og veitir
svæðisleiðsöguréttindi. Kennt er þrjú
kvöld í viku frá mánudegi til miðviku-
dags, auk æfingaferða um helgar.
Inntökuskilyrði
Umsækjendur þurfa að hafa lokið
stúdentsprófi eða öðru sambærilegu
námi. Æskilegt er að hafa gott vald á
einu erlendu tungumáli.
Nánari upplýsingar á www.mk.is, í síma: 594 4025 eða á netfanginu: lsk@mk.is
ÆGISSÍÐA
SKERJAFJÖRÐUR
LAUGARÁSVEGUR
SUÐURHLÍÐAR
GEIRSNEF
ÁRTÚNSHOLT FYLKISBRENNA
SUÐURFELL
GUFUNES
VALHÚSARHÆÐ
SJÁVARGRUND
V/SMÁRAHVAMMSVÖLL
ÁSVELLIR
Búast má við fjölmenni á áramótabrennum um allt land á gamlárskvöld. Fjórar stórar brennur eru skipu-
lagðar í Reykjavík auk nokkurra minni brenna. Að mörgu er þó að huga til að allt fari vel fram, segir Árni
Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Hann hvetur fólk til að hafa hlífðargleraugu og
gæta sérlega vel að öryggi barna.
tugir brenna
um land allt
Áramótabrennur eru hluti af hefð
sem hefur skapast hjá mörgum á
áramótunum. Yngstu krakkarnir
hafa sérstaklega gaman af því að fara
á brennur áður en stóru tertunum
og rakettunum er skotið upp á mið-
nætti. Mikið af fólki safnast saman
og horfir á flugeldasýningar og hittir
vini og vandamenn.
Árni Þór Sigmundsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá lög-
reglunni í Reykjavík, segir að fólk
þurfi að fara varlega á brennun-
um. „Fólk þarf að gæta að því að
vera ekki með blys og skotelda
innan um fólk og vera með hlífð-
argleraugu og gæta vel að öryggi
barna og annarra sem þarna eru,“
segir Árni og bendir á að passa
gæludýrin sérstaklega á gamlárs-
kvöld. „Neysla áfengis fer ekki vel
með skoteldum á þessum svæð-
um. Gott er að hafa í huga að passa
gæludýrin vel og ekki fara með þau
á svona staði. Og gæta sín að fara
ekki of nálægt og gæta fyllstu var-
úðar.“ Árni segir að fyrst og fremst
eigi fólk að skemmta sér á brenn-
unum og njóta stundarinnar. „Ég
hvet fólk til að ganga varlega um
gleðinnar dyr og njóta þess að vera
til og skemmta sér vel.“
Stærstu brennurnar í Reykja-
vík verða við Ægisíðu, Geirsnef, Í
Gufunesi vestan Rimahverfis og
við Rauðavatn. Í Reykjanesbæ er
búist við fjölda manns en þar er
brennan haldin í Helguvík. Í Hafn-
arfirði verður brennan á sama stað
og síðustu ár, á Ásvöllum, en það er
íþróttafélagið Haukar sem stendur
fyrir brennunni. Flestar brennurn-
ar byrja upp úr níu og loga eitthvað
fram eftir.
bodi@dv.is