Bridge - 12.12.1957, Blaðsíða 5
BRIDGE
3
Urtökumót Bridgesambandsins
Næstsíðasti hluti þess móts, er
ræður því, hvaða sveit skal spila
fyrir íslands hönd á næsta Evrópu
meistaramóti, sem háð verður í
Oslo í ágúst, er nú lokið með sigri
sveitar Stefáns Guðjohnsen. Með
honum í sveit voru Eggert Ben-
ónýsson, Guðlaugur Guðmundsson
og Jóhann Jóhannsson.
Mót þetta var spilað í Sjómanna
skólanum og í það höfðu 6 sveitir
rétt á þátttöku, en sveit frá Vest
mannaeyjum mætti ekki svo aðeins
5 sveitir spiluðu um réttinn. Mót
þetta fór vel fram, en eitt var
verra, og það svo vont að við svo
búið má ekki sitja lengur, en það
var, að þegar flestir áhorfendur
voru, voru þeir um 15. 15 áhorfend
ur að sjá þann bezta bridge er
ísland getur sýnt? Þetta segir að-
eins að bridgefólk telur það ekki
ómaksins vert að horfa á beztu
bridgespilara íslands í leik.
Ástæðurnar eru víst margar og
er þetta verkefni fyrir forustu-
imennina að leysa, þessi leikur á
að vera fyrir fjöldann, og aðeins
með fjöldanum fáum við góðan
bridge.
Fyrsta kvöldið mættust sveitir
Stefáns og Ólafs Þorsteinssonar, og
sigraði sveit Stefáns með 14 stig-
um.
Þessi leikur var allsæmilega
spilaður og sýni ég eitt spil þar
sem Jóhann stal lit. Hann var með
þessi spil og sat í Suður.
Norður gaf.
xx
X
Kxx
Áxxxxxx
Norður Austur Suður Vestur
14 Dobl IV pass
1* Dobl 2* pass
pass pass
Vestur var með 6 hjörtu
missti af strætisvagninum. Hinn
leikurinn var milli Einars Þor-
finnssonar og Óla Arnar, Akranesi.
í hálfleik var Óli 12 punta yfir,
en á síðasta spili dobluðu þeir
stubb í game, og þegar hann
vannst, sýndi það sig að á þessu
spili hafði leikurinn tapast með 6
stigum.
f annari umferð mættust Óli og
Ólafur og varð sá leikur jafntefli
44:44. Þetta var bezti leikurinn
sem sveit Ólafs sýndi í mótinu, þó
ekki nægði til vinnings, enda spil
uðu Skagamenn vel. Hinn leikur
inn var á milli Jóns Björnssonar
og Stefáns og urðu úrslit óvænt
þar sem sveit Jóns sigraði verð-
skuldað.
Hér er eitt atriði úr leiknum.