Bridge - 12.12.1957, Side 19
BRIDGE
17
réttinn til að vera fulltrúar lands
síns. Hafa þá sveitirnar ýmist ver
ið skipaðar fjórum eða sex mönn
um. Hafi verið fjögra manna sveit
ir, þá hefir ýmist verið farin sú
leið að velja þriðja parið eða að
parakeppni hefir ráðið parinu.
Bridgesamband íslands hefir
ekki, að því er ég bezt veit, haft
fastar reglur fyrir vali á landsliði.
Stundum hefir verið valið (1948
og 1951), einu sinni var keppt um
réttinn í sveitum, en sveitarforing
inn. sem sigraði, átti einn að ráða
liðinu. Það var árið 1949. Árið
1950 var valið, en leyft að skora
á það lið, án þess þó að réttur til
utanfarar fylgdi sigri. Árin 1952
1956 og 1957 var keppt í sveitum
um réttinn.
Ókosturinn við þá aðferð, að láta
sveitakeppni ráða, er sá, að mjög
ósennilegt er, að nokkur ein sveit
sé skipuð okkar sex beztu bridge
spilurum. Auk þess er alls ekki
víst, að hún mundi sigra einmitt
í keppni um þátttökurétt í EM.
Um þetta eru allir sammála.
Hin leiðin, að fela nefnd að
velja allt liðið, hefir tvo ókosti.
Annar er sá, að slíkar nefndir
verða alltaf sakaðar um hlut-
drægni og þá e. t. v. stundum með
nokkrum rétti. Hinn ókosturinn
er sá, að aðeins beztu spilararnir
eru dómbærir um það, hverjir eru
beztir og hæfastir, en nefndin get
ur eðlilega ekki verið skipuð mönn
um, sem koma til greina í liðið.
Allir munu sammála um það, að
lélegur spilamaður er alls ekki
dómbær um það, hverjir eru góðir
spilamenn og hverjir ekki. Hins
vegar fer meðalspilari miklu nær
um það. En beztu spilararnir ættu
a. m. k. að hafa bezta aðstöðu til
að dæma um slíkt. Af þessu leiðir
að heppilegasta leiðin til að velja
landslið er sú, að láta snjöllustu
ispilarana velja liðið. Á þessum for
sendum bar hinn frægi Breti, Ter-
ence Reese, fram tillögu sína um
það, hvernig velja ætti landslið,
en hún er þannig:
Þriggja manna nefnd, skipuð við
urkenndum spilurum, velur einn
mann, sem nefndin telur sjálfsagð
an í landslið. Þessi maður velur
siðan annan mann, sem hann tel
ur að eigi að vera í landsliðinu.
Um þetta hefir hann a'lveg frjáls
ar hendur. Síðan velja þessir tveir
menn þriðja mann sveitarinnar.
Þessir þrír menn velja síðan fjórða
meðlim sveitarinnar og síðan koll
af kolli, þar til sveitin er fullskip
uð.
Enda þótt segja megi, að aðferð
þessi sé ekki með öllu gallalaus,
þá hygg ég samt, að þessi aðferð
sé einna bezt, ef það sjónarmið er
haft í huga, að ná saman sem
sterkastri sveit. En það er mín skoð
un, að einmitt þetta sjónarmið
verði að ráða fyrst og fremst.
Ég hygg að næsta sambands-
þing bridgefélaganna ætti að taka
mál þetta til rækilegrar ahugun-
ar og endurskoðunar, því að öll
um er ljóst, að við erum þegar
komnir út í ógöngur í þessum mál
um. Það er ekki við neinn sérstak
an um að sakast, því að við eigum
allir nokkra sök á hvernig komið
er.
Það er krafa allra íslenzkra
bridgespilara, að næsta sambands
þing setji sanngjarnar og haldgóð
ar reglur um það, hvernig landslið
íslendinga í bridge skuli valið í
framtíðinni.