Bridge - 12.12.1957, Side 17
BRIDGE
15
Tvímenningskeppni meistaraflokks B.R.
Tvímenningskeppni meistarafl.
Bridgefélags Reykjavíkur lauk
fyrst í nóvember. Spilaðar voru að
venju fimm umíerðir, í tveimur
16 para riðlum. Efstu pörin lentu
ekki saman fyrr en í síðustu um-
ferð, og varð það til þess, að
fjögur pör komust nokkuð á undan
i fyrstu umferðunum. Mótið gekk
mjög vel, undir ágætri stjórn Vil
hjálms Sigurðssonar.
Eftir fyrstu umferðina höfðu
Guðlaugur Guðmundsson og Krist
ján Kristjánsson bezta skor — 283
— en meðalskor var 210, svo hér
var um óvenjuháa skor að ræða.
Næstir voru Asmundur Pálsson og
Jóhann Jónsson með 275 og þriðju
Agnar Jörgensson og Ólafur Hauk
ur Ólafsson með 262. f 2. umferð
náðu Einar Þorfinnsson og Lárus
Karlsson langbeztri skor og færð
ust í efsta sætið úr sjötta. Jafn
framt var það bezta skorin, sem
náðist í keppninni eða 288. Einar
og Lárus voru með eftir þessar
tvær umferðir 534, næstir voru
Guðlaugur og Kristján með 516.
Ásmundur og Jóhann með 513 og
Agnar og Ólafur með 505. Næstu
pör komu langt á eftir.
í þriðju umferðinni sóttist Guð
'laugi og Kristjáni bezt og náðu
aftur fyrsta sætinu með 784, Ein
ar og Lárus fylgdu fast á eftir með
778, Ásmundur og Jóhann voru
með 752 og Ólafur og Agnar 741,
fjörutíu stigum á undan næsta
pari. f fjórðu umferð náðu Einar
og Lárus efsta sætinu á ný með
1027 og höfðu nú nokkurt forskot
á næsta par, en þeir Agnar og Ó1
afur voru nú komnir í annað sæti
með 981, Ásmundur og Jóhann
voru þriðju með 978 og Guðlaugur
og Kristján féllu niður í fjórða
sæti með 977. En nú fóru fleiri að
blanda sér í baráttuna um efsta
sætið. Kristinn Bergþórsson og
Stefán Stefánsson höfðu nú hlotið
961 og Ásbjörn Jónsson og Ewald
Berndsen voru með 958.
í fimmtu og úrslitaumferðinni
hlutu flest efstu pörin tiltöhilega
lága skor, svo staðan breyttist lít
ið frá umferðinni á undan. Efetu
átta pörin í keppninni urðu sem
hér segir. 1. Einar og Lárus 1249
og sigruðu þeir því með nokkrum
yfirburðum. 2. Agnar og Ólafur
1190 3. Kristinn og Stefán 1185 4.
Guðlaugur og Kristján 1181. 5. Ás
mundur og Jóhann 1179. 6. Ás
björn og Ewald 1179. 7. Jóhann Jó
hannsson og Stefán Guðjöhnsen
1163 og 8. Haukur Sævaldsson og
Þórir Sigurðsson 1146. Á þessu má
marka að keppnin hefir verið mjög
hörð um 2—6 sæti og munar þar
aðeins 11 stigum.
Sökum rúmleysis í blaðinu verð
ur aðeins eitt spil birt frá þessari
keppni og í því fengu sigurvegar
arnir „topp“. Spilið er þó varla
gott dæmi um spilamennsku þeirra
í keppninni, en sýnir að þeir hafa
stundum haft heppnina með sér og
teflt á tæpasta vaðið.