Bridge - 12.12.1957, Side 32
30
BRIDGE
— Svör við Reyndu hæfni þína —
Líttu ekki á svörin við Reyndu
hæfni þína fyrr en þú hefir reynt
að leysa þrautirnar. Þær er að
finna á blaðsíðu 29.
Svar við 1. þraut.
Laufa þristur Norðurs er áreið
anlega einspil. Áform hans er að
taka á hjarta Ás í Fyrsta skipti,
sem trompliturinn er hreyfður.
Spila Suður síðan inn á tígul, til
þess að fá lauf til baka, sem hann
getur trompað. Þetta verður Vest
ur að hindra og hann getur það
með því að taka á laufa Ás í blind
um og spila spaða Kóng, á hvern
hann lætur tígul áttu. Nú er sam-
bandið milli Norðurs og Suðurs
rofið, og ef Norður á hjarta Ás í
hæsta lagi þriðja, ásamt spaða Ás,
heppnast þessi leið.
Svar við 2. þraut.
Vestur á ekki að taka á Ásinn
í ítgli, heldur gefa Suður slaginn
eftir. Ef Suður spilar tígli áfram
er trompað í blindum og síðan
trompi spilað. Eftir að hafa tekið
á K og G verður að hreyfi lauflit-
inn. Áhættan á því að það heppn
ist ekki, er nú minni, en ef Vest
ur hefði strax tekið á tígul Ás
og spilað laufi. Vestur getur einnig
reynt að trompa báða tapslagi sína
í tígli, en sú leið er heldur ekki
eins góð og að láta Suður upphaf
lega eftir slaginn á tígulgosa.
Svar við 3. þraut.
Vestur á slaginn og spilar hjarta
Ás og síðan litlu hjarta. Þannig
tryggir hann sig gegn hjarta D G
fjórða hjá Suður. Ef Norður hins
vegar á D G fjórða er engin leið
að vinna spilið. Ef Suður á D G
fjórða getur Vestur, eins og áður
er sagt, tekið hjarta Ás og síðan
spilað litlu hjarta og látið tíuna úr
blindum. Þegar hann kemst inn
aftur tekur hann á tígul Ás og svín
ar hjarta, þannig að hann gefur þá
aðeins einn trompslag.
Svar við 4. þraut.
Það var þessi möguleiki sem
Vestur tryggði sig gegn með þvi
að trompa lítinn spaða í 2 slag.
Hann spilar nú tígul kóng og
trompar í blindum. Því næst er
háspilunum í spaða spilað. Bf Suð
ur trampar í fyrsta eða annað
skipti er hann neyddur til að spila
laufi upp í gaffalinn (ÁD) eða
tígli í tvöfalda -eyðu. Ef Suður hins
vegar á spaða í Ás og K, trompar
Vestur enn einn spaða og spilar
síðan Suður inn á hjarta Kóng. Ef
Suður á fimm spaða verður Vestur
að reyna svíningu í laufi. Ef Suður
á þrjá eða fjóra spaða verður
hann nú að spila sér í óhag og
gefa Vestur sögnina.