Húnavaka


Húnavaka - 01.05.2010, Síða 54

Húnavaka - 01.05.2010, Síða 54
H Ú N A V A K A 52 Miklir annatímar Svo hófst sláttur. Einn morguninn í lok júní í góðu veðri lýsti Stebbi því yfir að nú hæfist sláttur. Hann spennti Mósa og Rauð fyrir sláttuvélina og var auðsjáanlega spenntur yfir hvernig þeir gengju saman. Svo keyrði hann nokkra hringi í kringum blettinn sem hann ætlaði að slá og svo skall sláttugreiðan í grasið og sláttuvélin byrjaði að slá. Rauður stoppaði um leið. Mósi beið þolinmóður eftir hvað koma skyldi. Rauður hreyfði sig ekki, sama hvað Stebbi gerði en svo lagði bara Mósi af stað og dró bæði sláttuvélina og Rauð og Rauður varð nauðugur viljugur að fylgja með. Hann gat ekki staðið á móti jötunkröftum Mósa. Þegar búið var að slá stykkið kom Stebbi keyrandi heim að bænum á sláttuvélinni og hann ljómaði eins og sól af hreinni gleði yfir að svo vel gekk. Auðséð var að stórt skref var stigið í rétta átt í heyskapnum. Nú hófust miklir annatímar frá því snemma morguns og þar til seint á kvöldin. Farið var á fætur fyrir klukkan sjö og varla farið í rúmið fyrr en eftir klukkan tíu á kvöldin og jafnvel ekki fyrr en eftir miðnætti, alla daga, jafnt sunnudaga sem aðra daga. Seinna um daginn sló Stebbi stærri skika af suðurtúninu og var ég í að raka frá þar sem þurfti. Þurrkur var góður og fljótlega var byrjað að snúa heyinu með hrífum. Bogga var forkur í að snúa og raka. Heyið þornaði fljótt og var þá rakstrarvélin sótt og Mósi spenntur fyrir. Leit út sem Mósa líkaði ekki að draga rakstrarvélina. Þegar heyinu var sleppt lyftist greiðan með miklum smelli sem hálffældi Mósa. Heyið var dregið saman í stóra garða með rakstrarvélinni og svo voru búnar til fínar sátur úr heyinu. Túnið var fínrakað með hrífum svo ekkert strá varð eftir. Þegar búið var að búa til sáturnar var strigi settur yfir þær. Oft gat verið komið langt fram á nótt áður en búið var að ganga frá sátunum. Slæmt var ef byrjaði að rigna á meðan verið var að sæta heyið. Varð þá að dreifa því út aftur og þurrka það á ný. Þegar við vorum búnir að slá allt suðurtúnið fór Stebbi að huga að því að taka heyið heim í tóftirnar. Við fórum nú og litum á tóftirnar. Þær þörfnuðust talsverðs viðhalds sem stal tíma frá heyskapnum. Stebbi setti upp staur mikinn sem hann hafði fundið á reka á Ströndum með Benna sterka um veturinn. Efst í staurinn setti hann talíu og svert reipi í gegnum sem náði alla leið upp fyrir tóftirnar. Því næst var reipi slegið utan um sáturnar og Mósi látinn draga þær heim að tóft. Þar var endanum á reipinu úr talíunni húkkað í reipið og sáturnar svo dregnar upp í tóftina. Gekk þetta bara vel en mikinn tíma tók að troða og raða heyinu vel í tóftina svo hægt væri að tyrfa yfir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.