Lögmannablaðið - 01.12.2001, Page 3

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Page 3
Afmæli fagnað Lögmannafélag Íslands fagnarafmæli. Hinn 11. desember2001 eru 90 ár liðin frá stofn- un félagsins. Félagið hét reyndar upphaflega Málflutningsmannafé- lag Íslands en frá árinu 1944, Lög- mannafélag Íslands. Stofnendur, í desember 1911, voru 17 og fyrsti formaður félagsins Eggert Claes- sen, þá málflutningmaður við landsyfirréttinn. Eggert gengdi for- mennsku til 1918 og reyndar í tví- gang síðar, árið 1921 og 1940 til 1941. Er hann eini lögmaðurinn sem þrisvar sinnum gegndi for- mennsku í félaginu og ólíklegt að aðrir leiki það eftir. Segja má að stétt lögmanna hafi fyrst orðið til með lögum 32/1905 enda þótt fyrstu almennu lögin um lögmenn og störf þeirra kæmu ekki til fyrr en með lögum 61/1942. Í þeim lögum segir að lögmenn séu opinberir sýslunar- menn og einnig er kveðið á um skylduaðild þeirra að Lögmannafé- lagi Íslands. Lögin frá 1942 voru umgerð réttinda og skyldna lög- manna, og giltu þau með nokkrum breytingum, allt þar til lög um lögmenn nr. 77/1998 tóku gildi 1. janúar 1999. Framkvæmdastjóri Lögmannafé- lags Íslands, í fullu starfi, var fyrst ráðinn fyrir 20 árum, þegar Hafþór Ingi Jónsson hóf störf en hann starfaði frá 1981 til september 1989. Unnur Gunnarsdóttir tók þá við en stansaði stutt, eða til mars 1990. Marteinn Másson gegndi störfum frá 1990 til september 1999 en frá þeim tíma hefur Ingimar Ingason verið framkvæmdastjóri félagsins. Gífurleg fjölgun hefur verið í fé- laginu, sérstaklega síðustu 15 árin. Þannig voru félagsmenn árið 1985, 279 talsins en eru nú rúmlega 600. Á stórafmælum er til siðs að líta jafnt til baka sem fram á veginn. Til að skyggnast í söguna réði félagið Davíð Þór Björgvinsson prófessor. Fróðleg grein hans og skemmtileg birtist í því hefti Tímarits lögfræð- inga sem kemur út um þessar mundir. Sjálfstæðir lögmenn og óháðir Frá upphafi hefur Lögmannafélag Íslands talið miklu skipta að standa vörð um óháða og sjálfstæða stétt lögmanna sem væri meðal horn- steina nútíma réttarríkis. Hefur ætíð þótt nauðsynlegt að lögmaður gæti lagt hið skynsamlegasta til máls skjólstæðings síns; þess sem hann viti sannast eftir lögum og eigin samvisku, óháð nokkrum öðrum áhrifavöldum. Af þessu grundvallaratriði hefur félagið talið leiða að félag lögmanna ætti sjálft að fara með agavald yfir starfandi lögmönnum. Við setningu lög- mannalaganna 1998 varð um þetta atriði mikill ágreiningur, því frum- varpið gerði ráð fyrir að agavaldið flyttist til framkvæmdavaldsins. Niðurstaðan í lögunum frá 1998 varð hins vegar sú að starfandi lögmenn yrðu þrír af fimm mönn- um í úrskurðarnefnd lögmanna sem tók við hlutverki, sem áður hafði verið hjá stjórn félagsins. Fer úrskurðarnefndin nú, ásamt stjórn Lögmannafélagsins, með agavald yfir lögmönnum. Opinberir embættismenn í praksís Stjórn Lögmannafélagsins barðist fyrir því á annan tug ára að opin- berir embættismenn stunduðu ekki almenna lögmennsku og náðist árangur loks 1971 þegar reglugerð var sett um að störf lögfræðinga við embætti dómara, í stjórnarráði, 3Lögmannablaðið Ásgeir Thoroddsen hrl., formaður LMFÍ Pistill formanns Endurskoðun laga um lögmenn nr. 77/1998 Lögmannafélag Íslands Álftamýri 9, 108 Reykjavík sími (telephone): 568-5620 bréfsími (telefax): 568-7057 tölvupóstur (E-mail): lmfi@lmfi.is heimasíða: www.lmfi.is Stjórn L.M.F.Í. Ásgeir Thoroddsen hrl., formaður Helgi Birgisson hrl., varaformaður Ársæll Hafsteinssson hdl., gjaldkeri Lára V. Júlíusdóttir hrl., ritari Helgi Jóhannesson hrl., meðstjórnandi Starfsfólk L.M.F.Í. Ingimar Ingasson, framkvæmdastjóri Jóna Kristjana Kristinsdóttir, félagsdeild Guðný Gísladóttir, ritari Blaðið er sent öllum félags- mönnum. Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn: kr. 1.500 + vsk. Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk. Netfang ritstjórnar: jks@landslog.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 533 4440 Ásgeir Thoroddsen, hrl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.