Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 25
skipulagi félagsins og stofnuð var sérstök félagsdeild. Þykir ekki ástæða til að rekja þetta nánar svo vel sem þetta allt ætti að vera nú- verandi félagsmönnum kunnugt. Þá hefur hið breytta faglega um- hverfi kallað á að félagið beiti sér í auknum mæli að endurmenntun lögfræðinga og hefur hið faglega starf eflst mjög við það. Þá hefur alþjóðavæðing lögfræðinnar sett sinn svip á félagið og kallað á stór- aukna þátttöku í alþjóðlegu sam- starfi. Sumt af því á sér þó nokkuð langa sögu, svo sem regluleg þátt- taka á sameiginlegum fundum nor- rænna lögmannafélaga allt frá sjötta áratugnum. Enn má nefna að umræður um nýja löggjöf um lög- menn og breytingar á félagsstarf- inu í tengslum við það, sem og aukinn atbeini félagsins í endur- menntun lögfræðinga, settu mjög mikinn svip á allan tíunda áratug- inn. Þá verða á þessum tíma nokk- uð áberandi umræður um hlutverk félagsins í almennri þjóðfélagsum- ræðu, einkum á sviði mannrétt- inda. Með þessu urðu viss tímamót þar sem umræður af því tagi innan félagsins áttu sér tæpast fordæmi í sögu þess. Þeir sem rita sögu fé- lagsins í framtíðinni munu líklega horfa til tíunda áratugarins sem einna merkustu tímamóta í sögu þess. 4. Niðurlag Stofnfélagar Lögmannafélags Ís- lands voru 17. Meðal þeirra voru menn sem ekki höfðu lögmanns- störf að aðalstarfi. Þegar þetta er ritað eru 601 lögmaður í félaginu og af þeim eru einnig í félagsdeild 373. Ennfremur er lögmönnum nú skylt að vera í félaginu, a.m.k. að hluta til, sem ekki var fyrstu 30 árin í starfsemi þess. Grundvöllur fé- lagsstarfsins er þar með að sjálf- sögðu allur annar en var í upphafi. Fyrir vikið er félagið vissulega margfalt öflugra en það var á fyrstu árum þess og betur fært um að takast á við fjölþættari og stærri verkefni. Hefur sú líka orðið raun- in síðustu áratugina. Félagið hefur í stuttu máli þróast úr því að vera fámennur frjáls félagsskapur ör- fárra manna í eins konar stofnun sem fer með eftirlits- og agavald yfir lögmönnum, um leið og það er öflugur málsvari hagsmuna stéttar- innar og mikilvægt afl í faglegum málefnum hennar. Á stórafmælum er venja að horfa yfir farinn veg og huga að fram- haldi. Mitt hlutverk á afmælisárinu hefur eingöngu verið það að horfa yfir farinn veg og leitast við að skil- greina félagið frá sögulegu sjónar- miði. Afrakstur þess er fyrst og fremst að finna í söguágripi því sem birtist í Tímariti lögfræðinga en síður í þessari stuttu grein. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa félagsmönnum og stjórn félagsins árnaðaróskir á þessum tímamót- um. Það er þeirra hlutverk að ávaxta þann arf sem þeir hafa þeg- ið frá fumkvöðlunum og stjórnum félagsins á liðnum áratugum og treysta og efla þann sess sem öflug og sjálfstæð lögmannastétt á að hafa í lýðræðis- og réttarríki. 25Lögmannablaðið Símaskrá LMFÍ frá árinu 1963

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.