Lögmannablaðið - 01.12.2001, Síða 9

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Síða 9
Jakob R. Möller hrl. var í for-ystu L.M.F.Í. á nokkuð mark-verðum tíma í sögu félagsins, m.a. sem formaður á árunum 1998- 2000, þegar lokið var endurskoðun lögmannalaga og fyrstu skrefin voru stigin við framkvæmd þeirra. Lögmannablaðið leitaði til Jakobs um frásögn frá þessum atburðum. Brást hann ljúflega við og fylgir hér forvitnileg grein um aðdraganda að setningu laga nr. 77/1998 og framkvæmd þeirra. Forsaga og upphaflegt frumvarp Fyrstu heildarlög um lögmenn hér- lendis voru lög nr. 61/1942, en áður höfðu ákvæði um lögmenn verið í réttarfarslögum. Af lögunum sjálfum er auðráðið, að þau voru einkum miðuð við starfsemi sjálf- stætt starfandi lögmanna, sem veittu almenningi þjónustu. Sama máli gegnir um hin nýju lögmanna- lög nr. 77/1998, þótt þau heimili jafnframt svokallaða innanhússlög- menn, sem lengi höfðu tíðkazt án sérstakra lagaákvæða, sjá síðar. Að þeirrar tíðar hætti hétu lög 61/1942 „Lög um málflytjendur“. Á þeim voru gerðar nokkrar breyt- ingar næstu áratugina, en engin heildarendurskoðun, þótt a.m.k. tvær tilraunir hafi verið gerðar. Nú- verandi lögmönnum var minnis- stæðasta breytingin gerð með lög- um nr. 24/1995, en þá voru tekin í lög ákvæði um starfsábyrgðar- tryggingu lögmanna og skyldu þeirra til að geyma fé viðskipta- manna sinna á sérstökum vörzlu- fjárreikningum. Með þessum lög- um var einnig afnumin staða stjórnar Lögmannafélags Íslands sem dómstóls í vissum deiluefnum málflytjenda og viðskiptamanna þeirra, en úrskurðarvald stjórnar hélzt að öðru leyti óbreytt. Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra, fól réttarfarsnefnd haust- ið 1994 að semja frumvarp að nýj- um heildarlögum um lögmenn og hafði nefndin mikið samráð við lögmenn, hélt með þeim fundi og hlustaði á rök um mismunandi efni. Ástæður endurskoðunarinnar voru ýmsar, lögin þörfnuðust endurskoðunar, heildarendurskoð- un á réttarfarslöggjöf var á lokastigi og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Sigurðar Sigurjóns- sonar um félagsskyldu. Einnig var fyrir dómstólum mál Lögmannafé- lagsins gegn félagsmanni til heimtu félagsgjalds, sem lögmaðurinn hélt fram, að honum væri óskylt að greiða vegna þess að starfsemi félagsins væri víðtækari en lög- mætt væri að krefjast félagsgjalda fyrir.1 Á meðal lögmanna sjálfra var á þessum tíma veruleg umræða um það, hvort áfram ætti að vera skylduaðild að Lögmannafélaginu og einnig hvort lögmenn ættu að halda einkarétti til málflutnings fyrir dómstólum og jafnvel, hvort færa ætti einkaréttinn til hags- munagæzlu fyrir stjórnvöldum og öðrum úrskurðaraðilum. Sýndist lögmönnum sitt hvað. Dómsmálaráðherra tók ákvörð- un um það, að í frumvarpinu skyldi byggt á því, að skylduaðild að Lögmannafélagi Íslands yrði af- numin, en einkaréttur lögmanna til málflutnings fyrir dómstólum héld- ist og tæki raunar til landsins alls og sérdómstóla, sem ekki hafði áður verið. Eftirlit með störfum lögmanna skyldi vera í höndum þriggja manna Lögmannaráðs, þar sem LMFÍ tilnefndi einn mann en ráðherra skipaði hina tvo án til- nefningar. Vafalaust er, að umræð- ur meðal lögmanna, m.a. á allfjöl- mennum félagsfundi gáfu ráðherra tilefni til þess að telja, að stór hóp- ur lögmanna, jafnvel meirihluti, væri fylgjandi afnámi skylduaðild- ar. Þáverandi stjórnir félagsins, fyrst undir forystu Þórunnar Guð- mundsdóttur og síðar Sigurmars K. Albertssonar, störfuðu ötullega að því að snúa hinum pólitísku öflum gegn þessum meginhugmyndum frumvarpsins. Liður í þeirri vinnu var samning breytts frumvarps, sem kynnt var áhrifamönnum, en þar komu fram allar meginhug- myndir sem síðar mörkuðu þátta- skil í meðferð frumvarpsins á þingi. Voru hugmyndirnar byggðar á tillögum Þórunnar sem nefndar- manns í Réttarfarsnefnd og annarri vinnu, sem fram hafði farið í nefndinni og sérstakri vinnunefnd LMFÍ. Stjórn LMFÍ stóð einnig að viða- mikilli skoðanakönnun á meðal lögmanna um margvísleg atriði. Kom þar skýrt fram, að mikill meirihluti lögmanna var fylgjandi skylduaðild að félaginu og einka- rétti þeirra til málflutnings. Þegar 9Lögmannablaðið Jakob R. Möller hrl. Framkvæmd nýrra lögmannalaga Undirbúningur og reynsla Jakob R. Möller, hrl. Á meðal lögmanna sjálfra var á þessum tíma veru- leg umræða um það, hvort áfram ætti að vera skylduaðild að Lög- mannafélaginu. . .

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.