Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 14
Alþjóðlegur skattaréttur Fjallað verður almennt um alþjóðlegan skattarétt og hvað felst í þessu réttarsviði. Þá verða skoðaðir tví- sköttunarsamningar - túlkun þeirra og notkun - hvern- ig samningarnir eru notaðir við skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga milli landa. Einnig verður fjallað um ákvæði samninganna um milliverðlagningu (transfer pricing) og ákvæði um takmörkun á notkun samning- anna (limited of benefits). Þá verður fjallað um eignar- haldsfélög á aflandssvæðum og alþjóðleg viðskiptafé- lög. Þá verður farið yfir 8. tl. 31. gr. laga nr. 75/1981 um frádrátt arðstekna frá félagi sem er skattlagt með sambærilegum hætti og hér á landi. Lengd námskeiðs: 9 klst. Dagsetning: 31. jan., 1. og 2. feb. 2002, kl. 9:00- 12:00 Verð: 37.000 kr. Leiðbeinendur: Kristján G. Valdimarsson hdl., for- stöðumaður hjá BÍ verðbréf og stundakennari hjá HÍ og Árni Harðarson hdl., forstöðumaður skattasviðs Deloitte&Touche Rafræn samningagerð og undirskriftir Ýmis vandamál eru tengd viðskiptum yfir Netið sem geta leitt til þess að þau séu ekki traust og örugg. Raf- rænar undirskriftir og rafræn skilríki eru lausnir sem ætlaðar eru til að leysa þessi vandamál. Margar lög- fræðilegar spurningar eru tengdar notkun rafrænna undirskrifta og lagalegu gildi þeirra, t.d. varðandi form- skilyrði í lögum, stofnun og skuldbindingargildi samn- inga, neytendavernd, persónuvernd, sönnun fyrir dómstólum og bótaábyrgð vegna notkunar og útgáfu þeirra. Farið verður yfir þessi álitaefni einkum með hliðsjón af lögum nr. 28/2001 og tilskipun EB 93/99 um rafrænar undirskriftir. Lengd námskeiðs: 9 klst. Dagsetning: 14.-15. feb, kl. 16:00-19:00 og 16. feb. kl. 9:00-12:00 Verð: 37.000 kr. Leiðbeinandi: Birgir Már Ragnarsson, hdl. og að- stoðarframkvæmdastjóri Auðkennis hf. Vinnuréttur og vinnusamningar Farið verður yfir helstu atriði sem varða réttarstöðu að- ila í vinnusambandi á almennum vinnumarkaði. Eink- um verða skoðuð ákvæði laga og kjarasamninga sem leitt hafa til réttarágreinings er varða s.s. veikindarétt, orlofsrétt, uppsagnir, ofl. Einnig verða skoðuð ákvæði ráðningasamninga, t.d. er varða heimild til breytinga á ráðningakjörum, samkeppnishindrandi ákvæði, með- ferð tölvupósts, réttarstöðu við eigendaskipti o.fl. Rætt verður um áhrif EES reglna á vinnurétt. Lengd námskeiðs:12 klst. Dagsetning: 26. og 28. feb. kl. 8:00-12:00 og 2. mars 2002, kl. 9:00-13:00 Verð: 47.000 kr. Leiðbeinandi: Guðmundur B. Ólafsson, hdl., lög- fræðingur hjá VR. Heimildaleit á netinu Í fyrsta hluta verður farið almennt í notkun Internets- ins og rafrænna miðla í lögfræðilegri heimildaleit, þró- un miðlunar á slíkum upplýsingum á síðari árum og hvar helst sé að finna upplýsingar á þessu sviði, eink- um réttarheimildir. Í tengslum við það verða kynntar helstu vefsíður og vefsíðusöfn, innlend og erlend, sem nýtast íslenskum lögfræðingum í starfi. Í öðrum hluta verður fjallað almennt um upplýsingaleit á bókasafni, rafrænum bókasöfnum, innlendum og erlendum, leit í sérstökum norrænum gagnasöfnum, leit í UFR og KARNOV, auk þess sem fjallað verður um rafræn tíma- rit og gagnasöfn, sem nýtast lögfræðingum í starfi. Í þriðja hluta verður fjallað sérstaklega um leit í tengsl- um við reglukerfi Evrópusambandsins, einkum leit í reglugerðum, tilskipunum og öðrum gerðum. Notkun á EUR-LEX verður kynnt. Lengd námskeiðs: 9 klst. Dagsetning: 5.-7. mars 2002, kl. 16:00-19:00 Verð: 37.000 kr. Leiðbeinendur: Gunnar Pétursson, lögfræðingur hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Auður Gestsdótt- ir, bókasafns- fræðingur hjá Landsbókasafni. Brynja Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Samkeppnisstofnun. Samkeppnisréttur Í námskeiðinu verður farið yfir helstu samkeppnisá- kvæði samkeppnislaga og gerð grein fyrir þeim breyt- ingum sem gerðar voru á þeim með lögum nr. 107/2000. Lögð verður sérstök áhersla á bann laganna við samráði keppinauta, banni við misnotkun á mark- aðsráðandi stöðu og reglur um samruna. Einnig verð- ur gerð grein fyrir sektarheimildum samkeppnislaga. Lengd námskeiðs: 8 klst. Dagsetning: 19.-22. mars 2002, kl. 17:00-19:00 Verð: 33.000 kr. 14 Lögmannablaðið Styttri námskeið á vorönn 2002 hjá Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Lögfræðingafélag Íslands og Dómarafélag Íslands

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.