Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 24
semi félagsins hafi verið fremur einhæf fyrstu áratugina eftir gildis- töku laganna frá 1942 og meðferð kæru- og ágreiningmála annars vegar og bein hagsmunamál lög- manna hins vegar hafi skyggt á annað starf. Mun það m.a. hafa verið hugsun margra félagsmanna og stjórnenda lögmannafélagsins að stofnun Lögfræðingafélags Ís- lands gæfi lögmönnum frekar færi á að efla sérstakt félag þeirra sem eins konar stéttarfélag lögmanna. Á síðari hluta áttunda áratugarins og upphaf þess níunda fer aftur bera á því að félagið lætur sig í auknum mæli varða almennari fag- leg málefni lögfræðinga, með því að standa að málþingum, nám- skeiðum fyrir lögmenn og fræða- fundum af ýmsum toga. Er þetta núorðið ríkur þáttur í starfsemi fé- lagsins. Grundvöllur að starfsem- inni fer að verða fjölþættari en áður var. Tíundi áratugurinn markar einnig að ýmsu leyti mikilvæg tímamót í sögu Lögmannafélag Ís- lands. Fyrir lögmannastéttina sjálfa felast þau m.a. í breyttu og að ýmsu leyti flóknara rekstrarum- hverfi. Þetta kemur fram í aukinni reglusetningu um störf lögmanna, svo sem í reglum um fjárvörslu- sjóði og um starfsábyrgðartrygg- ingar. Þá urðu tvennskonar breyt- ingar á faglegu umhverfi sem sett hafa mark sitt á störf lögmanna. Skipta þar mestu umfangsmiklar réttarfarsbreytingar á árinu 1992 og einnig að nokkru aðild Íslands að EES-samningnum. Að því er lög- mannafélagið varðar eru stærstu tímamótin þau að með lögum nr. 24/1995 var dómsvald í reynd tek- ið af félaginu í því formi sem það var áður. Er það nú, eftir gildistöku lögmannalaganna frá 1998, í hönd- um sérstakrar úrskurðarnefndar fé- lagsins, en ekki hafa úrskurðir hennar sömu stöðu að lögum og áður. Þá var skylduaðild að félag- inu afnumin að hluta til og nær nú samkvæmt lögunum aðeins til þess þáttar starfseminnar sem lítur að opinberu hlutverki félagsins. Af þessu leiddu róttækar breytingar á 24 Lögmannablaðið Boðsmiði á árshátíð LMFÍ árið 1974. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl. og Guðmundur Pétursson, hrl. Fyrstir málflytjenda í nýju dómhúsi Hæstaréttar árið 1996.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.