Lögmannablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 4

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 4
hjá lögreglustjóra og víðar væru ekki talin samrýmanleg handhöfn lögmannsréttinda. Með núgildandi lögum um lög- menn er lögfest að þeir einir geti notað starfsheitið lögmaður, hér- aðsdómslögmaður (hdl). eða hæstaréttarlögmaður (hrl). sem annað hvort; • hefur opna lögmannsstofu og þá starfsábyrgðatryggingu og heldur fjárvörslureikninga fyrir fé skjólstæðinga sinna eða, • starfar sem innanhúslögmaður félags eða stofnunar og vinni þá eingöngu fyrir atvinnurekanda sinn. Nokkuð erfiðlega hefur gengið að framfylgja þessum reglum. Sumum hefur þótt mjög að sér vegið, þegar þeim er gert að legg- ja inn hdl/hrl. réttindi sín til dóms- málaráðuneytisins af því að þeir falla í hvorugan hópinn. Hér er um sómakæra lögræðinga að ræða sem alls ekki eru að misnota rétt- indi sín, en eru stoltir af hdl./hrl. titli sínum og telja jafnvel stjórnar- skrárbrot ef af þeim er tekið. Lögmannalögin eru skýr og fjalla um réttindi og skyldur þeirra sem vinna að lögmennsku en ekki ann- arra. Titillinn hdl./hrl. er starfsheiti þeirra sem að lögmennsku vinna en ekki annarra og hlýtur Lög- mannafélagið og ráðuneytið að fara að lögum. Litið fram á veginn En lítum fram á veginn og metum stöðu og tækifæri lögmanna. Ég tel líklegt að lögmannsstofum eigi eftir að fækka en lögmönnum eigi eftir að fjölga. Fjölgun í lögmanns- stéttinni verði því hjá stærri lög- mannsstofum. Sérhæfing lögmanna muni aukast með flóknara lagaum- hverfi og líklegra sé að sú sérhæf- ing gerist á stærri stofum fremur en hjá einyrkjum. Þá er líklegt að auk- in erlend samskipti eigi eftir að færa lögmönnum tækifæri, þeim sem búa yfir færni í ensku lagamáli og hafa nokkra þekkingu á við- skiptaumhverfi og kröfum lána- stofnana. Lagadeild Háskóla Íslands hefur verið gagnrýnd fyrir að undirbúa laganema ekki nægilega fyrir þarf- ir atvinnulífsins og að skilningur lögfræðinga þaðan sé takmarkaður á klukkuverki viðskipta, skatta- mála og bókhalds. Hái það lög- mönnum í störfum þeirra. Starfandi lögmönnum er það fagnaðarefni að laganemar muni nú eiga fleiri kosta völ því lagadeild Háskóla Ís- lands hefur fengið samkeppni eftir að hafa verið ein um íslenska laga- kennslu í 90 ár. Við flestar aðrar námsbrautir en lögfræði geta námsmenn t.d. lokið námi erlend- is, en til þess að læra íslenska lög- fræði gengur það eðlilega ekki, og hefur ekki, hingað til, verið í önn- ur hús að venda en lagadeild Há- skóla Íslands. Til þess að standast samkeppni við aðrar stéttir ráðunauta þurfa lögmannsstofur að eiga kost á fjöl- hæfni og víðara þekkingarsviði lögfræðinga en áður. Fleiri náms- leiðir verða vonandi til þess. Nú vinna Lögmannafélagið, Lög- fræðingafélag Íslands og Dómara- félag Íslands að því að stórauka samvinnu sína um fundi, fræðslu, endurmenntun og útgáfu. Er gert ráð fyrir að Sýslumannafélag Ís- lands og jafnvel fleiri félög lög- fræðinga komi að því samstarfi. Er það trú mín að sameinaðir kraftar geti skilað betri árangri, því við- fangsefnin á þessum sviðum starfs- ins eru svipuð hjá félögum lög- fræðinga. Muni slíkt samstarf geta stuðlað að enn aukinni færni lög- manna í starfi. 4 Lögmannablaðið Ég tel líklegt að lög- mannsstofum eigi eftir að fækka en lögmönnum eigi eftir að fjölga.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.