Lögmannablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 41

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 41
sigri G og M sem skoruðu 5 mörk gegn engu marki FC 2001. Hinn vaski Gunnar Bartez hélt marki G og M hreinu af stakri snilld, og sannast á Gunnari að aldur og þyngd er afstætt hugtak í íþróttum ef keppnisandinn er á réttum stað. Elfar Rúnarsson skoraði 2 glæsileg mörk í leiknum og hefði vafalaust fengið verðlaun fyrir fallegasta mark mótsins sem hann skoraði með stórglæsilegri kollspyrnu. Eftir þessi úrslit var ljóst að loka- leikur mótsins myndi skera úr um hvaða lið hampaði bikarnum. Þar sem G og M hafði betri markatölu hefði jafntefli nægt þeim til sigurs, en að sama skapi þurfti RogL að sigra til að tryggja sér efsta sæti. Leikurinn var fjörugur og spenn- andi, en svo fór að Brynjar Níels- son hrl. gerði gæfumuninn fyrir GogM, með því að skora eina mark leiksins í síðari hálfleik með lúmsku skoti. Hafði Binni verið nokkur drjúgur að brenna af góð- um færum í mótinu, en hann fékk uppreisn æru með því að tryggja GogM sigur í leiknum og þar með sigur í mótinu. Þannig fór um sjóferð þá og lauk þar með keppnistímabili knatt- spyrnumanna 2001, en þann 11. maí tryggði lið RogL sér innanhúss- bikarinn. Er nú bara að bíða vors- ins og vonandi að lögmenn mæti galvaskir til fótmennta á næsta ári, og eru yngri hópar lögmanna sér- staklega hvattir til að mæta. Einnig hefur liðum af landsbyggðinni ver- ið sárlega saknað og er von að lið eins og Suðurnesjamenn og Vestur- landsliðið með Gísla Gíslason bæj- arstjóra og KR-ing mæti brátt aftur til leiks. Smári Hilmarsson, hdl. Íþróttafréttaritari 41Lögmannablaðið Hinn knái markvörður Grínarafélagsins í Mörkinni, Gunnar Jónsson, hrl. og Jóhannes A. Sævarsson, hrl. hampa bikarnum. Það mátti sjá góða takta hjá mörgum leikmönnum. Anton Björn Markússon, hdl., Ágúst Þorkelsson, hdl. og Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. Lið FC 2001. Lokastaðan varð því þessi: Röð: Lið: U J T Mörk Stig 1. Grínarafélagið á Mörkinni 2 0 0 6:0 6 2. Reynsla og Léttleiki 1 0 1 5:2 3 3. FC 2001 0 0 2 1:10 0

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.