Lögmannablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 40

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Qupperneq 40
40 Lögmannablaðið Sigurliðið „Grínarafélagið í Mörkinni“ kátir með sigurinn. Föstudaginn 5. október fórfram hið árlega meistaramótLMFÍ í utanhússknattspyrnu. Mótið var haldið að vanda á gervi- grasinu í Laugardal í sannkölluðu blíðskaparveðri sem enginn veður- fræðingur þurfti að skammast sín fyrir. Mótið var fyrst haldið þann 29. sept. 1995, og fór því fram í sjö- unda skipti þetta árið. Heldur hefur þátttaka og áhugi lögmanna daprast með árunum því í ár voru einungis 3 lið skráð til leiks, en mest hafa 6 lið mætt til þátttöku, en það var árið 1995. Mætti þá hið galvaska lið Héraðs- dóms Reykjavíkur til leiks, en því miður varð ekki áframhald á þátt- töku þessa föngulega liðs sem meðal annars skartaði milliríkja- dómaranum Guðmundi Haralds- syni auk nokkurra héraðsdómara. Í ár olli það vonbrigðum að hið efnilega lið Logos Utd. mætti ekki til leiks að þessu sinni, en liðið stóð sig mjög vel á síðasta ári und- ir styrkri stjórn Othars Arnar Peter- sen hrl. Er vonandi að Othari Erni framkvæmdastjóra takist að skipu- leggja liðið á ný fyrir næsta ár. Góðu fréttirnar í ár voru þær að nýtt og efnilegt lið ungra lögmanna mætti til leiks í fyrsta skipti, en það var lið FC 2001. Er það vonandi að yngri hópar lögmanna slái saman í lið og fjölmenni til leiks á næstu árum og er hér með skorað á yngri lögmenn að flykkjast til leiks að ári. Að venju mættu lið Reynslu og Léttleika og Grínarafélagsins á Mörkinni galvösk til leiks, en þessi lið hafa mætt til keppni frá upphafi og hafa skipt með sér að sigra, en sigurinn hefur fallið félögunum með eftirfarandi hætti: 1995 Reynsla og léttleiki 1996 Reynsla og léttleiki 1997 Grínarafélagið á Mörkinni 1998 Grínarafélagið á Mörkinni 1999 Reynsla og Léttleiki 2000 Grínarafélagið á Mörkinni. 2001 Grínarafélagið á Mörkinni Eins og áður sagði mættu 3 lið til leiks, og hófu lið Reynslu og léttt- leika og FC 2001 leik kl. 17:00. Lið FC 2001 var óskrifað blað fyrir mótið, en þeir sýndu það og sönn- uðu að þar eru á ferð vaskir dreng- ir sem gáfu hinu reynda og nokk- uð léttleikandi liði Jóns Steinar og félaga lítið eftir. Þó enduðu leikar svo að lið Rog L sigraði með 5 mörkum gegn 1, og vó hinn reyndi hluti Rog L þar þyngst á metum. Annar leikur mótsins var leikur Grínarafélagsins á Mörkinni og liðs FC 2001. Endaði leikurinn með Meistaramót LMFÍ í knattspyrnu utanhúss 2001

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.