Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 21
ásamt Oddi Gíslasyni, síðar banka- stjóra, teljast fyrstu mennirnir til að reka lögfræðiskrifstofu og hafa lög- mannstörf (málflutningsstörf) að aðalstarfi. Hinn 19. október 1894 birtist svofelld auglýsing í Þjóðólfi, Ísafold og fleiri blöðum sem þá voru gefin út: Einar Benediktsson cand. jur. flytur mál, innheimtir skuldir, gefur lögfræðislegar leiðbeiningar. Heima frá kl. 12 – 2 og 5 – 7. Adr. „Vinaminni“. Um og eftir aldamótin 1900 verða talsverð umskipti í íslensku atvinnulífi með upphafi togaraút- gerðar. Hefur stundum verið talað um iðnbyltingu Íslands í þessu sambandi. Auknum umsvifum og nýbreytni í íslensku fjármála- og at- vinnulífi fylgdi aukin eftirspurn eft- ir lögfræðiþekkingu. Tæpast voru þó lögfræðiþjónusta og málflutn- ingsstörf talin mjög lífvænleg starfsgrein á þessum tíma, þótt þeim mönnum fjölgaði sem freist- uðu þess að hafa tekjur af slíkum störfum. Sjálfstætt starfandi lög- fræðingum þótti að sér þrengt með einkarétti hinn tveggja málflutn- ingsmanna við Landsyfirdóminn og fór að bera á kröfum um afnám hans. Fór svo að með lögum nr. 32/1905 var mælt svo fyrir að hverjum sem leyst hafði af hendi fullkomið lagapróf, sem aðgang veitti að embættum hér á landi sem lögfræðingar skipuðu, gæti ráð- herra veitt leyfi til málflutnings- starfa við Landsyfirdóminn. Tók leyfið þó aðeins til einkamála, en enn um sinni höfðu hinir tveir mál- flutningsmenn einkarétt til flutn- ings sakamála og gjafsóknarmála. Alls fengu 39 lögfræðingar mál- flutningsleyfi samkvæmt þessum lögum. Það er úr þessum jarðvegi sem Málflutningsmannafélag Ís- lands er sprottið, enda stóðu marg- ir þessara manna að stofnun fé- lagsins þann 11. desember 1911. Það voru öðrum fremur tveir menn sem áttu frumkvæði að stofnun félagsins, þeir Eggert Claessen (1877 – 1950) og Sveinn Björnssonar (1881-1852), síðar ríkisstjóri og fyrsti forseti lýðveldis- ins. Boðuð þeir til stofnfundar þann 27. nóvember 1911 og fram- haldsstofnfundar þann 11. desem- ber næst þar á eftir og er venjulega miðað við þann dag sem afmælis- dag félagsins, enda lauk þá stofn- fundinum. Fyrsta gerðabók félags- ins er glötuð og er því næsta lítið vitað um störf félagsins allt fram til 1925. Þess má þó geta að í tilefni af 25 ára afmæli félagsins á árinu 1936 var gefið út lítið kver eftir Theodór B. Líndal, síðar prófessor, sem ber heitið Máflutningsmanna- félag Íslands 25 ára. Hefur þetta rit að geyma yfirlit um söguna til 1936, auk þess sem þar eru teknar upp orðrétt stofnfundagerðirnar. Er þetta kver Theodórs ómissandi heimild um sögu félagsins fyrstu árin. Af stofnfundagerðunum verð- ur m.a. ráðið að stofnfélagar voru 17 og höfðu aðeins fáir þeirra mál- flutning að aðalstarfi. Í fyrstu lögum félagsins kemur þetta fram um tilgang félagsstofn- unarinnar: (1. gr.) Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna málflutnings- manna, efla góða samvinnu milli þeirra og stuðla til þess, að þeir fylgi sömu reglum um borgun fyrir störf sín. (2.gr.) Til þess að geta orðið meðlimur félagsins, verða menn að hafa tekið embættispróf í lögum og fást við málflutningsmannsstörf, þó þau séu eigi aðalstörf. Af heimildum verður ráðið að það voru einkum tvö mál sem félagið beitti sér fyrir í upphafi. Í fyrsta lagi að samþykkja sameigin- lega lágmarksgjaldskrá. Var það raunar fyrsta verkefni félagsins eftir stofnun þess. Í öðru lagi að vinna að því að settar yrðu skorð- ur við því, að lögfræðikandidatar beint frá prófborðinu gætu orðið „yfirréttarmálflutningsmenn”. Var það sjónarmið félagsins að heppi- legt væri að menn hefðu fengið nokkra verklega æfingu áður en þeir fengju slíkt leyfi. Á árinu 1913 fékk félagið því framgengt, að bor- ið yrði fram frumvarp á Alþingi sem gerði ráð fyrir þessu og varða það síðar að lögum nr. 17/1913. Af fyrstu lögunum og fyrstu verkefn- um félagsins verður ráðið að til- gangur þess var fyrst og fremst að gæta hagsmuna málflutnings- manna í víðasta skilningi, en síður að starfa að almennum faglegum málefnum lögfræðinga. Fleira mun þó hafa búið undir en hrein hagsmunabarátta. Þannig mun samvinna málflutningsmanna hafa verið mjög í molum áður en félagið var stofnað. Theodór B. Líndal segir í riti sínu frá 1936: Þeir sem muna þá daga, er fé- lagið hóf göngu sína, hafa skýrt svo frá, að sá hafi verið háttur málflutningsmanna að torvelda hver öðrum störfin sem mest. Lítilfjörlegir formgallar, t.d. ef innsigli stefnuvotta vantaði und- ir birtingarvottorð, voru notaðir til þess, að málum yrði vísað frá dómi. Mótmæli gegn umboði þóttu sjálfsögð og ekki þótti ástæða til að mæta í nokkrum rétti án stefnu og fyllsta stefnu- frests. Ef til vill er þetta eitthvað orðum aukið, en það mun ekki vera mikið. Sama er að segja um orðbragðið í sóknar- og varnarskjölum. Mikill hluti þeirra voru persónulegar meið- ingar, háð og hótfyndni. Er sagt að venja þessi í öllu orðbragði væri orðin svo rík, að almenn- ingur hafi varla talið mál sóma- samlega flutt, nema málflutn- ingsmennirnir væru sektaðir fyr- ir meiðyrði og ósektaður mál- flutningsmaður átti fárra skjól- stæðinga völ. Þetta mun mjög hafa breyst til hins betra eftir stofnun félagsins. Er ljóst að í hugum margra hlaut félagið jafnframt að gegna því hlut- verki að auka félagslega samheldni og stéttarvitund málflutnings- manna og virðingu þeirra gagnvart hvorum öðrum, auk þess að efla samvinnu þeirra um lögfræðileg og fagleg málefni í víðari skilningi. 21Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.