Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 12
Hlutverk Háskólans íReykjavík er að efla sam-keppnishæfni íslensks at- vinnulífs. Með þessari yfirlýsingu hefur Háskólinn í Reykjavík mark- að sér skýra stefnu — hann ætlar að starfa með og fyrir íslenskt at- vinnulíf. Samkeppnisumhverfi nútímans gerir þá kröfu til einstaklinga og fyrirtækja að þau tileinki sér nýj- ustu þekkingu og tækni. Upplýs- ingatæknibyltingin og alþjóðavæð- ing atvinnulífsins kalla á aukna menntun og ný sérfræðisvið innan lögfræðinnar eins og í mörgum öðrum fræðigreinum. Háskólinn í Reykjavík vill leggja sitt af mörkum til að efla kennslu í lögfræði á Íslandi. Bæði fyrir há- skólastúdenta og fyrir starfandi lögfræðinga, sem vilja auka við þekkingu sína. Stjórnendaskóli Há- skólans í Reykjavík hefur gert sam- starfssamning við Dómarafélag Ís- lands, Lögmannafélag Íslands og Lögfræðingafélag Íslands um end- urmenntun félagsmanna. Um er að ræða viðamikið framboð af nám- skeiðum og er námsframboðið sett saman í náinni samvinnu við félög- in þrjú. Rík áhersla er lögð á að bjóða sérsniðið nám sem gefur lög- fræðingum nauðsynlega innsýn í rekstur og fjármál. Er það í takt við nýjar kröfur til lögfræðinga samfara nýjum viðskiptaháttum. Haustið 2002 munu fyrstu nem- endurnir hefja nám við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Það er sannfæring mín að með tilkomu lagadeildar Háskólans í Reykjavík muni lögfræðimenntun á Íslandi taka framförum. Námið við laga- deild HR mun taka mið af því sem best gerist í erlendum háskólum og við deildina munu starfa hæfustu sérfræðingar hver á sínu sviði. Ég trúi því að samkeppnin muni efla metnað allra þeirra skóla sem bjóða nám í lögfræði og verða hreyfiafl til framfara. Orðum fylgir ábyrgð og Háskól- inn í Reykjavík tekur hlutverk sitt alvarlega. Í starfsemi skólans eru höfð til hliðsjónar þrjú leiðarljós; nýsköpun, alþjóðavæðing og tölvu-og tækniþróun. Markmið Há- skólans í Reykjavík er að útskrifa framúrskarandi fagmenn sem eru hvort tveggja í senn öflugir grein- endur og gerendur. Jafnframt vill skólinn bjóða stjórnendum og sér- fræðingum í atvinnulífinu bestu sí- menntun sem völ er á. Þannig leggur skólinn sitt af mörkum til þess að byggja upp öflugt atvinnu- líf og gott samfélag. 12 Lögmannablaðið Námið við lagadeild HR mun taka mið af því sem best gerist í erlendum háskólum.. . Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Um lögfræðikennslu í Háskólanum í Reykjavík Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík Heimasíða Lögmannafélags Íslands www.lmfi.is Um LMFÍ Lögmenn og þjónusta Vantar þig lögmann Lög og reglur um lög- menn Félagsdeild Bókasafn Útgáfumál Handbók lögmanna Úrskurðarnefnd Athyglisverðar heimasíður Þjónustuskrá lögmanna

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.