Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 5

Lögmannablaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 5
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð 5 Innanhúsmót í knattspyrnu 2002 FÖSTUDAGINN 3. maí s.l. var haldið hið árlega mót LMFÍ í innanhúsknattspyrnu. Sem áður var mótið haldið í íþróttarhúsi Fram í Safamýrinni. Mættu 6 lið til leiks og var leikið með því fyrir- komulagi að allir léku við alla og réði saman- lagður árangur því hvert liðanna teldist meistari. Skipuðu menn sér í lið með kunnuglegum hætti, utan þess að fótfimustu lögmenn bankageir- ans mættu gráir fyrir jakkafötum og með þjón- ustufulltrúa á hliðarlínunni. Kom leikur þeirra öðrum liðum í opna skjöldu. Var sem þeir hafa ótakmarkaðar úttektarheimildir í fyrstu leikjum, en þegar á leið kom í ljós að ekki var innstæða fyrir gengi liðsins sem féll hraðar en íslenska krónan og endaði liðið í 3ja sæti. Mörkin reyndist öðrum liðum betri að þessu sinni og vann sannfærandi sigur. Kom í ljós að hinn léttfætti formaður félagsins hefur slíkt að- dráttarafl að það hrífur ekki aðeins nærstadda, heldur virðist annað lauslegt einnig festast við hann og eru boltar þar engin undantekning. Aðrir í liðinu fylgdu formanninum eins og tungl fylgir jörðu og saman varð þetta óvinnandi vígahnöttur. Ekki verður þó við skilið án þess að minnast á leynivopn þeirra Markarmanna, Óttar Pálsson, sem kom sterkur til leiks. Úrslit mótsins urðu annars þessi: Röð: Nafn: U J T Mörk Stig 1. Mörkin 4 1 0 15:7 +8 13 2. RogL 3 0 2 20:9 +11 9 3. Bankó FC 3 0 2 10:9 +1 9 4. Þruman 2 0 3 7:11 –4 6 5. Grínarafélagið 1 1 3 11:11 4 6. FC 2002 1 0 4 4:20 –16 3 Íþróttafréttaritari.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.