Lögmannablaðið - 01.06.2002, Page 14
14
SKYLDUAÐILD að Lögmannafélaginu ersíður en svo sjálfsögð. Helstu rökin fyrir
henni hafa verið talin eftirlits- og agahlutverk
félagsins, sem veitir umbjóðendum lögmanna
tvímælalausa vernd. Félagið hefur því lagt
áherslu á að fara sjálft með þetta
vald, þótt framkvæmd hafi verið
með misjöfnu sniði. Án eftirlits- og
agavaldsins yrði ugglaust erfitt að
verja einkarétt lögmanna til tiltek-
inna starfa, sem yfirgnæfandi meiri-
hluti félagsmanna er fylgjandi, sam-
kvæmt könnun. Sú afstaða hlýtur af
rökbundinni nauðsyn einnig að þýða
að lögmenn séu almennt fylgjandi
skylduaðildinni.
Skylduaðild tryggir hins vegar
engan veginn að félagsmenn láti sig
málefni félagsins einhverju varða.
Vegna þess var það mikið gleðiefni hversu vel
nýafstaðin árshátíð félagsins var sótt, annað árið
í röð, eftir stöðugt minnkandi aðsókn árin áður.
Fyrir þetta ber vitaskuld fyrst og fremst að
þakka þeim sem hátíðina sóttu og nutu, en öfl-
ugri hátíðarnefnd og starfsfólki ber einnig að
þakka vel unnið verk.
Aðrir nýafstaðnir viðburðir á félagsins
vegum hafa verið síður sóttir, en eru þó fyrir sitt
leyti síst ómerkilegri en árshátíðin. Á aðalfundi
félagsins leifði engu af því að almennir fundar-
menn væru fleiri en þeir sem sátu í eða voru í
framboði til stjórnar. Á fundi sem haldinn var
um aukið samstarf félagsdeildar við önnur félög
lögfræðinga, aðallega lögfræðingafélagið, voru
fundarmenn ríflega tuttugu. Á fund, sem hald-
inn var nýlega undir yfirskriftinni „Opinber um-
fjöllun um dómsmál“, þar sem m. a. var að því
spurt hvort nýlegur dómur Hæstaréttar fæli í sér
aðför að tjáningarfrelsi lögmanna, voru fundar-
menn úr hópi félagsmanna nánast vandræðalega
fáir.
Löggjafinn hefur skipað lögmönnum að hafa
með sér félag og þeir einir geta kallað sig lög-
menn, sem eru félagsmenn. Félaginu er, að
skipan löggjafans og eigin samþykktum, ætlað
hlutverk sem miklu varðar um störf allra lög-
manna. Lögmenn ættu því að láta sig málefni
félagsins varða, jafnvel þótt einungis væri af
eigingjörnum hvötum. Sem fæddur Kennedy
aðdáandi teldi ég þó enn betra að félagsmenn
spyrðu hvað þeir gætu gert fyrir félagið, ekki
einungis hvað félagið geti gert fyrir þá.
Stjórn félagsins ætlar ekki að láta
mótbyr, sem döpur aðsókn að
nefndum viðburðum kann að virð-
ast, draga úr sér kjark. Þvert á móti
er beinlínis að því stefnt að fjölga
félagsfundum, m. a. í því skyni að
stjórnin skynji betur hug félags-
manna til ýmissa málefna, sem fé-
lagið þarf að fást við. Þannig er t. d.
fyrirhugað að funda um það hvort
rétt sé að á félagsins vegum starfi
föst siðareglnanefnd. Forveri minn
einn í starfi telur „að til séu algild
sannindi og kröfur til siðlegrar
hegðurnar breytist ekki í neinum meginat-
riðum“, en engu að síður þurfi að taka tillit til
breytinga sem verða kunni. Um þetta er ráð evr-
ópskra lögmannafélaga, CCBE, honum sam-
mála. Á vegum þess eru siðareglur í sífelldri
skoðun. Vegna aðildar okkar að ráðinu verðum
við að laga okkur að því sem þar gerist. Mér
hefur líka sýnst sem full þörf sé á því að menn
haldi vöku sinni, ekki síst í málum þar sem leik-
ast á trúnaðarskylda annars vegar og eftirlits-
hlutverk stjórnvalda hins vegar.
Fleiri fundir eru þegar fyrirhugaðir, enda til-
efnin mörg. Má þar t. d. nefna hvort og þá með
hvaða hætti félagið geti stuðlað að því að al-
menningi verði auðveldað að leita réttar síns
fyrir stjórnvöldum, t. d. með einhvers konar
gjafsóknarheimild og auknum heimildum til
ákvörðunar málskostnaðar fyrir stjórnsýslu-
nefndum og hvort þörf sé á að skylda lögmenn
til endurmenntunar, sem víða tíðkast. Fleira
mætti tína til og verður gert, að því gefnu að
menn sinni því herkalli til betri fundarsóknar,
sem þessum orðum er ætlað að vera.
Jakob R. Möller, hrl. og fyrrum formaður,
barðist hvatskeytlega gegn svokölluðu fjöl-
greinasamstarfi, eða því sem hann sagði til-
raunir endurskoðunarstofa til þess að stofna til
lögmannsrekstrar. Fyrir það uppskar hann mis-
P I S T I L L F O R M A N N S :
Gunnar Jónsson
hrl.