Lögmannablaðið - 01.06.2002, Síða 23
23L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð
New York september 2002
Námsferðin til New York hefur
fengið frábærar viðtökur. Ríflega 50
manns hafa ákveðið að fara og er
hópurinn blanda af lögmönnum og
lögfræðingum á öllum aldri. Tilboð
bárust frá Flugleiðum og Úrval
Útsýn en tilboði Flugleiða var tekið.
Í boði var gisting á tveimur hótelum:
Hotel Beacon og The Stanhope Park
Hyatt Hotel. Verðmunur var tölu-
verður á herbergjum en Hyatt er öllu
íburðarmeira. Flug og gisting í
tveggja manna herbergi á mann á
Beacon er kr. 92.000.- og kr. 116.000.- á Hyatt,
en í báðum verðum eru skattar og forfallagjöld
innifalin. Auk þess bætist við kostnaður við far-
arstjórn, rútur og fleira ca. kr. 5.000.- 10.000.- á
mann. Nær allir hafa valið að dvelja á Beacon.
Á heimasíðu LMFÍ er að finna allar frekari
upplýsingar um ferðina, hótelin og fleira.
Slóðin er www.lmfi.is/félagsdeild/námskeið
fyrir lögmenn
Dagskráin er enn í vinnslu en staðfest er
heimsókn til Sameinuðu þjóðanna fimmtudag-
inn 5. september. Þar verður boðið upp á fyrir-
lestra frá lögfræði- og mannréttindadeild auk
þess sem boðið verður upp á kynnisferð um
húsakynnin. Þórdís Ingvadóttir lögfræðingur,
sem starfar í New York, mun væntanlega halda
fyrirlestur um alþjóðasakamáladómstólinn en
samningur um hann tekur gildi 1. júlí 2002.
Gréta Gunnarsdóttir, varafastafulltrúi Íslands
hjá SÞ, hefur verið sérlega hjálpleg við alla
skipulagningu á heimsókninni til Sameinuðu
þjóðanna.
Verið er að kanna möguleika á heimsókn í
kauphöllina á Wall Street föstudaginn 6. sept-
ember en Kaupþing í New York hefur aðstoðað
við þá skipulagningu. Eftir 11. september 2001
hefur verið lokað fyrir heimsóknir almennings í
kauphöllina en verðbréfafyrirtæki hafa fengið
undanþágu. Kaupþing hefur einnig boðið
hópnum til móttöku seinni part föstudagsins.
Heimsóknir í dómstól, lögmannafélag og til
lögmannsstofu eru einnig fyrirhugaðar. Verður
það vænanlega staðfest í maí. Laugardaginn 7.
september verður boðið upp á kynnisferð um
borgina fyrir þá sem vilja fá allan
pakkann á fjórum tímum. Verður
hægt að ganga frá ferðinni og greiða
hér heima með milligöngu Flug-
leiða. Væntanlega verður m.a. siglt
út í Frelsisstyttuna, farið í China
Town og að rústum World Trade
Center.
Bóksafn LMFÍ – bækur
hverfa
Allt frá því að bókasafn félagsins
var opnað hefur verið haldið fast í
þá reglu að lána ekki út bækur. Boðið hefur
verið upp á ágæta vinnuaðstöðu fyrir þá sem
þurfa lengri tíma til dæmis vegna undirbúnings
málflutnings. Ekki virðist sem öllum hafi verið
kunnugt um tilvist þessara reglu þar sem því
miður hefur það brunnið við að bækur hafa
horfið af safninu. Það er mjög bagalegt þar sem
lögmenn eiga að geta gengið að þeim á vísum
stað. Hvetur félagsdeild alla sem gætu legið
með bók eða bækur í sínum fórum að senda þær
hið fyrsta til síns heima. Hægt er að setja þær í
umslag og stinga inn um bréfalúgu á skrifstofu
félagsins eða senda í pósti.
Netaðgangur á bókasafninu.
Aðgangur að Réttaríkinu.
Lengi hefur staðið til að nettengja tölvur á
bóksafni félagsins. Hefur því verki nú verið
lokið og eru tölvurnar nú tvær og hægt að net-
tengja fartölvur við vinnuborðin. Aðgangur að
dómasafni Réttarríkins hefur verið veittur fyrir
bókasafnið og er hægt að leita í dómum Hæsta-
réttar frá árinu 1940 til dagsins í dag. Til skoð-
unar er frekari aðgangur að gagnaskrám Réttar-
ríkisins.
Til stendur að kaupa Karnov og UfR með raf-
rænu formi en þannig eru uppfærslur alltaf
nýjar. Á heimasíðu félagsins hefur verið bætt
við nýjum lið „Nýjar bækur“ en þar eru skráðar
allar nýkomnar bækur sem berast félaginu.
Einnig er þar að finna nýjan aðfangalista bóka-
safins í Lögbergi.
Jóna K.
Kristinsdóttir
Fréttir frá félagsdeild