Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 4
4 3 / 2 0 0 3 FRÁ RITSTJÓRN Með haustskipunum kemur 3. tölublaðLögmannablaðsins að vanda. Í sama tölublaði fyrir ári var stutt kynning á laga- námi á Íslandi. Átti sú kynning að vera upphafsstefið að frekari umfjöllun um laganám á Íslandi og þróun þess. Lög- mannablaðið er góður vettvangur skoð- anaskipta um þetta mál sem varðar ekki síst lögmannastéttina miklu. Nú er lög- fræði kennd í fjórum skólum á háskóla- stigi. Ljóst er að þeir háskólar sem telja að sínir nemendur muni hljóta sambærilega menntun á við kandídata frá lagadeild H.Í. gera kröfur um að lögfræðingar sem þeir útskrifa geti þreytt prófraun til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Þetta sást af fjölmiðlaumfjöllun í vor þegar Alþingi frestaði lögtöku frumvarps til breytinga á lögmannalögunum. Hefur verið boðað að nýtt frumvarp til breytinga á lögmanna- lögum verði lagt fyrir Alþingi í haust. Í blaðinu er tekið viðtal við tvo lögfræðinga sem sátu námskeið til öflunar lögmanns- réttinda sl. vor. Ekki er það nein tæmandi úttekt á kostum eða göllum námskeiðsins. En í ljósi þess að innan fárra ára kunna lögfræðingar með ólíkan bakgrunn og mismunandi áherslur í námi að sitja nám- skeiðið hlýtur mikilvægi þess að vaxa samhliða þeim kröfum sem gerðar verða til námsefnis og skipulags kennslunnar. Til frekari uppbyggingar er mikilvægt að fá álit þeirra sem setið hafa námskeiðið. Við- tal líkt og það sem birtist í þessu tölublaði er nýmæli hjá Lögmannablaðinu. Í þessu tölublaði er tvær greinar sem varða skipan dómara í Hæstarétt Íslands. Nýleg skipan í embætti hæstaréttardómara vakti athygli og opinbera umræðu. Dómsmála- ráðherra er í miðju þeirrar umræðu sem handhafi skipunarvaldsins. Hæstiréttur er ein þriggja stoða ríkisvaldsins sem stjórn- skipunin hvílir á. Þegar rætt er um réttar- öryggi má benda á að fátt er mikilvægara en að festa og traust einkenni störf og starfshætti Hæstaréttar. Ábyrgð þess sem skipar dómara er út frá þessum stjórnskip- unarréttarlegu sjónarmiðum mikil. Hér er ekki um venjulegt embætti að ræða þar sem Hæstiréttur er einn af hornsteinum lýðræðisins. Því er nauðsynlegt að lög og hefðir tryggi að um skipan hæstaréttar- dómara ríki eins mikil sátt og unnt er í lýðræðisríki. Í umræðunni hafa komið fram sjónarmið um að fleiri en dómsmála- ráðherra komi að skipun hæstaréttardóm- ara og eins hefur verið rætt um hlutverk réttarins sjálfs í því sambandi. Er mikil- vægt að lögfræðingar taki þátt í þeirri umræðu. Einnig er mikilvægt að allir þeir sem hafa víðtækan lögfræðilegan bak- grunn getið talist koma til álita sem hæsta- réttardómarar, jafnvel þótt þeir hafi ekki gengt störfum héraðsdómara. Á þetta hefur Lögmannafélagið minnt. Að lokum má velta því upp hvort nægilega vel sé búið að Hæstarétti Íslands. Vissulega eru húsakynni réttarins glæsileg en þótt dóm- arar við Hæstarétt séu níu eru aðstoðar- menn þeirra einungis þrír. Væri það nokkur ofrausn þótt hver og einn hæsta- réttardómari hefði sinn löglærða aðstoðar- mann? Þórður Bogason ritstjóri.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.