Lögmannablaðið - 01.10.2003, Síða 19

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Síða 19
19L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Fréttir frá félagsdeild Fréttir frá félagsdeild Starfsmaður félagsdeildar hefur undanfarið einbeitt sér að undirbún- ingi haustsins. Ekki hafa þó haust- verkin falist í sultugerð eða slátur- stússi að þessu sinni heldur undir- búningi námskeiða fyrir lögmenn, haustferðar á Þingvelli og annað sem þarf að huga að svo þeir svelti ekki á andlega sviðinu. Afrakstur- inn er nokkuð drjúgur þótt hann fari hvorki í búrið eða frystikistuna. Að þessu sinni verður farið í haustferðalag á Þingvelli og mun Sigurður Lín- dal fyrrverandi lagaprófessor verða fararstjóri. Lagt verður af stað kl. 14 laugardaginn 4. okt- óber, og verður gengið um þingstaðinn með Sigurði. Endað verður með þriggja rétta máltíð í Valhöll. Haustnámskeið Á þessu hausti eru 10 námskeið skipulögð hjá félaginu og eru þau af ýmsu tagi. Má þar nefna trílógíu um fjármálamarkaðinn, upp- lýsingaleit á netinu, word fyrir vana, námskeið í tölvupósti og villibráðarnámskeið sem búist er við mikilli þátttöku á. Einnig eru skipulögð námskeið fyrir starfsmenn á lögmannsstofum, bæði í ensku og gerð hæstaréttarágripa. LMFÍ hefur það að stefnu sinni að bjóða félags- mönnum sínum upp á fjölbreytt námskeið á sanngjörnu verði og félagsmenn kunna vel að meta það. Námskeiðin eru öll auglýst á öðrum stað í blaðinu og um að gera að skrá sig sem fyrst. Handbók lögmanna Það gerist öðru hvoru að lögmenn hafa sam- band við félagið og undra sig á því að þeir hafa ekki fengið sent efni í handbók lögmanna um langa hríð. Svarið við þessu er að handbókin hefur um nokkurra ára skeið verið gefin út á netinu. Í vinstra horni á heimasíðu félagsins, www.lmfi.is er tengill í handbók þar sem félagsmenn geta valið á milli fjölmargra mögu- leika, m.a. að prenta út félagatalið. Skrifstofa LMFÍ getur hins vegar ljósritað félagatalið ef menn kjósa frekar og kostar það þá kr. 600,- Erfðafjárskattur – Skuldabréf Á heimasíðu LMFÍ eru reikni- vélar til að reikna út erfðafjárskatt og afborganir skuldabréfa. Reikni- vélarnar eru aðeins opnar fyrir félagsmenn félagsdeildar LMFÍ. Bókasafn LMFÍ Á hverju ári er talsverðri fjárhæð varið í kaup á nýjum bókum, gagnagrunnum og föstum áskriftum fyrir bókasafn Lögmannafé- lagsins en sérstök bókasafnsnefnd sér um valið. Það sem af er þessu ári hafa verið keyptar u.þ.b. 40 bækur en auk þess er notkun Karnov og Ufr á internetinu sífellt að aukast. Hægt er að skoða bókakost bókasafns LMFÍ á heima- síðu félagsins. Metrabókin er opin fyrir alla meðlimi félagsdeildar LMFÍ og því handhægt að athuga hvort viðkomandi rit eru til áður en komið er til að leita á bókasafninu. Boðið er upp á aðstoð fyrir hádegi við að komast í gagnagrunna á internetinu og fleira. Einnig er rétt að benda á námskeið í upplýsingaleit á net- inu sem verður haldið á haustönn hjá félaginu. Internetið er sífellt að verða mikilvægari leitar- miðill fyrir lögmenn sem aðrar stéttir og enginn ætti að láta fram hjá sér fara stutt námskeið í að rata í því völundarhúsi. Auk þess er byrjað að bjóða upp á að kaupa einstakar greinar hjá Karnov og UfR en nánar er hægt að lesa um það á heimasíðu þeirra www.thomson.dk. Eyrún Ingadóttir

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.