Lögmannablaðið - 01.10.2003, Side 22

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Side 22
22 tíma þá held ég að þetta hljóti að vera algjörlega nauðsyn- legt. Stærsti gallinn við nám- skeiðið var þó að mínu mati sá að kennslan var, á heildina litið, mjög ómarkviss og ein- kenndist af miklum endurtekn- ingum. Allt of miklum tíma var t.d. eytt í að fara í efni sem þátttakendur áttu að hafa lært í kjarnafögunum í lagadeildinni, þá aðallega réttarfari. Við það bættist að kennararnir voru líka oft að fjalla um efni í sínum fyrirlestrum sem farið hafði verið í af öðrum kenn- urum á námskeiðinu og jafnvel efni sem þeir höfðu sjálfir fjallað um fyrr á námskeiðinu. Það virðist því vera að kennararnir fái litlar upplýsingar um það hvaða efni þeir eiga að fjalla um og hvaða efni aðrir kennarar muni fjalla um. Ég held að það hljóti að vera jafn leiðinlegt fyrir kennarana að kenna efni sem nemendur hafa heyrt fjallað um skömmu áður, jafnvel oftar en einu sinni, og fyrir nemend- urna að hlusta á það. Auðvitað stóðu margir kennaranna sig vel og oftar en ekki held ég að um hafi verið að kenna skorti á því að þeir væru nógu vel upplýstir um það um hvað þeir ættu að fjalla um og hvað aðrir hefðu eða myndu fjalla um. Ég tel að prófnefndin verði að tryggja að efni fyrirlestra skarist ekki jafn mikið og raun ber vitni. Ég held að það yrði til mikilla bóta að skilgreina nokkuð nákvæmlega á hverju nemendur eigi að kunna skil að loknu nám- skeiðinu og um hvað eigi að fjalla í hverjum fyr- irlestri. Það dugar ekki að segja bara við fyrirles- ara: „Farðu nú og segðu þeim eitthvað sniðugt um Lögmannafélagið,“ sagði Vífill að lokum. Helga Hlín Hákonardóttir útskrifaðist úr Háskóla Íslands árið 1997 og starfar nú hjá lög- fræðideild Íslandsbanka. Ertu ánægð með hdl námskeiðið? Já mjög ánægð og þá sérstaklega með fyrri hlutann. Efnið var áhuga- vert, farið í almennt praktísk atriði í réttarfari og fullnustugerðir voru góðar. Siðareglur og réttindi og skyldur lögmanna voru auðvitað tekin fyrir og ég held reyndar að allir starfandi lögmenn hefðu gagn af því að fá þetta efni beint í æð með reglu- legu millibili. Hvað fannst þér gagnlegast á því? Minn ágæti árgangur í Lagadeild HÍ fékk ekki kennslu í fullnustugerðum á sínum tíma, svo það var mjög gott að fá kennslu í þeim. Aðalsteinn Jónasson kenndi okkur og gerði þarna góða hluti sem oftar. Svo var líka gagnlegt að máta skikkj- urnar niðri í Héraðsdómi Reykjavíkur og þar komst ég að því að þær minnstu pössuðu mér næstum því, en það er alveg spurning hvort ekki ætti að smella þeim í hreinsun? Er eitthvað sem þér finnst að hefði mátt gera betur? Menn voru almennt sammála um að seinni hluti námskeiðsins nýttist ekki jafn vel og sá fyrri. Ein- hverjir voru komnir með samviskubit gagnvart vinnuveitendum sínum þar sem þeim fannst þeir ekki vera að nýta tímann nógu vel. En það var engu að síður ákaflega gaman að setjast aftur á skólabekk og kynnast fullt af skemmtilegum koll- egum. Nú svo myndaðist auðvitað nett lagadeild- arstemning í hópnum og að loknum prófum var fagnað ógurlega eins og okkur einum er lagið! 3 / 2 0 0 3 Nemendur ásamt Gunnari Jónssyni formanni í móttöku LMFÍ að lokinni útskrift. F.v. Ólafur Ari Jónsson, Gunnar Jónsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Karen Bragadóttir.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.