Lögmannablaðið - 01.10.2003, Page 6

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Page 6
6 SÚ HEFÐ hefur skapast að halda vorþingLögmannafélags Íslands á Þingvöllum ár hvert í samvinnu við Dómarafélag Íslands. Í byrjun júní sl. hlustuðu á annað hundrað lögmanna og lögfræðinga á framsögur ræðumanna sem veltu fyrir sér afsali full- veldisréttar, framtíð EFTA, kostum og göllum EB aðildar og hvort stjórnarskrá Íslands stæðist nána alþjóðlega samvinnu. Einnig voru dómar EFTA dómstólsins kynntir sem og dómstóllinn sjálfur. Frummælendur fundarins voru þeir Þór Vil- hjálmsson, fyrrverandi forseti EFTA dómstólsins, Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við HÍ, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka Iðn- aðarins og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA dómstólinn, en sérstakur gestur fundarins var Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, sem kynnti dómstólinn og ræddi um samvinnu hans við dómstóla aðildarríkjanna. Framsaga Þórs Vilhjálmssonar nefndist; Athugasemdir við EES samninginn. Hann ræddi um þá gagnrýni sem fram hefði komið um að það væri ekki í samræmi við íslenska stjórnarskrá að reglur, sem stjórnvöld hefðu takmarkaða getu til að hafa áhrif á, kæmu erlendis frá og hvernig best væri að bregðast við þeirri gagnrýni. Hann sagði m.a. að þetta nýja kerfi væri framandlegt en ekki ólöglegt og erfiðleikar íslenskra stjórnvalda hefðu fyrst og fremst falist í því að sveigja Ísland að nýjum viðhorfum. Davíð Þór Björgvinsson ræddi ákvæði stjórnar- skrár um framsal ríkisvalds og bar saman við ákvæði í stjórnarskrám annarra Evrópuríkja. Hann fór yfir réttarstöðuna á Íslandi og rakti rök fyrir því að setja ákvæði um framsal ríkisvalds í stjórn- arskrána. Í framsögu sinni lýsti hann því sem hann taldi vera réttarstöðuna á Íslandi. Samkvæmt því er framsal valdheimilda íslenska ríkisins til alþjóða- stofnana heimilt að vissu marki að uppfylltum þeim skilyrðum að framsalið sé byggt á lögum, 3 / 2 0 0 3 VORÞING Á ÞINGVÖLLUM Stjórnarskrá Íslands og Evrópusamvinna – samvinna íslenskra dómstóla og EFTA-dómstólsins Fundarstjóri var Lára V. Júlíusdóttir hrl. sem jafnframt stýrði umræðum. Með henni á myndinni eru Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstóls- ins sem var sérstakur gestur fundarins og Þorgeir Örlygsson dómari við EFTA- dómstólinn.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.