Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 26
26 3 / 2 0 0 3 Trílógía um fjármálamarkaðinn Í tilefni af nýjum lögum frá Alþingi sem varða fjármálamarkaðinn stendur LMFÍ fyrir þremur námskeiðum í haust. Námskeiðin verða þrjá fimmtudaga í röð og er afsláttur veittur ef þátt- takendur skrá sig á þau öll. 1. Ný lög um fjármálafyrirtæki. Þann 1. janúar 2003 tóku gildi ný lög um fjármálafyr- irtæki sem fólu í sér ýmsar nýjungar fyrir íslenskan fjármálamarkað. Á námskeiðinu mun Helgi Sigurðs- son hrl., fjalla um helstu ákvæði þeirra. Kennari: Helgi Sigurðsson hrl., forstöðumaður lög- fræðisviðs Kaupþings-Búnaðarbanka. Tími: Fimmtudagur 23. október. Kl. 16:15 – 19:15 2. Ný lög um verðbréfaviðskipti. Þann 1. júlí 2003 tóku gildi ný lög um verðbréfavið- skipti. Á námskeiðinu mun Bjarki Diegó hrl., hjá Kaupþingi Búnaðarbanka fjalla um þær breytingar sem verða á viðskiptum með verðbréf í kjölfar lag- anna. Kennari: Bjarki H. Diegó, hrl., hjá Kaupþing Búnað- arbanka. Tími: Fimmtudagur 30. október. Kl. 16:15 – 19:15 3. Ný lög um verðbréfasjóði og fjár- festingasjóði. Þann 1. júlí 2003 tóku gildi ný lög um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Jóhann Pétur Harðarson hdl., á LOGOS, mun kenna á námskeiðinu. Kennari: Jóhann Pétur Harðarson hdl., á LOGOS. Tími: Fimmtudagur 6. nóvember. Kl. 16:15 – 19:15 Kennslustaður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9. Verð á hvert námskeið: kr. 12.500,- en fyrir félaga í félagsdeild: kr. 9.000,- Verð á öll námskeiðin: kr. 28.000,- en fyrir félaga í félagsdeild: kr. 21.000,- Samkeppnisréttur Námskeiðið fjallar um lög og reglur er varða sam- keppnisrétt. Rætt verður um misnotkun á markaðsráð- andi stöðu, samráð og samruna fyrirtækja. Einnig verður fjallað um málsmeðferð í samkeppnismálum og hvers konar ákvæði er heimilt að hafa í samningum út frá samkeppnisrétti og EES. Kennarar:Gunnar Sturluson hrl. hjá LOGOS, stunda- kennari við lagadeild HÍ og Heimir Örn Herbertsson hdl. hjá Lögmönnum Skóla- vörðustíg 6b. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9 Tími: Þriðjudagur 7. október Kl. 16-19. Verð: kr. 16.000,- kr. 12.500 fyrir félaga í félags- deild, Stofnun félaga – reglur og hagnýt atriði Námskeiðið fjallar um stofnun félaga, firmaheiti og vernd hugverkaréttinda. Kynntar verða reglur um vörumerkjarétt og lén. Kennarar:Halldór Jónsson hdl., hjá Lex, stundakenn- ari við lagadeild HR og við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, og Borghildur Erlings- dóttir, lögfræðingur og deildarstjóri á Einka- leyfastofunni. Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9. Tími: Fimmtudagur 16. okt., kl. 17:00 - 20:00 Verð: kr. 16.000,- kr. 12.500,- fyrir félaga í félags- deild, Námskeið í Word fyrir vana. Námskeið fyrir þá sem hafa þekkingu í word en vilja nýta sér enn frekar möguleika þess, s.s.: linkar, efnis- yfirlit, samanburður á skjölum, leiðréttingar (track changes) compare documents, merge documents, prot- ect document, envelopes and labels, letter wizard og hyperlink. Athugið að haldin verða tvö námskeið Kennari: Gyða Richter Staður: NTV, Hlíðarsmára 9, 200 Kópavogi Tími: Miðvikudagur 15. okt. kl. 9:00-13:00 eða miðvikudagur 5. nóvember kl. 9:00-13:00 Verð: kr. 12.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 9.000,-Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfang: eyrun@lmfi.is NTV veitir meðlimum félagsdeildar LMFÍ einnig afslátt af öðrum námskeiðum. NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.