Lögmannablaðið - 01.10.2003, Side 18

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Side 18
18 ustu mönnum vantaði. Eru þeir hinir sömu beðnir að skipuleggja sumarfríið sitt betur að ári. IV. Opna Lundamótið Keppnin fór fram í Vestmannaeyjum föstudag- inn 22. ágúst. Spiluð var 18 holu punktakeppni en úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti: Helgi Bragason með 34 punkta 2. sæti: Guðjón Grétarsson með 33 punkta 3. sæti: Karl Ó. Karlsson með 29 punkta VI. Meistaramót LMFÍ Meistaramótið var haldið föstudaginn 19.sept- ember og aðeins átta manns – tvö holl – tóku þátt. Það leit svo sem allt út fyrir mjög dræma þátttöku en fjórir afboðuðu sig með ca. 40 mín. fyrirvara. Mikið rok hafði áhrif á leik þessara átta sem mættu en skorin voru eftirfarandi: Án forgjafar: 1. Björgvin Þorsteinsson 76 högg 2. Gísli Hall 84 högg 3. Rúnar Guðmundsson 91 högg 4. Karl Karlsson 102 högg Með forgjöf: 1. Björgvin Þorsteinsson 74 högg 2. Gísli Hall 79 högg 3. Karl Karlsson 81 högg 4. Rúnar Guðmundsson 83 högg Holuverðlaun fengu Björgvin Þorsteinsson og Rúnar Guðmundsson. Björgvin Þorsteinsson var með lengsta drive. Að loknum leik fengu kepp- endur súpu og pottrétt eins og þeir gátu í sig látið í boði Sjóvá-Almennra, sem styrktu mótið einnig með verðlaunagripum. Hafði verið pantað og eldað ofan í 25 manns en niðurstaðan var að við fengum mat fyrir 15. Það var því nóg til. Skipuleggendur hafa mikinn hug á að halda meistaramótið fyrr á næsta ári. Við þökkum þeim kylfingum sem tóku þátt í mótum þessa árs fyrir golfsumarið. Við vonumst til að sjá enn fleiri lögmenn með golfkylfur að ári og ekki síst hinn mikla fjölda af upprennandi golf- spilurum sem sögur fara af í stéttinni. Með kveðju frá sjálfskipaðri golfnefnd LMFÍ 3 / 2 0 0 3 Að loknu móti. F.v: Ólafur Rafnsson, Gunnar Viðar, Hilmar Magnússon, Karl Ólafur Karlsson, Guðmundur Sigurðsson, Guðmundur Pétursson, Guðjón Grétarsson, Hrannar Jónsson og Stefán Ólafsson. Á myndina vantar gestgjafana Jóhann Pétursson og Helga Bragason.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.