Lögmannablaðið - 01.10.2003, Page 20

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Page 20
20 Þann 28. maí sl. útskrifuðust 56 nemendur úr bóklegum hluta námskeiðs til öflunar héraðs- dómslögmannsréttinda. Þetta er í fjórða sinn sem námskeiðið er haldið og aðsókn var mun meiri en áður. Í prófnefnd sátu Eiríkur Tóm- asson lagaprófessor, Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari og Sif Konráðsdóttir hrl., en auk þeirra kenndi fjöldi lögmanna á nám- skeiðinu. Bóklegi hluti námsins var í tvennu lagi þar sem í fyrri hlutanum var farið í réttindi og skyldur lög- manna, störf verjenda og réttargæslumanna, skiptastjórn, sönnun, lögfræðilega skjalagerð og störf lögmanna í fullnustugerðum. Í síðari hlut- anum var málflutningur, rekstur lögmannsstofa auk kynningar á starfsemi LMFÍ. Að loknum bók- legum hluta var útskrift en nemendur þurfa að þreyta verklega prófraun innan sex mánaða til að fá réttindi sem héraðsdómslögmenn. Við útskriftina ræddi Eiríkur Tómasson for- maður prófnefndar um mikilvægi réttaröryggis og hve erfitt það getur reynst lögmönnum að varð- veita sjálfstæði og trúnað við umbjóðendur í sumum málum þar sem almenningsálitið er and- snúið sakborningum. Í slíkum tilvikum væri mik- ilvægt að lögmenn héldu trúnað bæði vegna hags- muna skjólstæðinga og réttaröryggis. Eiríkur sagði það eitt af skilyrðum fyrir því að dómstólar viðhéldu sjálfstæði sínu að þeir drægjust ekki um of inn í þær deilur sem uppi væru í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Til þess að forðast slíkt væru mál lögð fyrir dómstólana með tilteknum hætti þar sem fram kæmu sjónarmið málsaðila. Þetta mikil- væga hlutverk væri oftast nær í höndum lögmanna og þar sem málsúrslit réðust oft af málatilbúnaði aðila skipti sköpum að þeir séu vandanum vaxnir. “Ef lögmenn leysa störf sín vel af hendi leiðir það m.ö.o. til vandaðri dómsúrlausna og þar með auk- ins réttaröryggis í þjóðfélaginu,” sagði Eiríkur sem enn fremur ræddi um þær miklu kröfur sem gera þyrfti til hæfni og menntunar íslenskra lög- manna ef réttarkerfið ætti að jafnast á við það sem best gerist með öðrum þjóðum. Þegar nemendur höfðu fengið afhent prófskír- teini sín bauð Gunnar Jónsson, formaður LMFÍ, þá velkomna í Lögmannafélag Íslands. Hann ræddi almennt um lögmannsstarfið og lagði sér- staka áherslu á mikilvægi þess að lögmenn væru sjálfstæðir og óháðir í störfum sínum. Þannig væri grundvallaratriði að úrskurðar- og agavald yfir lögmönnum yrði áfram hjá lögmannafélaginu. Lögmenn, sem væru undir eftirlits- og agavaldi stjórnvalda, gætu vart talist óháðir. Gunnar sagði t. d. að stöðugt væri sótt að þagnarskyldunni undir formerkjum annarskonar góðra og gildra hags- muna, s.s. til varnar gegn peningaþvætti og í þágu ýmiskonar rannsókna yfirvalda. “En lögmenn hljóta að verjast slíkum árásum, þagnarskyldan er liður í réttarörygginu. Borgararnir verða að geta treyst því að lögmenn leki því ekki til yfirvalda sem undir þá er borið. Þau réttindi borgaranna verða lögmenn að vernda og sú barátta verður ykkar í framtíðinni,” sagði Gunnar að lokum. Lögmannablaðið ræddi við tvo nýútskrifaða lögmenn, þau Vífil Harðarson og Helgu Hlín Hákonardóttur um hvernig þeim hefið líkað nám- skeiðið. 3 / 2 0 0 3 Metaðsókn að hdl-námskeiði Hluti útskriftarnemenda á hdl-námskeiði vorið 2003 sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið stóð fyrir.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.