Lögmannablaðið - 01.10.2003, Page 24

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Page 24
Árlegur forsætisfundur norrænu lögmannafé-laganna fór fram hér á landi dagana 29. – 31. ágúst s.l., nánar tiltekið á Akureyri. Að þessu sinni voru fimm megin málefni á dagskrá fundarins, auk skýrslna félaganna um helstu þætti starfsemi hvers félags um sig frá síðasta forsætisfundi. Fyrsta mál á dagskrá fundarins varðaði hlut- verk og þýðingu agavaldsnefnda lögmanna á Norðurlöndunum og beitingu aga-úrræða. Í fram- sögu sinni um málið gerði Helge Aarseth, for- maður norska lögmannafélagsins, m.a. grein fyrir samanburði á þeim leiðum sem farnar hefðu verið á Norðurlöndunum við setningu reglna um eftir- lits- og agavald yfir lögmönnum. Upplýsti Helge að siðamál lögmanna hefðu mikið verið í brenni- depli í Noregi undanfarin misseri, m.a. í kjölfar nokkurra umfangsmikilla dómsmála þar sem lög- menn höfðu í störfum sínum gerst sekir um alvar- leg brot gegn siðareglum. Í kjölfar þessara mála gætti vaxandi þrýstings frá stjórnvöldum, almenn- ingi og reyndar einnig frá félagsmönnum sjálfum um að stemma stigu við þessari óheilla þróun. Benti Helge á mikilvægi þess að lögmannafélögin sýndu frumkvæði í þessum málum og stæðu undir þeim kröfum sem gerðar væru til þeirra um eftir- lit með félagsmönnum. Efni það sem danska lögmannafélagið tók fyrir á fundinum snéri að hlutverki lögmanna sem ráð- gjafa gagnvart almenningi. Í nýlegri skoðana- könnun sem danska lögmannafélagið lét gera, og kynnt var á fundinum, kom fram að 88% þeirra sem nýtt hefðu sér þjónustu lögmanna á síðustu tveimur árum hefðu verið ánægðir með þjón- ustuna. Hins vegar hefði komið í ljós þegar þessar tölur voru skoðaðar nánar að kaupendur þessarar þjónustu voru að langstærstum hluta fyrirtæki og stofnanir, en aðeins þriðjungur þeirra einstaklinga sem könnunin náði til, hefði leitað ráðgjafar lög- manna á sama tíma. Jafnframt hafi komið fram í skoðanakönnuninni að ímynd almennings á lög- mönnum væri allt önnur en ímynd forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana og að þekking almennings á störfum lögmanna væri verulega áfátt. Ljóst væri að gera þyrfti átak í því að gera verk lög- manna sýnilegri og upplýsa almenning um það í hverju störf þeirra sem ráðgjafa væru fólgin. Lög- menn þyrftu einnig að setja betur niður fyrir sig á hvaða réttarsviðum slík ráðgjöf sé möguleg. Þá eigi lögmenn ekki að eyða tíma í að útskýra fyrir þeim einstaklingum sem leita til þeirra í hverju vandamál þeirra væru fólgin, heldur benda á hvernig hægt sé að leysa þau, þ.e. að selja þeim lausnir. Umfjöllunarefni sænska lögmannafélagsins á fundinum varðaði hlutverk lögmanna utan hefð- bundinnar vinnu sem lögfræðilegra ráðgjafa. Bent var á að miklar breytingar hefðu orðið á störfum sænskra lögmanna á síðustu árum, m.a. vegna áhrifa Evrópusambandsaðildar, alþjóðavæðingar, aukinnar samkeppni, sérhæfingar og stærri mark- aðar. Vaxandi krafa væri frá fyrirtækjum um að lögmannsstofur veittu víðtækari þjónustu og hefðu sænskir lögmenn m.a. brugðist við þessum kröfum með því að ráða viðskiptafræðinga og aðra sér- hæfða ráðgjafa inn á stofur sínar og þannig getað boðið skjólstæðingum sínum upp á heildarlausnir. Færðist í vöxt að slíkir sérfræðingar gerðust hlut- hafar í lögmannsstofum, enda ekki gerð krafa um lögmannsstofur séu 100% í eigu lögmanna. Finnska lögmannafélagið gerði að umtalsefni trúnaðarskyldu lögmanna, uppruna hennar, stöðu og þróun, en þessi grundvallarskylda lögmanns 24 3 / 2 0 0 3 Forsætisfundur norrænu lögmannafélaganna Frá forsætisfundi norrænu lögmannafélaganna á Akureyri í lok ágúst.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.