Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2006 > 2 Réttur hluthafa til áhrifa og minnihlutavernd Fjallað verður um stöðu hluthafa í stjórnkerfi hlutafélaga og um rétt- arstöðu þeirra gagnvart stjórnendum og félagi. Einnig verður fjallað um skipan og hlutverk stjórnar og framkvæmdastjórnar sem og reglur hlutafélagalaga sem tryggja hluthöfum ýmsar leiðir til áhrifa og eftirlits með stjórnendum. T­rúnaðarskyldur stjórnenda og meg- inregla um minnahlutavernd verða einnig til umfjöllunar. Kennari Áslaug Björgvinsdóttir dósent við Háskólann í Reykjavík Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími Þriðjudagur 24. október kl. 16:00-19:00. Verð kr. 16.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.000,- Einkaskipti dánarbúa Farið verður yfir einkaskipti dánarbúa og helstu atriði sem skipta máli í því sambandi. Skjalagerð við einkaskipti og útreikning erfða- fjárskatts. Fjallað verður um skattlagningu dánarbúa. Kennarar Steinunn G­uðbjartsdóttir hrl., hjá Borgarlög mönnum, Bergþóra Sig mundsdóttir lögfræðingur hjá Sýslu- manninum í Reykjavík og Vala Valtýsdóttir, hdl. hjá T­axis. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími Þriðjudagur 31. október 2006, 16:00-19:00. Verð kr. 17.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 13.000,- Ábyrgð farmfl ytjanda Fjallað verður um skaðabótaábyrgð farmflytjanda vegna farmtjóns í sjóflutningum. Aðaláherslan verður lögð sönnunarbyrði, ábyrgðar - reglur, ákvörðun bótafjárhæðar og reglur um takmörkun ábyrgð- ar samkvæmt siglingalögum nr. 34/1985 og flutningsskilmálum ís lenskum skipafélaganna. Auk þess verður fjallað um almenna þjónustuskilmála flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu, en færst hefur í vöxt að samið sé um að þessir skilmálar gildi um þjón- ustu íslensku skipafélaganna eftir að flutningsábyrgð þeirra lýkur. Loks verður stuttlega farið yfir reglur um ábyrgð farmflytjanda í land- og flugflutningum og þær bornar saman við nefndar reglur sjóréttar. Kennari Einar Baldvin Axelsson, hdl., hjá LOG­OS Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími Þriðjudagur 14. nóvember kl. 16:00-19:00. Verð kr. 16.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.000,- Útrásin - Hlutverk íslenskra lögmanna Fjallað með almennum hætti um hlutverk íslenskra lögmanna í útrásarverkefnum. Hvernig undirbúningi er háttað, ráðning erlendra ráðgjafa, verkstýring, skattaleg uppsetning, áreiðanleikakannanir, skjalagerð, fjármögnun og fleira. Kennari G­uðmundur J. Oddsson, hdl. forstöðumaður útibús LOG­OS í London Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími Föstudagur 17. nóvember kl. 14:00-17:00. Verð kr. 23.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 19.000,- Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfangið: eyrun@lmfi.is Náms­keið haus­tannar Verktakaréttur Á námskeiðinu verður fjallað um valin efni í verktakarétti. Farið verð- ur yfir nýlega dóma sem hafa þýðingu og ný form samninga kynnt. Kennari Jóhannes Karl Sveinsson hrl. hjá Landslögum Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími Þriðjudagur 21. nóvember kl. 16:00-19:00. Verð kr. 16.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.000,-

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.