Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 > 13 Á yfirstandandi löggjafarþingi var lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla nr. 15/1998 og lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Helstu breytingar með frumvarpinu eru þær að veita dóm- stjórum héraðsdómstóla heimild til að fela löglærðum aðstoðarmönnum héraðsdómara að fara með dómstörf að ákveðnu marki. Einnig er meðal annars fjallað um seinkun á birtingu dóma Hæstaréttar Íslands á netinu vegna kæru á úrskurðum skv. lögum um meðferð opinberra mála (oml.), bann við myndatökum í dómhúsum og fleira. Breyting á lögum um dómstóla varðandi löglærða aðstoðarmenn Í 6. gr. frumvarpsins er lögð til breyt- ing á núverandi fyrirkomulagi varðandi löglærða aðstoðarmenn héraðsdóm- ara. Getur dómstjóri, sbr. 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins, falið aðstoðarmanni að annast hvers konar dómsathafnir en þó ekki fara með og leysa að efni til úr einkamálum, þar með töldum ágreiningsmálum um fullnustugerðir eða þinglýsingar, þar sem vörnum er haldið uppi eða opinberum málum frá því að þau koma til aðalmeðferðar. Virðist sem dómstjóri geti meðal ann- ars falið aðstoðarmanni dómara að annast viðurlagaákvörðun og taka mál til dóms ef brot varðar ekki þyngri refsingu en átta ára fangelsi, sbr. 125. gr. oml. Auk þess er gert ráð fyrir að hægt verði að fela þeim að sinna kröfu um úrskurði skv. 87. gr., sbr. 86. gr., 90. gr., sbr. 89. gr., og 103. gr. oml., en þessi ákvæði eiga það sammerkt að þau fela í sér takmörkun á mikilsverð- um mannréttindum sem varin eru af ákvæðum stjórnarskrár og mannrétt- indasáttmála Evrópu. Laganefnd LMFÍ hefur uppi efasemd- ir um þessa heimild og telur hana of víðtæka. Einnig þurfi að skilgreina nánar hvaða verk það eru sem aðstoð- armönnum er ætlað að sinna. Bann við myndatökum og öðrum upptökum í dómhúsum Í 7. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir nýmæli um bann við myndatök- um og öðrum upptökum í dómhús- um. Undanskildar eru upptökur sem eðlilegar eru fyrir rekstur dómstóla. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að færst hafi í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum eigi það við í opinberum málum. Hér má ætla að vegist á tvenns konar hagsmunir. Annars vegar hagsmun- ir aðila dómsmáls, í flestum tilfellum sakborninga, til að geta einbeitt sér að vörn sinni í stað þess að vera sífellt á varðbergi gagnvart fjölmiðlum. Hins vegar eru það hagsmunir fjölmiðla og almennings á að fá óheftan sjón- og hljóðrænan aðgang að dómhúsum og óheftar upplýsingar um gang dóms- mála og niðurstöður þeirra. Laganefnd telur að hagsmunir aðila dómsmáls og þeim er því tengjast, svo sem fjöl- skyldna aðila, vegi þyngra en réttur fjölmiðla til að koma mynd- og tal- brotum til almennings. Umsagnir laganefndar LMFÍ ráðherra stefnt til að þola ógildingu úrskurðar umhverfisráðherra en ekki Skipulagsstofnun. (H 231/2002, H 568/2002 og H 280/2003). Hins vegar var talið óþarft að stefna umhverf- isráðherra í máli þar sem krafist var ógildingar á úrskurði ráðherrans um mat á umhverfisáhrifum en nægjan- legt að stefna Vegagerð ríkisins og Reykjavíkurborg. Skiplagsstofnun var ekki stefnt þótt hún hefði fellt úrskurð í málinu á sínum tíma (H 501/2002). Rétt er að geta þess að Einar Karl rit- aði grein um þessi álitamál í 3. tbl. Úlfljóts 2005 sem ber heitið Hvernig er þetta með ríkið? Skúli taldi, að því leyti sem dóma- framkvæmdin væri skýr, félli hún illa að efnisreglum stjórnsýsluréttar. Hann benti á þessu til stuðnings að óæskilegt væri að það stjórnvald, sem tekið hefði hina endanlegu stjórnvaldsákvörðun, ætti ekki aðild að dómsmáli um gildi hennar. Stjórnvaldið gæti eitt búið yfir upplýsingum sem þarft væri að kæmu fram í dómsmálinu. Dæmi væri um að hægt væri að krefjast ógilding- ar stjórnvaldsákvörðunar án þess að nokkrum opinberum aðila væri stefnt (H 501/2002). Óljóst væri hvort og hvernig niðurstaða í slíku máli gæti bundið stjórnvaldið. Aðild ríkisins í dómsmálum væri nú svo háttað að nauðsyn bæri til þess að setja í lögin um meðferð einkamála ákvæði þar sem skýrt væri kveðið á um málsaðild ríkisins. Skúli gerði grein fyrir hug- myndum sínum að frumvarpi til slíkra breytinga. Í stað þess að rekja þær hér sérstaklega er vísað til greinar sem Skúli skrifaði um þær í 3. tbl. Úlfljóts 2005. Friðgeir Björnsson TIL SÖLU GRÁGÁS, prentuð árið 1829. LÖGFRÆÐINGATAL, prentað árið 1910. Upplýsingar í síma 895 1755

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.