Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 > 21
Leiðbeinandi reglur fyrir
lögmenn um varnir gegn
peningaþvætti
Lögmannafélag Íslands hefur útbúið
leiðbeinandi reglur fyrir lögmenn
um varnir gegn peningaþvætti og
fjármögnun hryðjuverkastarfsemi.
Markmið þeirra er að koma í veg
fyrir að þjónusta lögmanna eða lög-
mannsstofa verði notuð til að þvætta
fjármuni eða fjármagna hryðjuverka-
starfsemi. Reglunum er ætlað að end-
urspegla þau lágmarksviðmið sem
Lögmannafélag Íslands telur að félags-
menn ættu að hafa í starfsemi sinni
á grundvelli gildandi laga og tilmæla.
Leiðbeiningarreglurnar voru sendar
félagsmönnum í tölvupósti í byrjun
mars s.l.. Þær er einnig að finna í hand-
bók lögmanna á heimasíðu félagsins.
Virðisaukaskattskyld
þjónusta banka,
sparisjóða og annarra
fjármálafyrirtækja.
Í byrjun árs sendi stjórn Lög-
mannafélagsins bréf til ríkisskattstjóra,
þar sem vakin er athygli á vaxandi
þjónustu banka, sparisjóða og ann-
arra fjármálastofnana, sem ekki verð-
til lögmanna og annarra lög fræðinga,
sem sinni bæði störfum er tengjast
eiginlegri banka- og lánastarfsemi en
einnig og í vaxandi mæli þjónustu sem
ekki getur talist falla undir slíka starf-
semi fjármálafyrirtækjanna.
Stjórn félagsins bendir á að með þessu
sé samkeppnisstaða sjálfstætt starf-
andi sérfræðinga, sem hafa atvinnu af
slíkri ráðgjöf og/eða þjónustu, skert
verulega. Þeir þurfi að leggja virð-
isaukaskatt ofan á þá þjónustu sem
þeir selja en ekki fjármálafyrirtækin
sem þó stunda sömu starfsemi í sam-
keppni við lögmenn. Þar sem ljóst er
að framangreind þjónusta sérfræðinga
fjármálafyrirtækjanna fellur ekki undir
eiginlega banka- og lánastarfsemi í
skilningi virðisaukaskattslaganna, hlýt-
ur hún að vera virðisaukaskattskyld.
Sú skylda hvíli á skattayfirvöldum að
sjá til þess að þeir aðilar sem eru virð-
isaukaskattskyldir samkvæmt íslensk-
um lögum, standi skil á þeim skatti
í ríkissjóð. Því sé eðlilegt að embætti
ríkisskattstjóra geri úttekt á umfangi
þeirrar þjónustu fjármálafyrir tækjanna
sem ekki fellur undir undanþáguákvæði
3. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaganna
og sjá til þess að þessi þjónusta verði
skattlögð til jafns við það sem gerist
Af vettvangi félagsins
ur talin falla undir undanþáguákvæði
3. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga nr.
50/1998, en fyrirtækin greiða hins
vegar ekki virðisaukaskatt af.
Í bréfinu bendir stjórn félagsins á að
enda þótt umrætt undanþáguákvæði
sé nokkuð opið og almennt orðað,
komi skýrt fram í greinargerð með
frumvarpi því sem síðar varð að lögum
nr. 50/1988, að undir það falli ein-
ungis eiginleg banka- og lánastarfsemi.
Vísað er til þess að starfsemi og starfs-
umhverfi banka, sparisjóða og ann-
arra fjármálafyrirtækja hafi gjörbreyst
á undanförnum misserum og árum.
Þessi fyrirtæki, sem áður hafi nær ein-
göngu stundað inn- og útlánastarfsemi
hér á landi, reki nú mörg hver fjölþætta
fjármála þjónustu hérlendis og erlendis,
þar sem viðskiptavinum er boðið upp á
margháttaða þjónustu, allt frá einfaldri
lánastarfsemi upp í heildarfjármögnun
og ráðgjöf við stofnun, kaup, yfirtöku
eða sameiningu fyrirtækja. Einnig hafi
bankar í auknu mæli boðið upp á
skatta- og tryggingaráðgjöf o.fl.
Bent er á að samhliða framangreindri
þróun hafi háskólamenntuðum sér-
fræðingum hjá fjármálafyrirtækjum
fjölgað gífurlega. Þessi fjölgun nái m.a.