Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 > 23
Skákmót Lögmannafélagsins var hald-
ið föstudaginn 19. janúar í húsnæði
félagsins. Um var að ræða tilraun
til að endurvekja skákmót félagsins
sem var haldið árlega til ársins 1994.
Ekki var húsfyllir að þessu sinni en
sex lögmenn mættu og höfðu gaman
af. Þar á meðal Jóhann Hjartarson,
stórmeistari, sem kom, sá og sigraði
með fullu húsi. Næstur í röðinni kom
Björgvin Jónsson og í þriðja sæti var
Árni Ármann Árnason. Á hæla þeirra
komu gamlir reynsluboltar úr skák-
inni sem voru þeir Jón Briem, Kristján
Stefánsson og Tryggvi Þórhallsson.
Boðið var upp á léttar veitingar. Þetta
var hin besta kvöldskemmtun og ríkti
sönn skákgleði.
Stefnt er að því að gera mótið aftur
að árvissum viðburði enda fjöldinn
SKÁKMÓT LMFÍ 2007
allur af skákmönnum í félaginu sem
myndu tvímælalaust hafa gaman af því
að hitta kollegana eina kvöldstund og
tefla nokkrar léttar hraðskákir.
Árni Ármann
skákformaður LMFÍ
Boðið var upp á „léttar“ veitingar
að hætti hússins. Skákmeistarar
gera sig tilbúna í slaginn, f.v. Jón
Briem, Kristján Stefánsson, Tryggvi
Þórhallsson, Árni Ármann Árnason,
Björgvin Jónsson og Ríkharður
Sveinsson mótsstjóri. Á myndina
vantar sigurvegarann, Jóhann
Hjartarson.
Brautarholti 10-14, 105 Reykjavík • Sími: 550 9600 • LT@LT.is • www.LT.is
Upplýst ákvörðun öruggari viðskipti
nánari upplýsingar á www.lt.is
og hjá fyrirtækjaráðgjöfum lánstrausts.
Dómasafni allt frá árinu 1946
Uppboðsvakt /framhaldsuppboðum
Veðbandayfirliti
Þjóðskrá/kennitöluleit
Ökutækjaskrá/kennitöluleit
Vanskilaskrá
Fyrirtækjaskrá o.fl.
Lánstraust er framsækið og leiðandi fyrirtæki í miðlun
fjárhags- og viðskiptaupplýsinga.
P
IP
A
R
•
S
IA
•
7
0
5
0
4
Lögmenn sem nýta sér þjónustu Lánstrausts hafa aðgang að upplýsingum úr:
Lögmenn hafa heimild til að skrá mál á vanskilaskrá Lánstrausts, sem getur
um leið bætt innheimtuárangur.