Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 > 1 lögmenn eru með sameiginlegan rekst- ur. Yngri lögmenn og lögmenn með starfsreynslu undir fimm árum eru oftast á slíkum stofum. Þá starfa 7% lögmanna á lögmannsstofum þar sem er einn eigandi með einn eða fleiri full- trúa í starfi. 36% lögmanna eru ein- yrkjar eða starfa fyrir eigin reikning með sameiginlegt skrifstofuhald (regn- hlíf ). Hlutfallslega færri konur starfa sem einyrkjar en þær eru færri í efri aldurshópnum þar sem einyrkjafyr- irkomulagið er algengast. Einyrkjarnir, einir út af fyrir sig, eru 22% lögmanna en hlutfallið í hópi lögmanna sem eru 60 ára eða eldri er 47%. Tæplega 5% svarenda skilgreindu sig sem „annað“ en flestir þeirra voru einyrkjar, ýmist með fulltrúa eða í sameiginlegum rekstri. Flestir þeirra eru yfir fimm- tugt. Þóknun lögmanna Verð á útseldum tíma án virðisauka- skatts hjá lögmönnum er á bilinu 6.000 til 20.000 krónur þótt dæmi séu um hærra gjald. Flestir lögmenn, eða 64%, taka á milli 10.000 til 13.900 krónur á tímann en 20% taka á bilinu 14.000 til 17.900 krónur. Tæplega 8% lög- manna taka tímagjald á bilinu 8.000 til 9.900 krónur og 2% lögmanna taka á bilinu 6.000 til 7.900 krónur. Athyglisvert er að yngstu lögmennirnir og þeir sem eru með minnstu starfs- reynsluna eru ekki í hópi þeirra sem taka lægsta tímagjaldið en þeir starfa hlutfallslega flestir á stóru stofunum. Hlutfallslega fleiri konur eru með tímagjald á bilinu 10.000 til 13.900 heldur en karlar og átta af hverjum tíu lögmönnum með innan við fimm ára starfsreynslu eru einnig í þeim hópi. Hafa þarf í huga að konur eru hlut- fallslega fleiri en karlar í hópi yngri lögmanna. Aldurshópurinn 60 ára og eldri sker sig úr. Tæplega 12% lög- manna á þeim aldri er með tímagjald á bilinu 6.000 til 7.900 krónur og þeir eru flestir einyrkjar. Þá eru 15% þessa aldurshóps með tímagjald á bilinu 8.000 til 9.900 krónur. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í athugasemdum einstakra lögmanna ræðst þóknun þeirra m.a. af verkefnum, hagsmunum og hvort unnið er fyrir erlenda viðskiptavini. Ekki var spurt sérstaklega um sam- keppni eða aðrar markaðsaðstæður en slík sjónarmið ættu að hafa áhrif á verðlagninguna. Ekki var heldur spurt um tegund þjónustu. Samsvarandi kannanir í Noregi og Svíþjóð sýna að þóknun fyrir ráðgjöf við fyrirtæki er almennt hærri en þegar unnið er fyrir einstaklinga enda oftast um sér- fræðiráðgjöf að ræða. Að tekið sé hærra gjald af erlendum viðskiptavin- um er sagt ráðast af markaðsástæðum og því að slík þjónusta sé á margan hátt flóknari. Þar kemur einnig fram LÖGMENN Á LÖGMANNSSTOFUM 2 Þegar rætt er um starfsreynslu er átt við þann tíma sem viðkomandi hefur verið í lögmennsku. Eins og gefur að skilja eru fulltrúar almennt yngri og með minni starfsreynslu en sjálfstætt starfandi lögmenn. Þannig eru fulltrúar 46% þeirra sem eru í aldurshópnum 25-39 ára og 63% þeirra eru með innan við 5 ára starfsreynslu. Þar sem ekki hefur áður verið gerð könnun sem þessi eru samanburðartölur ekki fyrir hendi. Þó má sjá á félagatali að hlutfall fulltrúa hækkaði úr 10% af heildarfjölda félagsmanna árið 2002 í 14% árið 2007. Á sama tíma fækkaði sjálfstætt starfandi lögmönnum, þ.e. eigendum, úr 56% í 46% félagsmanna. Þróunin virðist því vera sú að um leið og lögmannsstofur stækka þá fjölgi fulltrúum en það er svipuð þróun og á sér stað í Noregi og Danmörku. Í Noregi eru 3% norskra lögmannsstofa stórar með tíu eða fleiri lögmenn en þar starfar hins vegar rúmlega 40% allra norskra lögmanna. Sjálfstætt starfandi lögmenn og fulltrúar 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Yfir 20 ára starfsreynsla 10-20 ára starfsreynsla 5-10 ára starfsreynsla Innan við 5 ára starfsreynsla 60 ára eða eldri 50-59 ára 40-49 ára 25-39 ára Karlar Konur Allir lögmenn Sjálfstætt starfandi fulltrúi Rekstrarfyrirkomulag lögma nsstofa Síðustu ár hafa lögmannsstofur stækkað og lögmenn sameinað rekstur sinn. Samkvæmt könnuninni er þó ákveðinn kynslóðamunur þar sem eldri lögmenn og þeir sem eru með meiri starfsreynslu starfa frekar sem einyrkjar heldur en yngri lögmenn. Rúmur helmingur svarenda starfar á lögmannsstofu þar sem tveir eða fleiri lögmenn eru með sameigi legan rekstur. Yngr lögmenn og lögmenn með starfsreynslu undir fimm Skipting lögmanna eftir rekstrarfyrirkomulagi 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Yfir 20 ára starfsreynsla 10-20 ára starfsreynsla 5-10 ára starfsreynsla Innan við 5 ára starfsreynsla 60 ára eða eldri 50-59 ára 40-49 ára 25-39 ára Karlar Konur Allir lögmenn Á lögmannsstofu þar sem tveir eða fleiri lögmenn erum með sameiginlegan rekstur Fyrir eigin reikning en með sameiginlegt skrifstofuhald (regnhlíf) Á lögmannsstofu þar sem er einn eigandi með fulltrúa Einyrki Annað Þóknun lögmanna ræðst meðal annars af verkefnum og hagsmunum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.