Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 22
22 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007
hjá öðrum sem slíka þjónustu veita,
þannig að fulls jafnræðis sé gætt.
Skoðanakannanir –
notkun
Lögmannablaðið stóð nýlega fyrir
umfangsmikilli skoðanakönnun á störf-
um og starfsumhverfi sjálfstætt starf-
andi lögmanna og fulltrúa á lögmanns-
stofum. Til stendur að gera sambærilega
könnun á starfsumhverfi innanhúss-
lögmanna á næstu misserum en stjórn
Lögmannafélagsins sér mikla möguleika
fólgna í könnunum sem þessum, m.a. í
tengslum við skipulagningu á þjónustu
félagsins við félagsmenn.
Fundur með fulltrúum
Hæstaréttar
Nýlega áttu fulltrúar Lögmannafélagsins
fund með fulltrúum Hæstaréttar Íslands
þar sem farið var yfir ákvarðanir rétt-
arins um þóknun í gjafsóknarmálum
og fyrir verjenda- og réttargæslustörf.
Einnig voru ræddar nýjar viðmiðunar-
reglur sem settar hafa verið fyrir héraðs-
dómstóla og fjallað um umsögn laga-
nefndar Lögmannafélagsins um frum-
varp til laga um meðferð sakamála. Þá
var rætt um niðurstöðu skýrslu Dóms-
málaráðuneytisins um málskostnað í
opinberum málum og opinbera rétt-
araðstoð, viðbrögð félagsins við henni
svo og umfjöllun fjölmiðla um dóms-
mál, dómstóla og þá sem þar starfa.
Markmiðið er að halda slíka samráðs-
fundi reglulega, líkt og gert er með
Dómstólaráði, Dómarafélagi Íslands
og Dómsmálaráðuneyti.
Áframhaldandi samstarf
við lagadeild Háskólans
í Reykjavík um fundi og
málþing
Í ljósi góðrar reynslu af samstarfi
Lögmannafélagsins við lagadeild
Háskólans í Reykjavík um fræðafundi
og ráðstefnur á sviði lögfræði, hefur
stjórn félagsins ákveðið að halda því
samstarfi áfram á þessu ári. Á síðasta
ári voru haldnir 17 fundir, málþing og
ráðstefnur á grundvelli þessa samstarfs
og má gera ráð fyrir að svipaður fjöldi
viðburða verði á þessu ári.
Fundur með
dómsmálaráðherra
Fulltrúar Lögmannafélagsins áttu fund
með dómsmálaráðherra í desember
s.l.. Meðal annars var farið yfir skýrslu
nefndar um málskostnað í opinberum
málum og opinbera réttaraðstoð og
álitsgerð sérstakrar nefndar félagsins af
því tilefni. Einnig var farið yfir for-
sendur fjárlaga við mat á útgjöldum til
opinberrar réttaraðstoðar og til greiðslu
málskostnaðar í opinberum málum,
nýja löggjöf um meðferð sakamála,
sem verið er að vinna að og laganefnd
félagsins hefur skilað umsögn um.
Rætt var um nauðsyn þess að breyta
lögum um gjafsókn í samræmi við
ályktun síðasta aðalfundar félagsins.
Loks var rætt um breytingar á fram-
kvæmd námskeiða til öflunar mál-
flutningsréttinda fyrir héraðsdómi í þá
átt að opna fyrir upptökupróf.
Umsögn um drög að frv.
um meðferð sakamála
Laganefnd Lögmannafélagsins skilaði
fyrir skemmstu umsögn um drög að
frumvarpi til laga um meðferð saka-
mála. Auk almennra athugasemda við
frumvarpsdrögin gerði nefndin sér-
staklega athugasemdir við ákvæði 38.
gr. þar sem fjallað er um ákvörðun
þóknunar til verjenda. Umsögn nefnd-
arinnar er í raun samhljóða ákvæði 44.
gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin-
berra mála. Á það er bent að dómstólar
hafi á liðnum árum túlkað 44. gr. með
þeim hætti að þóknun verjanda skuli
ákveðin við lok meðferðar máls, þ.e.
með dómi eða þegar mál er fellt niður.
Hafi verjandi jafnframt verið verjandi
á rannsóknarstigi hefur þóknun vegna
þeirrar vinnu verið ákveðin í einu lagi
við uppkvaðningu dóms í málinu.
Reynslan sýni að rannsókn og meðferð
stærri mála kann að dragast á langinn
og mörg dæmi eru um að rannsókn og
meðferð mála hafi staðið árum saman.
Við þær aðstæður er óviðunandi fyrir
lögmenn að þurfa að una því að þókn-
un þeirra sé ákveðin við lok meðferðar
máls fyrir dómi. Eðlilegt sé að lög-
menn geti sett fram kröfu um að þeim
verði ákvörðuð þóknun á meðan á
rannsókn máls stendur. Þá kemur enn
fremur fram í umsögn nefndarinnar að
Dómstólaráð hafi samið sérstakar við-
miðunarreglur um þóknun verjenda
þar sem tímagjald verjanda er meðal
annars ákvarðað. Margir verjendur
leggi metnað sinn í að halda nákvæma
tímaskrá, sem þeir svo framvísa við
aðalmeðferð máls, þannig að dómari
geti byggt ákvörðun sína um máls-
varnarlaun á traustum grunni. Mörg
dæmi eru hins vegar um að dómendur
hafi algerlega horft framhjá ítarlegum
og vönduðum tímaskýrslum verjenda
við ákvörðun málsvarnarlauna þeim
til handa, án nokkurs rökstuðnings.
Það sé því afstaða laganefndar LMFÍ
og lögmanna almennt að tryggja verði
með lögum, að dómarar taki mið af
tímaskráningu verjenda, svo fremi sem
hún geti að þeirra mati talist eðlileg, en
rökstyðji að öðrum kosti niðurstöðu
sína um að víkja þar frá. Sams konar
athugasemd er gerð við ákvæði 48. gr.
frumvarpsdraganna þar sem fjallað er
um ákvörðun þóknunar skipaðs rétt-
argæslumanns.
Bókun stjórnar
Lögmannafélags Íslands
vegna myndbirtingar af
hæstaréttardómurum.
Eftirfarandi bókun var samþykkt á
fundi stjórnar Lögmannafélags Íslands
miðvikudaginn 7. febrúar 2007 í tilefni
af forsíðuumfjöllun Morgunblaðsins
um dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr.
329/2006.
„Stjórn Lögmannafélags Íslands harmar
myndbirtingu Morgunblaðsins af fimm
hæstaréttardómurum á forsíðu blaðsins
þann 2. febrúar s.l. í tengslum við frétt
um að dómurinn hefði mildað refsingu
í sakamáli sem dómur gekk í deginum
áður. Stjórn Lögmannafélagsins tekur
sérstaklega fram að öflug og opin umræða
um niðurstöður dómstóla sé afar mik-
ilvæg í hverju réttarríki og hana beri að
efla. Stjórnin telur hins vegar fráleitt að
draga dómara réttarins persónulega fram
í umræðuna með þeim hætti, sem gert
var enda er það mikilvæg forsenda fyrir
hlutleysi dómstóla að niðurstöður þeirra
séu ekki tengdar við persónur dómend-
anna sjálfra.“