Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 20
20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 Rannsóknasetur vinnuréttar og jafn- réttismála við Háskólann á Bifröst var stofnsett í maí 2005 með samstarfs- samningi milli Háskólans og Félags- málaráðuneytisins. Markmið seturs- ins eru einkum að efla kennslu, rannsóknir og ráðgjöf á sviði vinnuréttar og jafnréttismála á vinnumarkaði og styrkja þannig stefnumótun á þeim sviðum. Rannsóknasetrið hefur unnið að fjölmörgum verkefnum, m.a. samningu lagafrumvarpa og greinargerða og staðið fyrir mál- þingum um ýmis efni á sviði vinnuréttar. Á síðasta ári voru hjá setrinu samin drög að tveimur frumvörpum fyrir félagsmálaráðu- neytið. Fyrra frumvarpið fjallar um upplýsingar og samráð í fyr- irtækjum, sbr. lög nr. 151/2006. Er þar mælt fyrir um rétt fulltrúa starfsmanna til þátttöku í und- irbúningi að ákvarðanatöku í fyr- irtækjum. Slíkt fyrirkomulag er nýmæli hér á landi þar sem ekki hefur verið hefð fyrir slíku í fyr- irtækjum líkt og í nágrannaríkjunum. Seinna frumvarpið fjallar um aðild starfsmanna að evrópskum samvinnu- félögum sem einnig mælir fyrir um þátttökurétt starfsmanna. Launajafnréttismál voru ofarlega á baugi árið 2006 og stóð setrið fyrir Elín Blöndal, dósent, forstöðumaður Rannsóknaseturs vinnuréttar og jafnréttismála Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála Rannsóknasetrið stendur fyrir verkefn- inu „Jafnréttiskennitala fyrirtækjanna“ en aðild að því eiga viðskiptaráðu- neytið, Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Um er að ræða tveggja ára þróunarverk- efni og á grundvelli þess birtir Rannsóknasetrið árlega upplýs- ingar um stöðu jafnréttis í 100 stærstu fyrirtækjunum á Íslandi. Fyrstu upplýsingarnar voru birtar í maí 2005 og stefnt er að birt- ingu upplýsinga fyrir árið 2006 nú í vor. Meðal þess sem er framundan á árinu 2007 er Vinnuréttardagur Háskólans á Bifröst sem haldinn verður 4. maí. Þar munu innlend- ir sérfræðingar koma saman til að velta vöngum yfir ýmsum álitaefn- um á sviði vinnuréttar. Er stefnt að því að Vinnuréttardagurinn verði árlegur viðburður hér eftir. Framundan eru ýmis áhugaverð verkefni hjá Rannsóknasetrinu sem tengjast meðal annars Háskólanum á Bifröst og verkefnum þar. Fyrir áhuga- sama er bent á heimasíðu þar sem frekari upplýsingar koma fram um Rannsóknasetrið og starfsemi þess: www.rvj.bifrost.is tveimur málþingum um það efni. Hið fyrra fjallaði um markaðslaun og launajafnrétti þar sem norrænir sér- fræðingar ræddu um efnið út frá sjón- arhorni lögfræðinnar annars vegar og hagfræðinnar hins vegar. Síðara mál- þingið hélt Rannsóknasetrið í sam- vinnu við Félagsmálaráðuneytið og var kynnt niðurstaða skýrslu Capacent um launamun kynjanna. Fulltrúar úr atvinnulífinu tóku þátt í umræðum um málefnið.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.