Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 15
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 15 framkvæmdastjóri, Helgi Jóhannesson, gat ekki stjórnað sínum mönnum af hliðarlínunni vegna anna við kvik­ myndaleik. Til heiðurs Erni Clausen Mótið var tileinkað Erni Clausen hæstaréttarlögmanni sem borinn var til grafar þennan sama dag. Í mótslok voru afhent verðlaun og skálað honum til heiðurs í dönskum jólasnaps. Teini og Tóta Mótið fór í alla staði vel fram og reyndi ekki á áfrýjunarnefnd Teina og Tótu en sú nefnd er skipuð þeim Marteini Mássyni hrl. og Þórunni Guðmunds­ dóttur hrl., sem jafnframt er verndari mótsins. Komu engin þau deilumál upp á mótinu sem ástæða þótti til að leggja fyrir nefndina. Smári Hilmarsson hrl. Kampakátir liðsmenn Reynslu & Léttleika með bikar, bjór og gull um háls. Efri röð f.v.: anton björn markússon, grétar jónasson og bjarki diego. Neðri röð f.v.: Árni Harðarson, jón Ármann guðjónsson, Ásgeir Ragnarsson, jóhannes bjarni björnsson, fyrirliði. Frá hausti hefur Lögmannafélagið, ásamt Lögfræðingafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands, staðið að undir­ búningi Lagadagsins 2009 sem haldinn verður fimmtudaginn 30. apríl næst­ komandi. Félögin fengu lagadeildir háskólanna og nokkrar af stærri lögmannsstofunum til samstarfs við samningu metnaðar fullrar dagskrár sem er því sem næst tilbúin. Þetta er í annað sinn sem Laga dagurinn verður haldinn en hann þótti heppnast ein­ staklega vel á síðasta ári. Meginefni lagadagsins að þessu sinni verður stjórnarskráin en auk þess er stefnt að því að halda sex minni málstofur þar sem fjallað verður um persónulega ábyrgð stjórnarmanna samkvæmt hluta félagalögum, skattarétt, auðlindarétt, kröfur til fjármálafyrirtækja, ráðherra ábyrgð og neyðarlögin. Allir lögfræðingar ættu því að geta fundið efni við sitt hæfi í dagskrá Laga­ dagsins. Lagadagurinn hefst með hádegisverði og sameiginlegri málstofu. Um kvöldið verður frábær skemmti dagskrá og dansleikur en Laga dagurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suður­ landsbraut 2. Af vettvangi félagsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.