Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 8
8 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Reglur um innheimtu­ starfsemi lögmanna Stjórn félagsins vinnur nú að gerð reglna um innheimtustarfsemi lög­ manna á grundvelli 2. og 3. mgr. 15. gr. inn heimtulaga nr. 95/2008. Reglunum er ætlað að taka til lögmanna sem falla undir ákvæði 1. mgr. 12. gr. lög manna­ laga nr. 77/1998 og einnig til innheimtu­ fyrirtækja sem eru að fullu í eigu lögmanna og/eða lögmannsstofa og sinna innheimtu samkvæmt 1. gr. innheimtulaganna. Drög þessara reglna verða væntanlega kynnt félagsmönnum í apríl n.k. Skipað í dómnefnd Stjórn félagsins hefur tilnefnt Bjarna S. Ásgeirsson, hrl., sem aðalmann og Ástríði Gísladóttur, hdl., sem varamann í dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti héraðs­ dómara, samkvæmt 2. mgr. 12. gr. dómstólalaga nr. 15/1998. Hdl.­námskeið Nú stendur yfir námskeið til öflunar réttinda til að vera héraðsdómslögmaður og er þetta 11. námskeiðið sem haldið er frá því fyrirkomulagi réttindaöflunar var breytt með lögum 77/1998 um lögmenn. Fjöldi nýskráðra á nám­ skeiðinu er 35 og koma þeir frá laga­ deildum allra þeirra fjögurra háskóla sem útskrifa lögfræðinga á landinu. Til viðbótar sitja ellefu aðrir lögfræðingar námskeiðið en um er að ræða þátt tak­ endur af fyrri námskeiðum, sem ekki höfðu lokið öllum prófum. Fundur með David Wilkins Þann 27. febrúar s.l. stóð Lögmanna­ félagið fyrir hádegisverðarfundi með David Wilkins, prófessor við Harvard Law School um áskoranir og tækifæri í starfi lögmanna á breyttum tímum. Fundurinn var afar áhugaverður í alla staði, þar sem tæpt var á fjölmörgum þáttum sem búast má við að lögmenn þurfi að takast á við á næstu misserum og árum í kjölfar erfiðleika í efna­ hagsmálum heimsins. Nánari saman­ tekt um fundinn er að finna annars staðar í blaðinu. Fjölgun félagsmanna Mikil fjölgun félagsmanna í Lögmanna­ félagi Íslands heldur áfram. Þannig voru 791 lögmaður skráður í félagið í byrjun mars samanborið við 773 á sama tíma árið 2008. Væntanlega mun þessi þróun halda áfram á þessu ári, a.m.k. miðað við þann fjölda lögfræðinga sem nú sitja námskeið til öflunar réttinda til að vera héraðsdómslögmaður. Einnig er gert ráð fyrir að annað réttindanámskeið verði haldið næsta haust sem væntan­ lega kemur fram í enn frekari fjölgun lögmanna í lok ársins. Leiðbeiningar til dómskvaddra matsmanna Vinna sem stjórn Lögmannafélagsins setti af stað á síðasta ári um gerð leiðbeininga til dómskvaddra mats­ manna er nú á lokastigi og má vænta þess að drög þeirra verði kynnt í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi. Reglur um málskostnað í einkamálum Hugmyndir hafa verið uppi um smíði sérstakra viðmiðunarreglna til að ákvarða málskostnað í einkamálum, svipaðar þeim sem þegar gilda um ákvörðun þóknunar fyrir verjenda­ og réttar gæslustörf. Á næstunni munu fulltrúar félagsins funda með Dóm­ stólaráði þar sem farið verður yfir helstu þætti sem taka þarf mið af verði gerð slíkra reglna á annað borð hrint í framkvæmd. Norrænt samstarf Forsætisfundur norrænu og baltnesku lögmannafélaganna verður haldinn í Helsinki 24. apríl n.k. Meðal efnis á Fjölgun félagsmanna og fleira Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Af vettvangi félagsins

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.