Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Hekla og sambandið við almættið Um 40 lögmenn og fylgifiskar þeirra hyggjast arka upp á Heklutind þann 13. júní næstkomandi. Að því loknu verður farið á Heklusýningu, snæddur léttur hádegisverður og endað í heita pottinum á Leirubakka í Landsveit. Búið er að panta bongóblíðu og goslausan dag þarna uppi við dyr helvítis. Reynir nú á hvernig sambandið er við almættið. Þeir sem hafa áhuga á að slást í hópinn geta lesið nánar um tilhögun ferðarinnar á heimasíðu LMFÍ. Sakamál og örnámskeið Námskeið vorannar hófust um miðjan janúar með fyrsta hluta námskeiðs Eiríks Tómassonar, prófessors: „Ný lög um meðferð sakamála“. 40 manns sóttu námskeiðið sem var í fjórum hlutum og stóð í alls ellefu klukkustundir. Einnig hafa verið haldin námskeiðin: „Kaup og sala fyrirtækja“ sem Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir hrl., kenndi, „Lestur og greining ársreikninga“ sem Árni Tómasson, löggiltur endur­ skoðandi, kenndi og „Sushigerð“ sem Snorri Birgir Snorrason, kokkur, kenndi en öll voru þau vel sótt. Gerð var könnun á áhuga félagsmanna á örnámskeiði í Power Point og eru allar líkur á því að slíkt námskeið verði haldið fljótlega. Kerra, plógur, hestur Félagsdeild bauð einnig upp á námskeið í samskiptum lögmanna og skjól­ stæðinga undir heitinu: „Viðskiptavinir undir álagi“ en því miður reyndist ekki áhugi á því meðal lögmanna. Öðru hvoru hefur verið reynt að bjóða upp á námskeið sem eiga að efla hæfni lögmanna til mannlegra samskipta eða til að hjálpa þeim að takast á við erfið mál skjólstæðinga. Lítill sem enginn áhugi hefur reynst á slíkum námskeið­ um og er það umhugsunarefni hvað veldur. Lögmenn aðstoða skjólstæðinga sína oft á erfiðustu augnablikum lífs þeirra. Það eiga þeir sameiginlegt með prestum og heilbrigðisstarfsfólki nema að sálgæsla fyrir lögmenn er engin. Ég auglýsi hér með eftir tillögum að námskeiðum sem gætu höfðað til lögmanna því það er óþarfi að vera eins og „Baslhagmennið“ sem Stephan G. Stephans sonar orti um forðum: Löngum var ég læknir minn lögfræðingur, prestur smiður, kóngur, kennarinn kerra, plógur, hestur. Halló Akureyri Í samstarfi við símenntun Háskólans á Akureyri bauð félagsdeild upp á tvö námskeið fyrir norðan. Því fyrra „Kaup og sala fyrirtækja“ var aflýst vegna lélegrar þátttöku en það síðara „Lestur og greining ársreikninga“ með Hólmgrími Bjarnasyni, endurskoðanda hjá Deloitte verður í apríl. LÖGMANNALISTINN Um þessar mundir stendur yfir átak til að minna lögmenn á gagnsemi LÖGMANNALISTANS á heimasíðu LMFÍ. Lögmenn geta skráð sig á tíu sérsvið en undir hverju þeirra eru nokkrir málaflokkar. Það kostar einungis 1600 krónur að skrá sig á hvert sérsvið á ári en félagsmenn félagsdeildar fá 25% afslátt. Auglýsingar á Miðlaranum Miðlarinn er upplýsingatorg fyrir lögmenn þar sem þeim gefst kostur á að auglýsa skrifstofuhúsnæði og störf. Ekkert gjald er tekið fyrir þjónustuna enn sem komið er. Nú er auglýst eftir fulltrúa á Miðlaranum sem og skrif­ stofuhúsnæði til leigu. Nánari upplýs­ ingar á www.lmfi.is – Fyrir lögmenn – Miðlarinn. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir Hekla og hestur

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.