Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Helgi Jóhannesson hrl. er faglegur framkvæmdastjóri LEX sem er ein stærsta stofa landsins. Helgi sagði fyrirtækið sjaldan auglýsa þjónustu sína beint í fjölmiðlum. Við markaðssetjum Lex með metnað­ arfullri heimasíðu, dreifum kynningar­ efni til viðskiptavina okkar og heim­ sækjum þá í þeim tilgangi að efla tengslin. Þegar fyrirtækið flutti sl. vor þá aug lýstum við það vel og eins notum við tækifærið þegar við leitum eftir nýju starfsfólki. Við auglýsum svo í fag­ tímaritum um lögfræði en lítum meira á þær sem styrk heldur en beina markaðs setningu. Hver er þín skoðun á auglýsingum lögmanna? Það fer eftir því um hvaða praxis er verið að ræða. Fyrir okkar fyrirtæki sem einbeitir sér að fyrirtækjalögfræði skipti meira máli að ná í persónuleg sambönd við viðskiptavinina. Telur þú að lögmenn eigi eftir að auglýsa þjónustu sína í auknum mæli í framtíðinni? Já, miðað við það sem var. Ég held að lögmannsstofur þurfi að vera vakandi yfir markaðssetningu annars konar miðla, t.d. netsins. Stór hópur fólks á aldrinum 20­40 ára leitar að allri þjónustu á netinu. Gylfi Thorlacius, hrl. hjá Lögmanns­ stofunni Fortis, telur að lögmenn verði að gæta hófs í framsetningu auglýsinga þótt ekki sé rétt að setja skorður við þeim. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt á sínum tíma að aflétta banni við auglýsingum lögmanna og í sjálfu sér ekkert nema jákvætt að almenn ingur sé upplýstur um rétt sinn. Hins vegar tel ég að lögmenn verði að gæta hófs í framsetningu auglýsinga sinna og hafa í huga virðingu stéttarinnar. Þykir mér ekki við hæfi t.d. að menn dreifi upp­ lýsingarbæklingum inn á læknastofur og slysadeildir sjúkrahúsa um starfsemi sína eins og dæmi eru um og minnir mann óneitanlega á þá lögmenn sem Banda ríkjamenn kalla „ambulance­ chasers“. Ekki gengur heldur að lögmenn brjóti samkeppnis lög og reglur með full yrðingum eins og „bestir“ og „númer eitt“ í tilteknum málaflokkum. Að mínu mati koma auglýsingar einstakra lögmannsstofa um tiltekna málaflokka stéttinni í heild til góða en þegar upp er staðið er það orðspor hvers lögmanns sem vegur þyngst. Hvernig markaðssetur þín stofa þjónustu sína? Í símaskrá, með heimasíðu og á já.is. Einnig hófum við nýlega að auglýsa í fjölmiðlum. „Ambulance­chasers“ ekki við hæfi Auglýsingar fara eftir praxís Gylfi Thorlacius hrl. Helgi Jóhannesson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.