Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 26
26 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Hýðing fyrir Hæstarétti Ásdís J. Rafnar, hrl. „Rassskellsdómurinn“ svokallaði, sem féll í Hæstarétti 22. janúar 2009, gæti verið áhugaverður á sviði fræðilegra rannsókna í refsirétti um ólögmæti verknaðar og refsileysisástæður. Spurning er hvort málsatvik hefðu vakið áhuga þeirra félaga Goos og Getz. Í málinu lögðu dómstólar siðrænt og félagslegt mat á hvað sé réttlætanleg athöfn og hvaða refsivernduðum hagsmunum verður afsalað með samþykki. Dómarar þurfa augljóslega að hafa „breiða sýn“ á mannlega hegðun í dómstörfum sínum og setja sig í spor málsaðila að einhverju leyti sem er líklega hvorki einfalt né eftirsóknarvert hlutverk. Málsatvik X var ákærður fyrir kynferðisbrot og líkamsárás en til vara brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt A, þá 6 ára, og B, þá 4 ára, á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. Jafnframt var X ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa ráðist að C og ítrekað barið hana á beran rass og ber læri með beltisól með þeim afleiðingum að hún hlaut mar, rispur og eymsli á rass og aftanverð læri. Samkvæmt ákæru taldist brot ákærða samkvæmt fyrri ákærulið aðallega varða við 2. mgr. 202. gr. og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, en til vara við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, og brot ákærða samkvæmt síðari. ákærulið við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningar­ laga. Athöfn ekki fallin til að skaða börnin Ákærði var alfarið sýknaður á báðum dómstigum. Ákærði og C höfðu kynnst skömmu fyrir þessi atvik á internet­ spjallrásum. Ákærði bar fyrir dómi að hann hefði hneigð til flenginga í kynlífi en hann bæri enga kynferðislega girnd til barna. Töldu dómendur að ekki hafi verið tilefni til þess að tengja flengingar drengjanna við kynferðislega tilburði eftir framburði þeirra sjálfra og annarra. Héraðsdómur taldi sannað að ákærði hafi rassskellt drengina með samþykki móður því þeir hefðu verið óþekkir og að það hefði ekki gerst í einrúmi. Refsing ákærða hefði ekki verið til þess fallin að skaða þá andlega eða líkamlega. Ekki lá fyrir í hverju óþekkt drengjanna hefði falist eða fjallað nánar um olíuáburðinn sem getið var í ákæru. Þótti háttsemin ekki verða heimfærð undir 2. mgr. 202. gr. alm. hgl. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 er ekki lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður, með samþykki þess, beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð heldur er refsinæmi slíkrar háttsemi háð því að gerðir hans séu til þess fallnar að skaða barnið andlega eða líkamlega. Ekki hafa verið færðar sönnur fyrir að háttsemi ákærða, sem 1. liður ákæru tekur til, hafi farið út fyrir þau mörk sem þetta ákvæði felur í sér. Var X einnig sýknaður af ákæru um líkamsárás gegn C. Meintir áverkar C voru allnokkrir Bar ákærða og C saman um að ákærði hafi slegið hana með belti í kynlífsathöfn og með samþykki C. Ekki var við læknisvottorð að styðjast um áverka, sem bæði C og vitni báru að hún hefði hlotið. Þá var niðurstaðan reist á því að ákærði og C hefðu verið í sambandi í eina tvo mánuði eftir þetta atvik og að langur tími leið uns kæra kom fram. Var ekki talið ljóst hversu langt samþykki C til árásar ákærða náði og þann vafa yrði að meta ákærða í hag. Bar C fyrir dómi að hún hefði haft mar frá mitti og niður úr sem telst nokkuð mikið af því góða m.t.t. hvaða refsi­ Aðsent efni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.