Lögmannablaðið - 01.03.2009, Qupperneq 13

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Qupperneq 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 13 Lögmannsstofan Fulltingi hefur auglýst þjónustu sína með áberandi hætti undanfarið. Óðinn Elísson hrl. aðaleigandi Fulltingi slysa­ og skaðabótamála ehf. var spurður að því hvað hefði komið til að lög­ manns stofan hefði stigið þetta skref: Í byrjun árs 2008 urðu breytingar á starfsemi og eignarhaldi hjá Fulltingi. Í dag eru stofurnar tvær, þ.e. Fulltingi lögfræðiþjónusta ehf. og Fulltingi slysa­ og skaðabótamál ehf., þar sem engin skörun er á eignarhaldi. Í kjölfarið hóf mitt félag kynningu á breyttu eignar­ haldi og þegar nýtt lógó og nýtt fræðsluefni lá fyrir sl. haust var ákveðið að kynna Fulltingi slysa­ og skaða bóta­ mál ehf. Jafnframt töldum við ástæðu til að kynna fólki rétt sinn í þessum málaflokki. Með hvaða hætti markaðssettuð þið ykkur áður? Jafnt nú sem fyrr er helsta auglýsing okkar ánægðir viðskiptamenn, auk þess sem við höldum úti góðri heima síðu og endurnýjum upplýsinga­ og fræðslu­ bæklinga reglulega. Að auki teljum við auglýsingarnar til þess fallnar, óháð því frá hverjum þær stafa, að fleiri leiti réttar síns og þannig hafi þær áhrif. Telur þú að lögmenn eigi eftir að auglýsa þjónustu sína í auknum mæli? Lögmenn á ákveðnum sérhæfðum starfssviðum munu án efa auglýsa þjónustu sína í auknum mæli í fram­ tíðinni. Það er þó grundvallaratriði að mínu mati að þær auglýsingar verði fagmannlegar. Auglýsingar eiga að upplýsa um rétt einstaklinga og fela í sér kynningu á þeirri þjónustu sem til boða stendur en ekki fela í sér full­ yrðingar um reynslu og eigið ágæti sem ekki virðist vera innistæða fyrir í sumum tilvikum. Eyrún Ingadóttir tók saman. Ástæða til að kynna fólki rétt sinn Óðinn Elísson hrl.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.