Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 18
18 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Föstudaginn 27. febrúar 2009 var haldinn fundur á vegum LMFÍ sem bar yfir skriftina „Áskoranir og tækifæri í starfi lögmanna á breyttum tímum“. Fyrirlesari var David B. Wilkins, prófessor við Harvard Law School og ræddi hann um trúnaðarskyldur og hlutverk lög manna í réttarríki og helstu breyt­ ingar í rekstri lögmannsstofa í kjölfar fjármála kreppunnar. Prófessor Wilkins stýrir tveimur rann­ sóknaráætlunum við Harvard Law School; „Program on the Legal Profess­ ion“ og „Program on Lawyers and the Professional Services Industry.“ Hann hefur um árabil kennt námskeið sem tengjast lögmennsku, m.a. um starfs­ hætti lögmanna, siðareglur og rekstur og þróun lögmannastofa. Einnig hefur hann ritað yfir 40 fræðigreinar um störf lögmanna og gefið út bækur um sama efni. Wilkins hefur um árabil verið vinsæll fyrirlesari á fagráðstefnum lög fræðinga, lögmannafélaga og lög­ manns stofa, jafnt innan sem utan Banda ríkjanna. Afleiðingar kreppunnar Eins og nærri má geta var helsta um fjöll­ unarefni Wilkins á þessum fundi fjár­ málakreppan og afleiðingar hennar fyrir rekstur lögmannsstofa í Banda ríkjunum. Wilkins taldi að sú lægð sem ríkir í efnahagsmálum í Banda ríkjunum kunni að vara út árið 2010. Ein af afleið ingum fjármála kreppunnar yrði sú að búast mætti við því að allt regluverk í kringum fjármál og fjármálastarfsemi yrði tekið til endurskoðunar af stjórn völdum og reglur hertar. Nú yrði litið í bak sýnis spegilinn og kannað hvernig koma mætti í veg fyrir að þær aðstæður sköpuðust á ný sem leiddu til krepp unnar. Wilkins taldi einsýnt að upp kynnu að koma hagsmunaárekstrar. Lögmenn sem unnu áður fyrir stórfyrirtæki og banka færu e.t.v. að liðsinna stjórn völdum nú eftir kreppuna. Mikilvægt væri að huga að því að menn sætu ekki beggja vegna borðs við þær aðstæður. Einnig gætu komið upp árekstrar sem vörðuðu trúnaðarskyldur lögmanna í málum þar sem lögmannsstofur hafa kannski staðið mjög nálægt stjórnum fyrirtækja og jafnvel setið í þeim, til dæmis í fjár mála­ geiranum. Leggja yrði áherslu á að standa vörð um sjálfstæði lögmanna stéttarinnar. Erfitt væri fyrir nýtt fólk að komast að á lögmanns stofum en starfs mannavelta lög mannsstofa hefði farið úr 25% árið 2007 í 12% í árslok 2008. Gætt að rekstrinum Wilkins fjallaði um nauðsyn þess að lögmenn gættu að rekstri sínum og reyndu að draga úr kostnaði með öllum tiltækum ráðum. Ein af afleiðingum kreppunnar er sú að fleiri lögmanns­ stofur í Bandaríkjunum verða gjaldþrota en sú þróun er þegar hafin. Þær lög­ manns stofur sem hafa einbeitt sér að fjármála fyrirtækjum eru komnar í vanda og sem dæmi nefndi Wilkins lög manns­ stofu í Bandaríkjunum sem var með 40 eigendur og 700 starfsmenn sem ein­ göngu sinntu fjármála fyrir tækjum. Mörg dæmi væru um að lögmenn hefðu þurft að fækka verulega starfsfólki sínu og jafnvel hefðu meðeigendur þurft að hætta störfum. Einnig hafa eigendur í einhverjum tilvikum þurft að leggja inn eigið fé í reksturinn. Lög menn hefðu brugðist við ástandinu t.d. með útvistun verkefnaþátta eins og að senda bak­ vinnslur og bókhald á aðra staði í land inu þar sem ódýrar væri að vinna verkin. Umfjöllun Lögmenn í kjölfar kreppunnar um þrjátíu manns hlýddu á hádegisfyrirlestur david b. Wilkins.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.