Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 28
28 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Yfirráð eða ekki, það er efinn Heimir Örn Herbertsson, hrl. Inngangur Samkeppnisréttur er skrýtið en skemmti legt réttarsvið, að minnsta kosti fyrir lögfræðinga sem vilja spreyta sig á svolítilli frumlegri og/eða skapandi hugsun. Hér á landi gilda á þessu sviði samkeppnislög nr. 44/2005, með síðari breytingum. Ákvæði laganna eru um flest sniðin eftir samkeppnisreglum ESB og EES en upprunalega fyrirmynd nútíma samkeppnislöggjafar kemur frá Bandaríkjunum þar sem samkeppnis­ reglur hefur mátt finna í löggjöf síðan 1893. Sérstaða samkeppnisréttar Það er ýmislegt sem greinir sam­ keppnisrétt frá flestum öðrum réttar­ sviðum. Nefna má um þetta fjögur dæmi. Í fyrsta lagi eru samkeppnisreglur lagareglur sem er ætlað að tryggja eða stuðla að því að í samfélaginu séu framleiðsluþættir nýttir á hagkvæman hátt. Reglurnar og beiting þeirra hvílir þess vegna á óvenju pólitískum grunni sem reistur er á hagfræðikenningum sem menn getur greint rækilega á um hvernig skuli útfærðar. Forsendur niðurstaðna um hvað samkeppnis­ reglurnar þýða geta því verið mjög umdeildar og það þótt deilendur séu sammála um ágæti virkrar samkeppni fyrir hagkvæma nýtingu framleiðslu­ þátta. Svo eru þeir sem telja sam­ keppnislögin vera skelfilegt afsprengi nýfrjálshyggjunnar svokölluðu. Ég þekki reyndar enga nýfrjálshyggjumenn en fáeina frjáls hyggjumenn sem myndu gera ákveðnar athugasemdir við þær fullyrðingar. Hvað sem segja má um þetta er altént ljóst að túlkun sam­ keppnis laga byggir á nánu samspili lögfræði og hagfræði og raunar einnig fræðum viðskipta í víðri merkingu. Í öðru lagi, og nátengt fyrsta atriðinu, má nefna að ákvæði samkeppnislaga eru gersamlega galopin fyrir túlkun við beitingu þeirra. Þetta getur verið skemmtilegt t.d. fyrir lögfræðinga sem vilja láta ljós sitt skína í lögfræðilegum álitsgerðum en líka dálítið leiðinlegt, einkum ef maður rekur fyrirtæki og kemst að því seint og um síðir að maður er í markaðsráðandi stöðu sem maður hefur misnotað með því t.d. að halda verðum til neytenda of lágum gagnvart keppinautum. Og þetta verður draugfúlt þegar þungar fjársektir eru lagðar við brotinu. Aðalatriðið er að það er ekki hægt að átta sig á því hvaða skyldur samkeppnislögin setja mönnum á herðar með því að lesa bara lögin. Hið raunverulega efnisinntak reglnanna er að finna í framkvæmd Samkeppnis­ eftirlitsins, skrifum fræðimanna um evrópskan samkeppnisrétt, í ákvörð­ unum framkvæmdastjórnar ESB og í dómum Evrópudómstólsins. Mun þetta vera fátítt um lög hér á landi en kannski ekki einsdæmi. Í þriðja lagi getur þýðing lagareglna um samkeppni breyst verulega og skyndilega þótt engin breyting hafi orðið á lagatextanum sem til grundvallar liggur. Ástæðan er sú , sem fyrr segir, að samkeppnislögin eru túlkuð með rækilegri hliðsjón af framkvæmd á sviði samkeppnismála innan ESB. Þar gegnir Evrópudómstóllinn þýðingarmiklu hlutverki. Innan ESB eru samkeppnis­ reglur kallaðar hornsteinn innri markaðar sambandsins og hlutverk ESB er m.a. að túlka og beita sam keppn­ isreglum á þann veg að tryggi sem best vöxt og viðgang innri markaðarins. Dómstóllinn hefur því réttarskapandi hlutverki að gegna sem kann að henta lýðræðishefðinni sem ESB byggir á ágætlega en mun óljósara er hvernig þessi háttur fer saman við hefðbundin viðhorf hérlend um réttaröryggi og fyrirsjáanleika laga reglna. Loks má nefna, og kemur þá að tilefni þessara skrifa, að ýmis hugtök hafa sérstaka og mjög frábrugðna merkingu í samkeppnisrétti, samanborið við önnur réttarsvið. Hugtakið samningur í samkeppnisrétti er til dæmis allt annað mál en hugtakið samningur á sviði samningaréttar og hugtakið yfirráð í Aðsent efni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.