Lögmannablaðið - 01.03.2009, Qupperneq 6

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Qupperneq 6
Meistaranám í skattarétti og reikningsskilum www.vidskipti.hi.isVIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD www.lagadeild.hi.isLAGADEILD Haust 2009 Íslenskur skattaréttur - almennur hluti Íslenskur skattaréttur - sérstakur hluti Ársreikningagerð A Endurskoðun Vor 2010 Alþjóðlegur skattaréttur - almennur hluti Alþjóðlegur skattaréttur - sérstakur hluti Ársreikningagerð B Haust 2010 Stjórnsýslu- endurskoðun Félagaréttur I Ritgerð Vor 2011 Samstæðu- reikningsskil Félagaréttur II Greining ársreikninga Ritgerð Haustið 2009 hefst nýtt þverfaglegt meistaranám skipulagt af viðskiptafræðideild og lagadeild Háskóla Íslands. Námið hentar mjög vel fyrir alla útskrifaða lögfræðinga og viðskipta- fræðinga sem vilja styrkja þekkingu og auka sérhæfingu á þessu sviði. Skipulag námsins, sem er 90 einingar, er sem hér segir: Umsækjendur þurfa að hafa lokið BA prófi frá lagadeild Háskóla Íslands eða BS prófi eða BA prófi frá viðskiptafræðideild háskólans eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt fyrsta háskólaprófi í sambærilegum greinum. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2009. Sjá nánar á vidskipti.hi.is og lagadeild.hi.is 6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Í síðasta hefti Lögmannablaðsins skrifar Gunnar Jónsson hrl. „jólahugvekju“ og víkur m.a. að útgáfu tveggja bóka um gjaldþrot Hafskips hf. og eftirmála þess á svohljóðandi hátt: „Skipafélagið var skrifað á flot í tveim bókum nýverið. Bækurnar voru í boði enskra og hollenskra sparifjáreigenda. Veruleg áhöld eru um hvort sögu­ skýringar í þeim séu á sjó setjandi.“ Ég tel víst, að þessi langsótti mál­ flutningur Gunnars Jónssonar hrl. í „jólahugvekju“ skýrist af því sem hér segir: Þann 2. október 2008 sendu hæstaréttar lögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíus­ dóttir ítarlega og vel studda kröfu um opinbera rannsókn til ríkis saksóknara. Krafa þessi var send fyrir hönd okkar Björgólfs Guðmundssonar, Helgu Thomsen, ekkju Ragnars Kjartanssonar, Þórðar H. Hilmarssonar og Helga Magnússonar á grundvelli og með heimild í 4. mgr. 66. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Tilefni rannsóknarinnar eru ætluð brot yfirborgarfógetans í Reykjavík og borgar fógeta/skiptaráðenda við embætti hans, ríkislögmanns, ríkissaksóknara, rannsóknar lögreglu stjóra ríkisins og starfsmanna þeirra gegn ákvæðum XIV. og XV. kafla almennra hegningarlaga nr 19/1940, einkum 148. gr., þegar ákvörðun var tekin um og framkvæmd var rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi fyrrverandi fyrirsvarsmanna Hafskips hf. á grundvelli skýrslu borgarfógeta skiptaréttar Reykjavíkur til ríkissaksóknara dagsettri 6. maí 1986. Teljum við að fram sé kominn rökstuddur grunur um brot hinna opinberu starfsmanna af þessu tagi. Gunnar Jónsson hrl. fullyrðir, að bækurnar um Hafskipsmálið hafi verið verið kostaðar af Icesave­reikningum Landsbankans með peningum hollenskra og breskra sparifjáreigenda. Bækurnar sem hér um ræðir eru án nokkurs vafa „Afdrif Hafskips í boði hins opinbera“ eftir Stefán Gunnar Sveinsson sagn fræðing, og „Hafskip í skotlínu“ eftir Björn Jón Bragason, sagnfræðing og B.A. í lögfræði. Þessi tenging er óskiljanleg með öllu og algjörlega tilefnislaus, þótt einn af fimm rannsóknarbeiðendum sé Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbanka Íslands hf. Gunnar Jónsson hrl. fullyrðir semsagt raka­ og blygðunarlaust, að framið hafi verið auðgunarbrot með því að láta almenningshlutafélagið Landsbankann greiða kostnað bankanum alls óvið­ komandi. Með þessu framferði er Gunnar Jónsson hrl. að ófrægja okkur öll, sem að rannsóknarbeiðninni stönd­ um og gera lítið úr kröfu okkar um saka málarannsókn, sem ýmsir ein­ staklingar honum tengdir persónu lega skuli sæta. Rannsóknarbeiðnin er studd rannsóknum framangreindra sagnfræð­ inga, sem hafa leitt í ljós fjölmargar nýjar upplýsingar og gögn áður hulin í málinu. Ég tel framgöngu Gunnars Jónssonar ósamboðna hæstaréttarlögmanni og álít, að þeir sem leiti réttar síns eigi ekki að þurfa að þola svo níðingslega fram­ komu af hálfu hæstaréttarlögmanns fyrir það eitt að vekja athygli á og bera mál undir rétt stjórnvöld. Ég tel að þessi framganga og málflutningur sé til þess fallinn að rýra heiður og trúverðugleika lögmanna stéttarinnar. Höfundur er fyrrverandi framkvæmda­ stjóri hjá Hafskipi hf. Aðsent efni Sérkennileg „jólahugvekja“ Páll Bragi Kristjónsson

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.