Lögmannablaðið - 01.06.2011, Síða 18

Lögmannablaðið - 01.06.2011, Síða 18
18 lÖgmaNNaBlaÐIÐ tBl 02/11 UMfJöllUn þrátt fYrIr aÐ siðareglur lögmanna kveði skýrt á um skyldur lögmanna gagnvart umbjóðendum sínum hefur því lítið verið sinnt hvað verður um skjalasöfn einyrkja þegar þeir hætta störfum eða falla frá. engin skilaskylda er á slíkum skjalasöfnum til þjóð- skjalasafns en lmfí, í samráði við þjóðskjalasafn íslands, hefur nú gert leiðbeiningar um afhendingu gagna lögmanna og eru þær nú aðgengilegar í handbók lögmanna á heimasíðu félagsins. Í skjalasöfnum lögmanna er mikið af trúnaðarskjölum og það samræmist ekki siðareglum lögmanna að þau lendi hjá óviðkomandi þegar þeir hætta störfum eða falla frá. Samkvæmt siðareglum á trúnaðarskylda lögmanns gagnvart skjólstæðingi að haldast eftir að verki lýkur, hann á að halda upplýsingum sem hann fær í starfi frá óviðkomandi og aldrei láta í té gögn eða upplýsingar um skjólstæðing eða fyrrverandi skjólstæðing án dómsúrskurðar. Það getur hins vegar verið mikilvægt fyrir skjólstæðinga lögmanna að komast í skjöl er varða þeirra mál og því þarf að tryggja varðveislu og aðgengi að gögnunum. Þegar lögmenn hætta störfum ganga þeir oftast frá skjalasafni sínu þannig að þeir geti fundið gögn ef eftir þeim er leitað. Sömuleiðis er algengt eftir andlát lögmanna að aðstandendur gæti vel að skjalasöfnunum eða setji þau í hendur lögmanna sem standa þeim nærri. Það er hins vegar erfitt að gera þá kröfu til ættingja lögmanna að þeir varðveiti skjalasafn þeirra þannig að siðareglur, sem þeir í fæstum tilfellum þekkja, haldist. Hvað þá að varðveita skjölin þannig að þau séu aðgengileg þegar á þarf að halda. varla er hægt að skilgreina nánustu ættingja sem óviðkomandi en ef skjalasafn lögmanns færi í hendur óviðkomandi gætu vissulega óheppileg tilvik komið upp þar sem á þessi ákvæði siðareglna reyndi. trúnaðarskylda lögmanna Í leiðbeiningum Þjóðskjalasafns og LMFÍ verður er tillaga um að miða við að gögn lögmanna sem varða skjólstæðinga þeirra megi ekki láta óviðkomandi í té fyrr en 80 árum eftir að skjal var búið til. er það í samræmi við upplýsingalög sem gilda um skjöl stjórnvalda. Samkvæmt siðareglum lögmanna má hins vegar aldrei láta gögn í té sem varða skjólstæðinga svo hér er um ákveðna mótsögn að ræða. Sá sem yfirfer skjalasafn lögmanns verður því að meta skjölin með þetta í huga en einnig ber að gæta að því að skjölin geta haft verulega þýðingu fyrir viðkomandi síðar meir. Önnur gögn geta farið í varðveislu safnsins og hluti af þeim með skilyrðum um hverjir megi fá aðgang að þeim. skil til þjóðskjalasafns góður kostur nokkrum skjalasöfnum lögfræðinga hefur verið skilað til Þjóðskjalasafns Íslands. Þar eru þau flokkuð sem einkaskjalasöfn Hvað á að gera við gögnin? um skjalavörslu lögmanna

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.